Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. september 2025 23:17 Helgi vill að bætt verði úr stöðu mála í Mjóddinni. Vísir Ástandið í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti er með öllu óásættanlegt að mati Helga Áss Grétarssonar varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir stöðuna niðurlægjandi fyrir hverfið. Ekki hefur verið samið um rekstur stöðvarinnar tveimur árum eftir að hann var auglýstur af borginni. Sumarið 2023 bauð Reykjavíkurborg út rekstur þjónustustöðvar Strætó í Mjódd í Breiðholti. Nýr rekstraraðili á að annast daglegan rekstur hússins, meðal annars á salernum og öryggisvörslu. Tveimur árum síðar hefur enginn rekstraraðili fundist og segir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ástandið í skiptistöðinni ólíðandi. „Þú sérð bara gólfefnið og áruna í kringum þetta. Þegar þú ferð á aðaljárnbrautastöðvar eða járnbrautarstöðvar úti í heimi þá er mikilvægt að tilfinningin sé góð. Þú færð ekki nógu gott vibe hérna, sérð líka gangstéttina, þetta er illa farið, þetta er grunnþjónusta og þetta á bara að vera í miklu betra lagi. Það er kjarni málsins.“ Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf inni í stöðinni illa farin og blaut. Þá sé stöðin ekki opin notendum Strætó allan þann tíma sem strætó gangi, engin öryggisgæsla til staðar auk þess sem klósett sé í slæmu ásigkomulagi. Eigi að vera krúnudjásn „Það voru hérna einhvern tímann fullt af sprautunálum og drasli þegar það var kynning haustið 2022. Þið sjáið bara gólfefnið, hvernig upplifun er að mæta á svona salerni? Það er ekki fagurt, efnið hér á veggjunum, þetta er ekki traustvekjandi. Þegar þú ferð á Keflavíkurflugvöll, eða á járnbrautastaði er allt í lagi og allt þvegið.“ Helgi segir málið ekki eiga að snúast um pólitík. „Þetta er stærsta skiptistöð landsins. Hún á að vera ákveðið krúnudjásn fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ástand sem er hér, hvernig sem á það er litið, það er ófullnægjandi. Þetta þarf einfaldlega að laga og það gerirðu ekki bara með því að stofna einhverja hópa innan embættismannakerfisins, það þurfa að koma skýrar aðgerðir og mikið fjármagn til þess að koma þessu í lag.“ Strætó Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Sumarið 2023 bauð Reykjavíkurborg út rekstur þjónustustöðvar Strætó í Mjódd í Breiðholti. Nýr rekstraraðili á að annast daglegan rekstur hússins, meðal annars á salernum og öryggisvörslu. Tveimur árum síðar hefur enginn rekstraraðili fundist og segir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ástandið í skiptistöðinni ólíðandi. „Þú sérð bara gólfefnið og áruna í kringum þetta. Þegar þú ferð á aðaljárnbrautastöðvar eða járnbrautarstöðvar úti í heimi þá er mikilvægt að tilfinningin sé góð. Þú færð ekki nógu gott vibe hérna, sérð líka gangstéttina, þetta er illa farið, þetta er grunnþjónusta og þetta á bara að vera í miklu betra lagi. Það er kjarni málsins.“ Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf inni í stöðinni illa farin og blaut. Þá sé stöðin ekki opin notendum Strætó allan þann tíma sem strætó gangi, engin öryggisgæsla til staðar auk þess sem klósett sé í slæmu ásigkomulagi. Eigi að vera krúnudjásn „Það voru hérna einhvern tímann fullt af sprautunálum og drasli þegar það var kynning haustið 2022. Þið sjáið bara gólfefnið, hvernig upplifun er að mæta á svona salerni? Það er ekki fagurt, efnið hér á veggjunum, þetta er ekki traustvekjandi. Þegar þú ferð á Keflavíkurflugvöll, eða á járnbrautastaði er allt í lagi og allt þvegið.“ Helgi segir málið ekki eiga að snúast um pólitík. „Þetta er stærsta skiptistöð landsins. Hún á að vera ákveðið krúnudjásn fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ástand sem er hér, hvernig sem á það er litið, það er ófullnægjandi. Þetta þarf einfaldlega að laga og það gerirðu ekki bara með því að stofna einhverja hópa innan embættismannakerfisins, það þurfa að koma skýrar aðgerðir og mikið fjármagn til þess að koma þessu í lag.“
Strætó Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira