Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2025 06:30 Þingforsetinn fyrrverandi var skotinn til bana í Lviv á föstudag. AP Lögregla í Úkraínu hefur handtekið mann vegna gruns um að tengjast morðinu á stjórnmálamanninum Andriy Parubiy, fyrrverandi þingforseta landsins, síðastliðinn föstudag. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti staðfesti þetta í gærkvöldi en hinn 54 ára þingmaður var myrtur af manni sem sem klæddur var eins og starfsmaður flutningafyrirtækis í borginni Lviv. Leit að manninum hafði staðið yfir síðan. Igor Klymenko, innanríkisráðherra Úkraínu, sagði snemma í morgun að hinn grunaði hafi verið handtekinn í Khmelnytskí-héraði í vesturhluta landsins. Parubiy vakti mikla athygli í úkraínsku byltingunni í kjölfar Evromajdan-fjöldamótmælanna árið 2014 þar sem barist var fyrir nánari tengslum Úkraínu og Evrópusambandsins. Mótmælin leiddu að lokum til endaloka stjórnartíðar Viktors Janúkóvitsj sem var náinn bandamaður Rússlandsstjórnar. Andriy Parubiy var forseti úkraínska þingsins á árunum 2016 til ágúst 2019. AP Parubiy var forseti úkraínska þingsins á árunum 2016 til ágúst 2019. Klymenko segir að rannsókn lögreglu bendi til þess að morðið hafi verið „vel skipulagt“ þar sem viðkomandi hafi rannsakað ferðaáætlun Parubiy og hvernig best væri að komast undan. Í frétt BBC segir að myndefni – sem eigi þó enn eftir að sannreyna – sýni meintan árásarmann nálgast Parubiy á götu úti og draga upp byssu þar sem hann nálgaðist hann aftan frá. Lögreglustjóri Lviv segir að átta skotum hafi verið hleypt af. Úkraína Tengdar fréttir Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Fyrrverandi þingforseti Úkraínu var myrtur á götum Lviv í morgun. Andríj Parúbí var einnig áður forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu og spilaði stóra rullu í Euromaidan mótmælunum á árum áður var skotinn til bana þegar hann var á gangi út á götu. 30. ágúst 2025 11:39 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti staðfesti þetta í gærkvöldi en hinn 54 ára þingmaður var myrtur af manni sem sem klæddur var eins og starfsmaður flutningafyrirtækis í borginni Lviv. Leit að manninum hafði staðið yfir síðan. Igor Klymenko, innanríkisráðherra Úkraínu, sagði snemma í morgun að hinn grunaði hafi verið handtekinn í Khmelnytskí-héraði í vesturhluta landsins. Parubiy vakti mikla athygli í úkraínsku byltingunni í kjölfar Evromajdan-fjöldamótmælanna árið 2014 þar sem barist var fyrir nánari tengslum Úkraínu og Evrópusambandsins. Mótmælin leiddu að lokum til endaloka stjórnartíðar Viktors Janúkóvitsj sem var náinn bandamaður Rússlandsstjórnar. Andriy Parubiy var forseti úkraínska þingsins á árunum 2016 til ágúst 2019. AP Parubiy var forseti úkraínska þingsins á árunum 2016 til ágúst 2019. Klymenko segir að rannsókn lögreglu bendi til þess að morðið hafi verið „vel skipulagt“ þar sem viðkomandi hafi rannsakað ferðaáætlun Parubiy og hvernig best væri að komast undan. Í frétt BBC segir að myndefni – sem eigi þó enn eftir að sannreyna – sýni meintan árásarmann nálgast Parubiy á götu úti og draga upp byssu þar sem hann nálgaðist hann aftan frá. Lögreglustjóri Lviv segir að átta skotum hafi verið hleypt af.
Úkraína Tengdar fréttir Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Fyrrverandi þingforseti Úkraínu var myrtur á götum Lviv í morgun. Andríj Parúbí var einnig áður forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu og spilaði stóra rullu í Euromaidan mótmælunum á árum áður var skotinn til bana þegar hann var á gangi út á götu. 30. ágúst 2025 11:39 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Fyrrverandi þingforseti Úkraínu var myrtur á götum Lviv í morgun. Andríj Parúbí var einnig áður forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu og spilaði stóra rullu í Euromaidan mótmælunum á árum áður var skotinn til bana þegar hann var á gangi út á götu. 30. ágúst 2025 11:39