Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. september 2025 15:02 Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands. Vísir/epa Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónustu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra. Gervigreindinni skorti innsæi og næmni. Foreldrar sextán ára drengs frá Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn gervigreindarrisanum Open AI sem á og rekur gervigreindar mállíkanið ChatGPT. Gervigreindin á að hafa hvatt drenginn til að svipta sig lífi og boðist til þess að skrifa fyrir hann sjálfsvígsbréf að sögn foreldranna. Samkvæmt stefnu á forritið að hafa þakkað drengnum fyrir þegar hann viðraði hugsanir sínar um sjálfsvíg og sagst ekki munu líta undan. Sama dag kom móðir drengsins að honum látnum. Borið hefur á því að fólk hafi nýtt gervigreind til sálfræðiþjónustu hér á landi og jafnvel verið hvatt til þess. Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um málið. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður sálfræðingafélags Íslands, segir það geta verið óheppilegt að leita til gervigreindar eftir sálfræðiþjónustu þar sem hún segir þér gjarnan það sem þú villt heyra frekar en það sem þú þarft að heyra. „Það sem við vitum er að þetta hefur verið ráðlagt á svona hópum á Facebook. Þar er fólk að deila reynslu sinni og segjast fá ágætisráð frá spjallmennum. Rannsakandi við Stanford sem setti upp, ef ég man rétt var það fjórtán ára unglingur, sem að hann bjó til og fór svo að tala sem slíkur við Chat GPT og út úr því kemur þetta vandamál að mállíkanið tekur undir til þess að halda samtalinu áfram. Það kemur ekki með ögrandi innskot eins og meðferðaraðili myndi gera.“ Forritin séu gerð til að halda notendum í samskiptum frekar en að raunverulega hjálpa með sérhæfðum ráðum. Gervigreindin greini ekki á milli staðreynda og falskra gagna á netinu. Hana skorti næmni og lesi iðulega ekki á milli línanna. „Þetta er hluti af einni af þessum rannsóknum. Hann segir, ég missti vinnuna. Býr þannig til dæmi og spyr síðan um háar brýr í borginni og fær lista yfir þrjár hæstu. Það er þetta innsæisleysi sem er vandinn. Það er tekið undir hugmyndir þeirra. Það er tekið undir góðar hugmyndir en það er líka tekið undir ranghugmyndir. Þá virðist fólk leiðast jafnvel mjög langt niður einhverjar blindgötur.“ Gervigreind Bandaríkin Geðheilbrigði Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Foreldrar sextán ára drengs frá Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn gervigreindarrisanum Open AI sem á og rekur gervigreindar mállíkanið ChatGPT. Gervigreindin á að hafa hvatt drenginn til að svipta sig lífi og boðist til þess að skrifa fyrir hann sjálfsvígsbréf að sögn foreldranna. Samkvæmt stefnu á forritið að hafa þakkað drengnum fyrir þegar hann viðraði hugsanir sínar um sjálfsvíg og sagst ekki munu líta undan. Sama dag kom móðir drengsins að honum látnum. Borið hefur á því að fólk hafi nýtt gervigreind til sálfræðiþjónustu hér á landi og jafnvel verið hvatt til þess. Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um málið. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður sálfræðingafélags Íslands, segir það geta verið óheppilegt að leita til gervigreindar eftir sálfræðiþjónustu þar sem hún segir þér gjarnan það sem þú villt heyra frekar en það sem þú þarft að heyra. „Það sem við vitum er að þetta hefur verið ráðlagt á svona hópum á Facebook. Þar er fólk að deila reynslu sinni og segjast fá ágætisráð frá spjallmennum. Rannsakandi við Stanford sem setti upp, ef ég man rétt var það fjórtán ára unglingur, sem að hann bjó til og fór svo að tala sem slíkur við Chat GPT og út úr því kemur þetta vandamál að mállíkanið tekur undir til þess að halda samtalinu áfram. Það kemur ekki með ögrandi innskot eins og meðferðaraðili myndi gera.“ Forritin séu gerð til að halda notendum í samskiptum frekar en að raunverulega hjálpa með sérhæfðum ráðum. Gervigreindin greini ekki á milli staðreynda og falskra gagna á netinu. Hana skorti næmni og lesi iðulega ekki á milli línanna. „Þetta er hluti af einni af þessum rannsóknum. Hann segir, ég missti vinnuna. Býr þannig til dæmi og spyr síðan um háar brýr í borginni og fær lista yfir þrjár hæstu. Það er þetta innsæisleysi sem er vandinn. Það er tekið undir hugmyndir þeirra. Það er tekið undir góðar hugmyndir en það er líka tekið undir ranghugmyndir. Þá virðist fólk leiðast jafnvel mjög langt niður einhverjar blindgötur.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Gervigreind Bandaríkin Geðheilbrigði Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira