Lífið

Dúndurgóður hverdsdagsréttur

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og gersemar útbjó ljúffengan hversdagsrétt.
Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og gersemar útbjó ljúffengan hversdagsrétt. Gotterí og gersemar

Ný vika kallar á ferskar hugmyndir að hversdagslegum réttum fyrir alla fjölskylduna. Hér er á ferðinni orzo-kjúklingaréttur með aspas, parmesan og sítrónu, úr smiðju matgæðingsins Berglindar Hreiðarsdóttur hjá Gotterí og Gersemar. Hún segir réttinn vera bæði ljúffengan og skemmtilega tilbreytingu frá hefðbundnum hrísgrjónum eða öðru pasta.

Orzo kjúklingaréttur - fyrir 4-6 manns

Hréfni:

  • 700 g kjúklingalundir
  • 1 laukur
  • 4 hvítlauksrif
  • 10 ferskir aspasstönglar
  • 200 g orzo pasta
  • 500 ml kjúklingasoð
  • 2 tsk hunangs-dijon sinnep
  • 200 ml rjómi
  • 100 g Parmareggio parmesanostur (eða annar góðgenginn parmesan)
  • 1 lúka spínat
  • 2 sítrónur
  • Salt, pipar og hvítlauksduft
  • Ólífuolía til steikingar

Aðferð:

  1. Steikið kjúklingalundirnar upp úr ólífuolíu, kryddið eftir smekk og leggið til hliðar.
  2. Bætið ólífuolíu á pönnuna og steikið saxaðan lauk, niðurskorinn aspas og rifin hvítlauksrif þar til það mýkist.
  3. Setjið orzo-pasta á pönnuna og steikið stutta stund. Bætið síðan kjúklingasoði og sinnepi saman við og látið malla í nokkrar mínútur þar til pastað fer að mýkjast.
  4. Hrærið rjóma, rifnum parmesanosti og spínati saman við þar til blandan verður kekkjalaus.
  5. Rífið börkinn af annarri sítrónunni og blandið saman við ásamt safanum úr henni. Skerið hina sítrónuna niður í sneiðar og bætið á pönnuna.
  6. Setjið kjúklinginn aftur út á pönnuna, hitið aðeins saman og kryddið frekar ef þarf.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.