Fótbolti

Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin

Siggeir Ævarsson skrifar
Joao Pedro fagnar með liðsfélögum sínum
Joao Pedro fagnar með liðsfélögum sínum EPA/DAVID CLIFF

Sex leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær. Chelsea skaust á toppinn og Manchester United vann sinn fyrsta leik.

Chelsea lagði Fulham 2-0 en hinn 18 ára gamli Joshua King virtist hafa komið Fulham yfir um miðjan fyrri hálfleik en eftir skoðun í VAR var dæmt brot á Rodrigo Muniz fyrir að stíga á Trevoh Chalobah í aðdragandanum.

Klippa: Chelsea - Fulham

Manchester United sótti sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði nýliða Burnley á heimavelli 3-2. United óð í færum en gekk skelfilega að skora úr þeim. Liðið slapp fyrir horn í gær en sigurmarkið kom úr umdeildu víti í uppbótartíma.

Klippa: Manchester United - Burnley

Jack Grealish heldur áfram að leggja upp fyrir Everton, en hann lagði upp tvö mörk í 2-3 sigri liðsins á Wolves í gær.

Klippa: Wolves - Everton

Tottenham tapaði heima gegn Bournemouth 0-1 þar sem Evanilson skoraði eina mark leiksins á 5. mínútu.

Klippa: Tottenham - Bournemouth

Þá vann Sunderland góðan 2-1 heimasigur á Brentford.

Klippa: Brentford - Sunderland



Fleiri fréttir

Sjá meira


×