Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. september 2025 22:14 Á síðustu dögum hafa verið mikil flóð á svæðinu, sem hrundu af stað fjölmörgum aurskriðum, sem hefur heft aðgengi til muna. EPA Mörg hundruð hafa látið lífið vegna jarðskjálfta sem reið yfir Afganistan í gær. Björgunarstörf hafa gengið hægt og erfitt hefur reynst að ná til afskekktra byggða sem urðu illa úti. Talíbanastjórnin þar í landi kallar eftir aðstoð og segir litla hjálp að fá frá alþjóðasamfélaginu. Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að staðartíma, eða rétt fyrir klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í gærkvöldi. Skjálftinn var sex að stærð en sex eftirskjálftar, á bilinu 4,3 til 5,2 fylgdu í kjölfarið. Áhrifanna hefur helst gætt í austurhluta Afganistan en einnig í hluta Pakistan, einkum í Peshavar. Minnst 812 hafa látið lífið og talið er að sú tala muni hækka til muna á næstu dögum. Tvö þúsund eru slasaðir og mörg þúsund hafa misst heimili sín. Björgun hefur gengið hægt en svæðið sem varð verst úti er í miklu fjalllendi, þar sem er strjálbýlt og vegir illfærir. Enn hefur hjálp ekki borist mörgum þorpum en helst hefur þurft að flytja viðbragðsaðila og búnað með þyrlum. Þá hafa samskiptaleiðir rofnað vegna jarðskjálftanna. Sharafat Zaman talsmaður heilbrigðisráðuneytisins í Kabúl gerði ákall eftir aðstoð úr hendi alþjóðasamfélagsins vegna hamfaranna í samtali við Reuters. „Við þurfum aðstoð vegna þess að fjöldi fólks hefur tapað lífi sínu og húsunum sínum,“ sagði hann við miðilinn. Jarðskjálftinn er sá þriðji af þessari stærðargráðu síðan Talíbanar tóku völd í landinu fyrir fjórum árum. Frá valdatökunni hafa erlend ríki skorið verulega niður fjárframlög til hjálparstarfs í landinu, bæði vegna átaka annars staðar í heiminum og af þrýstingi vegna sífellt versnandi stöðu kvenna í landinu. Talíbanar hafa til að mynda bannað konum og stúlkum að stunda nám og starfa á vissum vettvöngum og stjórnarmenn Landsnefndar UN Women á Íslandi segja grundvallarmannréttindi kvenna hafa verið tekin í burtu á undanförnum árum. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar, sem miðar að því að líta fram hjá pólitískum stofnunum og veita aðstoð þegar brýn þörf er á, hafa meira að segja verið skorin niður úr 3,8 milljörðum Bandaríkjadala í 767 milljónir Bandaríkjadala frá 2022. „Enn sem komið er hafa engin erlend stjórnvöld boðið fram hjálparhönd,“ hefur Reuters eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins. Síðan þá hafa stjórnvöld í Indlandi og Kína boðið fram neyðaraðstoð upp að einhverju marki. Bandarísk stofnun sem sér um utanríkismál í Suðaustur-Asíu vottaði Afgönum samúð í færslu á X en ekki liggur fyrir hvort bandarísk stjórnvöld komi til með að bjóða fram aðstoð. Afganistan Náttúruhamfarir Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að staðartíma, eða rétt fyrir klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í gærkvöldi. Skjálftinn var sex að stærð en sex eftirskjálftar, á bilinu 4,3 til 5,2 fylgdu í kjölfarið. Áhrifanna hefur helst gætt í austurhluta Afganistan en einnig í hluta Pakistan, einkum í Peshavar. Minnst 812 hafa látið lífið og talið er að sú tala muni hækka til muna á næstu dögum. Tvö þúsund eru slasaðir og mörg þúsund hafa misst heimili sín. Björgun hefur gengið hægt en svæðið sem varð verst úti er í miklu fjalllendi, þar sem er strjálbýlt og vegir illfærir. Enn hefur hjálp ekki borist mörgum þorpum en helst hefur þurft að flytja viðbragðsaðila og búnað með þyrlum. Þá hafa samskiptaleiðir rofnað vegna jarðskjálftanna. Sharafat Zaman talsmaður heilbrigðisráðuneytisins í Kabúl gerði ákall eftir aðstoð úr hendi alþjóðasamfélagsins vegna hamfaranna í samtali við Reuters. „Við þurfum aðstoð vegna þess að fjöldi fólks hefur tapað lífi sínu og húsunum sínum,“ sagði hann við miðilinn. Jarðskjálftinn er sá þriðji af þessari stærðargráðu síðan Talíbanar tóku völd í landinu fyrir fjórum árum. Frá valdatökunni hafa erlend ríki skorið verulega niður fjárframlög til hjálparstarfs í landinu, bæði vegna átaka annars staðar í heiminum og af þrýstingi vegna sífellt versnandi stöðu kvenna í landinu. Talíbanar hafa til að mynda bannað konum og stúlkum að stunda nám og starfa á vissum vettvöngum og stjórnarmenn Landsnefndar UN Women á Íslandi segja grundvallarmannréttindi kvenna hafa verið tekin í burtu á undanförnum árum. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar, sem miðar að því að líta fram hjá pólitískum stofnunum og veita aðstoð þegar brýn þörf er á, hafa meira að segja verið skorin niður úr 3,8 milljörðum Bandaríkjadala í 767 milljónir Bandaríkjadala frá 2022. „Enn sem komið er hafa engin erlend stjórnvöld boðið fram hjálparhönd,“ hefur Reuters eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins. Síðan þá hafa stjórnvöld í Indlandi og Kína boðið fram neyðaraðstoð upp að einhverju marki. Bandarísk stofnun sem sér um utanríkismál í Suðaustur-Asíu vottaði Afgönum samúð í færslu á X en ekki liggur fyrir hvort bandarísk stjórnvöld komi til með að bjóða fram aðstoð.
Afganistan Náttúruhamfarir Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira