Íslenski boltinn

Grind­víkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsa­vík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Völsungar unnu sinn fyrsta deildarleik síðan 26. júlí síðastliðinn.
Völsungar unnu sinn fyrsta deildarleik síðan 26. júlí síðastliðinn. @volsungur_mflkk

Völsungur vann 2-0 sigur á Grindavík í Lengjudeild karla í fótbolta í dag.

Þetta var fyrsti sigur Húsvíkinga síðan í lok júlí og kom í veg fyrir að liðið væri komið á bólakaf í fallbaráttuna.

Arnar Pálmi Kristjánsson á 23. mínútu og Jakob Héðinn Róbertsson á 48. mínútu tryggðu Völsungi langþráðan sigur.

Síðasti sigur Völsungs í deildinni á undan þessum var 4-0 sigur á Selfossi 26. júlí eða fyrir 35 dögum síðan.

Grindvíkingar þurfa aftur á móti að fara að hafa áhyggjur. Liðið hefur aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum leikjum og þeir eru nú aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×