Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2025 06:46 Árásin var gerð í Annunciation kaþólska skólanum í Minneapolis í gær. Hin 23 ára Robin Westman stóð ein að árásinni. EPA/skjáskót 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. Tvö börn – átta og tíu ára – létu lífið í árásinni sem gerð var í kapellu kaþólsks barnaskóla í Minneapolis í gær. Auk þeirra særðust sautján til viðbótar og þar af fjórtán börn. Yngsta barnið sem særðist var sex ára gamalt. Árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að lögregla hafði króað hann af. Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur, allt frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk, en skólaárið hófst síðastliðinn mánudag. Lögregla að störfum fyrir utan skólann. EPA Hryðjuverk og hatursglæpur Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar málið sem hryðjuverk og hatursglæp gegn kaþólikkum að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. „Þetta er hörmulegur atburður sem átti aldrei að gerast. Það er undir okkur öllum komið að gera okkur grein fyrir að við getum ekki bara sagt að þetta eigi aldrei að gerast aftur, og svo leyfa því svo að gerast aftur og aftur,“ sagði Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis í gær. FBI hefur greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið hin 23 ára Robin Westman. Hún var með hreina sakaskrá og stóð ein að árásinni. Hún notaðist við þrjú skotvopn sem hún hafði nýlega komist yfir með löglegum hætti. Í erlendum fjölmiðlum segir móðir hennar hafi starfað í skólanum áður en hún fór á eftirlaun. Fyrsta messa skólaársins Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hin 23 ára Westman hafi breytt fornafni sínu úr Robert í Robin árið 2020 þar sem hún skilgreindi sig sem konu. Árásin átti sér stað í fyrstu messu skólaársins og hóf Westman árásina með því að skjóta inn um gluggana utanfrá og á börnin sem sátu á kirkjubekkjunum. Westman hafði skilið eftir tvö myndbönd á YouTube fyrir árásina þar sem hún las yfirlýsingu sína, en FBI hefur nú látið fjarlægja myndböndin af netinu. Á myndbandinu sýnir hún skotvopnin þar sem hún er meðal annars búin að skrifa „Drepið Donald Trump“ og nöfn fjöldamorðingjanna Timothy McVeigh – sem stóð fyrir sprengingunni í alríkisbyggingunni í Oklahoma árið 1995 – og hins norska Anders Behring Breivik sem stóð fyrir árásinni í miðborg Osló og Útey árið 2011. Íbúar í Minneapolis komu saman í almenningsgarði í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba árásarinnar.EPA Sömuleiðis birtist nafn hins ástralska Brenton Tarrandi sem stóð fyrir árásinni á mosku í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem 51 lét lífið. Í einu myndbandinu biður Westman sömuleiðis foreldra sína afsökunar og biður þá um að hugsa ekki á þann veg að þeim hafi mistekist sem foreldarar. Hún segist hafa hugsað „þetta“ í lengri tíma, hún hafi lengi bæði verið þunglynd og með sjálfsvígshugsanir. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Tvö börn – átta og tíu ára – létu lífið í árásinni sem gerð var í kapellu kaþólsks barnaskóla í Minneapolis í gær. Auk þeirra særðust sautján til viðbótar og þar af fjórtán börn. Yngsta barnið sem særðist var sex ára gamalt. Árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að lögregla hafði króað hann af. Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur, allt frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk, en skólaárið hófst síðastliðinn mánudag. Lögregla að störfum fyrir utan skólann. EPA Hryðjuverk og hatursglæpur Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar málið sem hryðjuverk og hatursglæp gegn kaþólikkum að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. „Þetta er hörmulegur atburður sem átti aldrei að gerast. Það er undir okkur öllum komið að gera okkur grein fyrir að við getum ekki bara sagt að þetta eigi aldrei að gerast aftur, og svo leyfa því svo að gerast aftur og aftur,“ sagði Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis í gær. FBI hefur greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið hin 23 ára Robin Westman. Hún var með hreina sakaskrá og stóð ein að árásinni. Hún notaðist við þrjú skotvopn sem hún hafði nýlega komist yfir með löglegum hætti. Í erlendum fjölmiðlum segir móðir hennar hafi starfað í skólanum áður en hún fór á eftirlaun. Fyrsta messa skólaársins Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hin 23 ára Westman hafi breytt fornafni sínu úr Robert í Robin árið 2020 þar sem hún skilgreindi sig sem konu. Árásin átti sér stað í fyrstu messu skólaársins og hóf Westman árásina með því að skjóta inn um gluggana utanfrá og á börnin sem sátu á kirkjubekkjunum. Westman hafði skilið eftir tvö myndbönd á YouTube fyrir árásina þar sem hún las yfirlýsingu sína, en FBI hefur nú látið fjarlægja myndböndin af netinu. Á myndbandinu sýnir hún skotvopnin þar sem hún er meðal annars búin að skrifa „Drepið Donald Trump“ og nöfn fjöldamorðingjanna Timothy McVeigh – sem stóð fyrir sprengingunni í alríkisbyggingunni í Oklahoma árið 1995 – og hins norska Anders Behring Breivik sem stóð fyrir árásinni í miðborg Osló og Útey árið 2011. Íbúar í Minneapolis komu saman í almenningsgarði í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba árásarinnar.EPA Sömuleiðis birtist nafn hins ástralska Brenton Tarrandi sem stóð fyrir árásinni á mosku í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem 51 lét lífið. Í einu myndbandinu biður Westman sömuleiðis foreldra sína afsökunar og biður þá um að hugsa ekki á þann veg að þeim hafi mistekist sem foreldarar. Hún segist hafa hugsað „þetta“ í lengri tíma, hún hafi lengi bæði verið þunglynd og með sjálfsvígshugsanir. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent