Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2025 08:57 Ævisaga Alexei Navalní er á lista rússneskra stjórnvalda um öfgaefni sem er bannað að leita að á netinu. Bókin kom út að Navalní látnum en hann lést í gúlagi Vladímírs Pútín forseta. Vísir/EPA Rússar sem leita að ævisögu Alexei Navalní heitins, úkraínskum fréttasíðum eða ákveðnum lagatextum geta átt von á fésekt eftir að ný lög um „öfgakennt efni“ tóku gildi. Ævisaga Navalní er þar felld í sama flokk og áróðursrit Adolfs Hitler. Lögin sem tóku gildi í dag gera það að saknæmu athæfi að leita að efni á skilgreindum lista stjórnvalda um öfgafullt efni. Fyrir utan ævisögu Navalní og „Baráttuna mína“ eftir Hitler eru á listanum meðal annars tímarit votta Jehóva, úkraínska fréttasíðan tsenzor.net og efni þar sem andstöðu við Vladímír Pútín forseta er lýst. Noti fólk svokallaða VPN-þjónustu til að fela slóð sína á netinu líta stjórnvöld á það sem alvarlegra brot, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins um lögin. Ýmislegt er þó sagt óljóst í lögunum, meðal annars hvernig yfirvöld ætla að finna lögbrjóta og hvort að sektað verði fyrir það eitt að leita að bönnuðu efni á netinu eða hvort fólk þurfi að hafa reynt að komast inn á það. Fyrir takmörkuðu stjórnvöld verulega aðgang rússnesks almennings að netinu. Þannig komast þeir hvorki á samfélagmiðlana Facebook, Instagram né Whatsapp eftir að stjórnvöld skilgreindu bandaríska tæknirisann Meta sem „öfgasamtök“ árið 2022. Almennir Rússar þurfa einnig að hugsa sig tvisvar um áður en þeir deila sjálfir efni sem stjórnvöldum gæti mislíkað, það er að segja ef þeim er annt um líf sitt og frelsi. Eins og tekið úr „1984“ Boris Nadezhdin, sem reyndi að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningum í fyrra án árangurs, segir að nýju lögin séu „eitthvað sem var tekið úr „1984“. Vísar hann þar til sígildrar og dystópískrar skáldsögu Georges Orwell um alræðisríki þar sem valdhafa stjórna öllu og öllum með járnhnefa. Mannréttindasamtökin Amnesty International og Mannréttindavaktin segja lögin þrengja enn að möguleikum rússnesks almennings að nálgast upplýsingar sem séu óháðar stjórnvöldum. Þá feli þau í sér eftirlit með borgurunum á netinu undir yfirskini þjóðaröryggis. Rússland Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Lögin sem tóku gildi í dag gera það að saknæmu athæfi að leita að efni á skilgreindum lista stjórnvalda um öfgafullt efni. Fyrir utan ævisögu Navalní og „Baráttuna mína“ eftir Hitler eru á listanum meðal annars tímarit votta Jehóva, úkraínska fréttasíðan tsenzor.net og efni þar sem andstöðu við Vladímír Pútín forseta er lýst. Noti fólk svokallaða VPN-þjónustu til að fela slóð sína á netinu líta stjórnvöld á það sem alvarlegra brot, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins um lögin. Ýmislegt er þó sagt óljóst í lögunum, meðal annars hvernig yfirvöld ætla að finna lögbrjóta og hvort að sektað verði fyrir það eitt að leita að bönnuðu efni á netinu eða hvort fólk þurfi að hafa reynt að komast inn á það. Fyrir takmörkuðu stjórnvöld verulega aðgang rússnesks almennings að netinu. Þannig komast þeir hvorki á samfélagmiðlana Facebook, Instagram né Whatsapp eftir að stjórnvöld skilgreindu bandaríska tæknirisann Meta sem „öfgasamtök“ árið 2022. Almennir Rússar þurfa einnig að hugsa sig tvisvar um áður en þeir deila sjálfir efni sem stjórnvöldum gæti mislíkað, það er að segja ef þeim er annt um líf sitt og frelsi. Eins og tekið úr „1984“ Boris Nadezhdin, sem reyndi að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningum í fyrra án árangurs, segir að nýju lögin séu „eitthvað sem var tekið úr „1984“. Vísar hann þar til sígildrar og dystópískrar skáldsögu Georges Orwell um alræðisríki þar sem valdhafa stjórna öllu og öllum með járnhnefa. Mannréttindasamtökin Amnesty International og Mannréttindavaktin segja lögin þrengja enn að möguleikum rússnesks almennings að nálgast upplýsingar sem séu óháðar stjórnvöldum. Þá feli þau í sér eftirlit með borgurunum á netinu undir yfirskini þjóðaröryggis.
Rússland Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira