Innlent

Leit vegna neyðarsendis frestað

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var við æfingu þegar tilkynningin barst og var flogið að svæðinu. 
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var við æfingu þegar tilkynningin barst og var flogið að svæðinu.  Vísir/Vilhelm

Leit björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar að neyðarsendi var frestað síðdegis eftir að hafa ekki borið árangur. Gæslunni barst tilkynning í hádeginu um að heyrst hefði í neyðarsendi og ræsti út þyrlu og björgunarsveitir til leitar.

Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 

„Það var ákveðið að fresta leit, að minnsta kosti um einhvern tíma, þar sem ekki tókst að staðsetja hann þrátt fyrir töluverðan viðbúnað,“ segir Ásgeir. 

Fyrr í dag sagði hann að flugvélar eða báts sé saknað en Landhelgisgæslan hafi þó kallað út sjóbjörgunarsveitir á vegum Landsbjargar sem eru nú við leit við Akranes. Líklega hafi verið um neyðarsendi í eldri bát að ræða.

„Það var gerð tilraun til að miða sendinn út og sömuleiðis voru flugvélar sem áttu leið hjá beðnar um að hlusta eftir hljóðinu. Það kom ekkert úr því,“ segir Ásgeir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×