„Maður verður að telja það sterkt andlega“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 31. ágúst 2025 21:48 Höskuldur Gunnlaugsson í leiknum í kvöld. Paweł/Vísir Breiðablik sótti sterk stig í Víkina í kvöld þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við Víkinga í stórleik 21. umferð Bestu deild karla í kvöld. Höskuldur Gunnlaugsson ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn í kvöld. „Úr því sem komið var ef svo má segja, mér leið helvíti vel eftir fyrri hálfleikinn“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir jafnteflið í kvöld. „Skemmtilegur leikur og mér fannst við vera með þá ef svo má segja. Þetta var auðvitað fram og til baka ég átta mig alveg á því en svo kemur rauða spjaldið heldur snemma í seinni hálfleik og ég ætla svo sem ekkert að tjá mig um það“ „Við fáum á okkur mark svo tilturlega snemma eftir það. Það krefst þá bara mikils karakters að koma til baka og klára leikinn í jafntefli úr því sem komið var, manni færri og búnir að lenda undir í Víkinni. Maður verður að telja það sterkt andlega“ Breiðablik gerðu taktískar breytingar á sínu sem skilaði sér vel því þeir litu mjög vel út þrátt fyrir að vera einum færri í kvöld. „Ég er sammála. Þeir áttu ágætis föst leikatriði sem var svo sem það eina sem þeir ógnuðu með eftir það. Ef eitthvað er þá hefði maður bara viljað fara aðeins betur með skyndisóknirnar því þær voru alveg þó nokkrar og Gústi (Ágúst Orri) kemur nátturlega frábærlega inn í þetta og Davíð er við það að slotta honum fyrir“ „Frábærlega brugðist við hjá þjálfarateyminu og þeir sem að komu inn á gerðu ótrúlega vel og þeir sem höfðu verið að hlaupa hérna um allan völl. Maður verðu bara að taka úr þessu jákvætt hugarfar og jákvæð úrslit á erfiðum útivelli og manni færri“ Sterkt stig á erfiðum útivelli hjá Breiðablik og þeir eru enn vel inni í baráttunni um titilinn. „Já ekki spurning. Þetta er einn af erfiðustu útivöllunum þannig að ná í stig hérna manni færri er bara býsna gott“ sagði Höskur Gunnlaugsson að lokum. Breiðablik Besta deild karla Fótbolti Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
„Úr því sem komið var ef svo má segja, mér leið helvíti vel eftir fyrri hálfleikinn“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir jafnteflið í kvöld. „Skemmtilegur leikur og mér fannst við vera með þá ef svo má segja. Þetta var auðvitað fram og til baka ég átta mig alveg á því en svo kemur rauða spjaldið heldur snemma í seinni hálfleik og ég ætla svo sem ekkert að tjá mig um það“ „Við fáum á okkur mark svo tilturlega snemma eftir það. Það krefst þá bara mikils karakters að koma til baka og klára leikinn í jafntefli úr því sem komið var, manni færri og búnir að lenda undir í Víkinni. Maður verður að telja það sterkt andlega“ Breiðablik gerðu taktískar breytingar á sínu sem skilaði sér vel því þeir litu mjög vel út þrátt fyrir að vera einum færri í kvöld. „Ég er sammála. Þeir áttu ágætis föst leikatriði sem var svo sem það eina sem þeir ógnuðu með eftir það. Ef eitthvað er þá hefði maður bara viljað fara aðeins betur með skyndisóknirnar því þær voru alveg þó nokkrar og Gústi (Ágúst Orri) kemur nátturlega frábærlega inn í þetta og Davíð er við það að slotta honum fyrir“ „Frábærlega brugðist við hjá þjálfarateyminu og þeir sem að komu inn á gerðu ótrúlega vel og þeir sem höfðu verið að hlaupa hérna um allan völl. Maður verðu bara að taka úr þessu jákvætt hugarfar og jákvæð úrslit á erfiðum útivelli og manni færri“ Sterkt stig á erfiðum útivelli hjá Breiðablik og þeir eru enn vel inni í baráttunni um titilinn. „Já ekki spurning. Þetta er einn af erfiðustu útivöllunum þannig að ná í stig hérna manni færri er bara býsna gott“ sagði Höskur Gunnlaugsson að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Fótbolti Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki