Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar 28. ágúst 2025 06:02 Menntamál hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið til að mynda á þessu fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar. Þau hafa verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum en ekki síst í fréttum, þar sem kennarar og alþingismenn koma fram og fjalla um þá stöðu sem hefur skapast í málaflokknum. Málflutningur ákveðinna þingmanna hefur verið mjög umhugsunarverður þar sem þeir setja út á nýja ríkisstjórn fyrir hafa ekki áhuga á þessum málaflokki. Samt hefur hún lagt fram og náð í gegn frumvarpi um grunnskóla sem hefur það að leiðarljósi að auka skilvirkni, gagnsæi og innleiða nýtt samræmt námsmat, sem er einmitt það sem þessir sömu gagnrýnu þingmenn hafa kallað eftir. Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón Einn af nýliðum Sjálfstæðisflokksins á þingi, Jón Pétur Zimsen hefur farið hörðum orðum um þau áform sem ríkisstjórnin er með. Fyrir þau sem ekki vita var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn síðustu 12 ár samfleytt og verið með ráðuneyti menntamála í 22 ár frá 1991. Einnig er vert að taka fram að Jón Pétur var aðstoðarmaður menntamálaráðherra 2018-2019 og kom þar m.a. með beinum hætti að innleiðingu núgildandi menntastefnu. Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í stjórnarandstöðu finna þingmenn flokksins sig knúna til að gagnrýna það sem á að breyta og laga, þar er Jón Pétur Zimsen í broddi fylkingar, eftir að hafa verið sofandi við stýrið með málaflokkinn. Ég spyr, af hverju bar Jón Pétur ekki fram einhverjar af hugmyndunum sem hann er með þegar hann hafði raunverulegt tækifæri til að ná fram breytingum sem aðstoðarmaður ráðherra. Eitt er víst, hann var algjörlega sofandi á verðinum ef hann er bara núna að átta sig á stöðunni. Stolnar fjaðrir Nýlega birtist frétt á Vísi þar sem bæjarstjóri Kópavogs hélt því fram að Kópavogsbær væri eina sveitarfélagið á landinu sem væri að innleiða samræmd próf aftur í alla grunnskóla bæjarins. Það er alls ekki staðan, það er verið að innleiða stöðupróf í grunnskóla Kópavogsbæjar, sem og alla grunnskóla landsins, en þau eru hluti af Matsferli. Matsferill er nýtt fyrirhugað námsmat fyrir grunnskóla landsins sem á að leysa gömlu samræmdu könnunarprófin af hólmi og hefur það markmið að leggja mat á kunnáttu og hæfni á einstaklingsmiðaðan og fjölbreyttan hátt. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins halda því fram að samræmd próf sé eina tólið sem metur getu og kunnáttu hvers og eins. Það hefur marg sinnis sýnt sig í umræðunni, bæði frá fagfólki, aðstandendum og nemendum að samræmd próf ýta undir stress, kvíða og henta einfaldlega ekki öllum, meðal annars vegna þeirrar pressu sem fylgir því að taka prófið. Ásamt því að prófa bara hluta af þeirri færni sem að ætlast er til að þau tileinki sér á skólaferlinum. Það verður samt að segjast alveg eins og er, maður finnur svolítið til með Sjálfstæðismönnum. Eftir að hafa verið með stjórnartaumana í rúman áratug var þeim algjörlega hafnað af þjóðinni og gengi flokksins er í frjálsu falli, könnunn eftir könnunn. Flokkurinn neyðist til að leita nýrra leiða til að byggja upp fylgið sitt aftur, og hann þarf að finna þær fljótt, fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Þannig það er svo sem ekki skrýtið að þeir séu að láta eins og þeir hafi fundið upp hjólið snúa sér núna af fullum krafti að málaflokki sem verður eflaust ofarlega á baugi í næstu kosningum. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skóla- og menntamál Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Sjá meira
Menntamál hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið til að mynda á þessu fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar. Þau hafa verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum en ekki síst í fréttum, þar sem kennarar og alþingismenn koma fram og fjalla um þá stöðu sem hefur skapast í málaflokknum. Málflutningur ákveðinna þingmanna hefur verið mjög umhugsunarverður þar sem þeir setja út á nýja ríkisstjórn fyrir hafa ekki áhuga á þessum málaflokki. Samt hefur hún lagt fram og náð í gegn frumvarpi um grunnskóla sem hefur það að leiðarljósi að auka skilvirkni, gagnsæi og innleiða nýtt samræmt námsmat, sem er einmitt það sem þessir sömu gagnrýnu þingmenn hafa kallað eftir. Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón Einn af nýliðum Sjálfstæðisflokksins á þingi, Jón Pétur Zimsen hefur farið hörðum orðum um þau áform sem ríkisstjórnin er með. Fyrir þau sem ekki vita var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn síðustu 12 ár samfleytt og verið með ráðuneyti menntamála í 22 ár frá 1991. Einnig er vert að taka fram að Jón Pétur var aðstoðarmaður menntamálaráðherra 2018-2019 og kom þar m.a. með beinum hætti að innleiðingu núgildandi menntastefnu. Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í stjórnarandstöðu finna þingmenn flokksins sig knúna til að gagnrýna það sem á að breyta og laga, þar er Jón Pétur Zimsen í broddi fylkingar, eftir að hafa verið sofandi við stýrið með málaflokkinn. Ég spyr, af hverju bar Jón Pétur ekki fram einhverjar af hugmyndunum sem hann er með þegar hann hafði raunverulegt tækifæri til að ná fram breytingum sem aðstoðarmaður ráðherra. Eitt er víst, hann var algjörlega sofandi á verðinum ef hann er bara núna að átta sig á stöðunni. Stolnar fjaðrir Nýlega birtist frétt á Vísi þar sem bæjarstjóri Kópavogs hélt því fram að Kópavogsbær væri eina sveitarfélagið á landinu sem væri að innleiða samræmd próf aftur í alla grunnskóla bæjarins. Það er alls ekki staðan, það er verið að innleiða stöðupróf í grunnskóla Kópavogsbæjar, sem og alla grunnskóla landsins, en þau eru hluti af Matsferli. Matsferill er nýtt fyrirhugað námsmat fyrir grunnskóla landsins sem á að leysa gömlu samræmdu könnunarprófin af hólmi og hefur það markmið að leggja mat á kunnáttu og hæfni á einstaklingsmiðaðan og fjölbreyttan hátt. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins halda því fram að samræmd próf sé eina tólið sem metur getu og kunnáttu hvers og eins. Það hefur marg sinnis sýnt sig í umræðunni, bæði frá fagfólki, aðstandendum og nemendum að samræmd próf ýta undir stress, kvíða og henta einfaldlega ekki öllum, meðal annars vegna þeirrar pressu sem fylgir því að taka prófið. Ásamt því að prófa bara hluta af þeirri færni sem að ætlast er til að þau tileinki sér á skólaferlinum. Það verður samt að segjast alveg eins og er, maður finnur svolítið til með Sjálfstæðismönnum. Eftir að hafa verið með stjórnartaumana í rúman áratug var þeim algjörlega hafnað af þjóðinni og gengi flokksins er í frjálsu falli, könnunn eftir könnunn. Flokkurinn neyðist til að leita nýrra leiða til að byggja upp fylgið sitt aftur, og hann þarf að finna þær fljótt, fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Þannig það er svo sem ekki skrýtið að þeir séu að láta eins og þeir hafi fundið upp hjólið snúa sér núna af fullum krafti að málaflokki sem verður eflaust ofarlega á baugi í næstu kosningum. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun