Enski boltinn

Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hlín Eiríksdóttir og Amandine Miquel þegar íslenska landsliðskonan var kynnt til leiks hjá Leicester City.
Hlín Eiríksdóttir og Amandine Miquel þegar íslenska landsliðskonan var kynnt til leiks hjá Leicester City. getty/Plumb Images

Kvennalið Leicester City hefur rekið þjálfarann Amandine Miquel úr starfi, einni og hálfri viku áður en keppni í ensku deildinni hefst.

The Guardian greinir frá því að leikmenn Leicester hafi verið upplýstir um ákvörðunina að segja Miquel upp störfum í gær.

Miquel var ráðin þjálfari Leicester fyrir rúmu ári. Undir hennar stjórn endaði liðið í 10. sæti ensku deildarinnar á síðasta tímabili og hélt sér uppi. Refirnir unnu fimm af 22 deildarleikjum á síðasta tímabili, gerðu fimm jafntefli og töpuðu tólf leikjum.

Leicester keypti Hlín frá Kristianstad í Svíþjóð í janúar á þessu ári. Hún lék níu leiki með Leicester eftir komuna til liðsins.

Breytingar hafa orðið bak við tjöldin hjá Leicester í sumar en ekki er langt síðan Lee Billiard var ráðinn íþróttastjóri félagsins. Hann leitar núna að sjötta þjálfara Leicester síðan í desember 2021.

Leicester sækir Manchester United heim í 1. umferð ensku deildarinnar 7. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×