Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2025 08:33 Piotr Szczerek virtist skítsama um barnið sem beið eftir því að taka við derhúfunni frá Kamil Majchrzak á US Open. Samsett/Skjáskot Pólski framkvæmdastjórinn Piotr Szczerek segist hafa gert „rosaleg mistök“ þegar hann stal derhúfu sem ungur strákur átti að fá að gjöf frá tennisstjörnunni Kamil Majchrzak á US Open. Myndbandið af því þegar Szczerek grípur derhúfuna hefur farið út um allt á internetinu og honum skiljanlega verið úthúðað fyrir að láta eigin frekju og græðgi bitna á saklausu barni sem með réttu átti að fá derhúfuna. Nothing is more disgusting than a child bully.He is Piotr Szczerek, the owner of the Polish Drogbruk company, stealing the cap of Kamil Majchrzak during the US open. Disgusting people. pic.twitter.com/jG3KIRh3dU— Roberto A. Arrucha (@Arrucha) August 30, 2025 Vonbrigði stráksins leyndu sér ekki en Szczerek virtist á myndbandinu algjörlega sama um hann og passaði að derhúfan færi í poka sem kona hans var með. Szczerek hefur nú sent frá sér yfirlýsingu og segist þar hafa verið „sannfærður“ um að Majchrzak hefði verið að „rétta derhúfuna sína í mína átt“. „Ég veit að það sem ég gerði leit út eins og að ég hefði meðvitað tekið safngrip frá barni. Það var ekki ætlun mín en það breytir því ekki að ég særði strákinn og olli áhorfendum vonbrigðum,“ skrifaði Szczerek. The prize for the World's biggest Douchebag in 2025 goes to Polish businessman Piotr Szczerej for snatching a cap that was being given by a tennis player to a boy at the US Open. He says he is very rich yet fights over a baseball cap. Douchebag and arsehole all in one! pic.twitter.com/upD6DSk5oS— Tony Tee🇦🇷🇦🇺 (@TonyTeeXXXX) August 31, 2025 Þessi fimmtugi framkvæmdastjóri vegavinnufyrirtækis hélt áfram og skrifaði: „Ég vil biðja strákinn sem varð fyrir barðinu á þessu, fjölskyldu hans og alla áhorfendur og keppandann sjálfan, auðmjúklega afsökunar.“ Þá bætti hann því við að hann væri búinn að láta strákinn fá derhúfuna og að vonandi myndi það að einhverju leyti bæta upp fyrir skaðann sem hann hefði valdið. Atvikið átti sér stað eftir sigur Majchrzak á Karen Khachanov. Tennisstjarnan sá ekki hver það var sem tók við derhúfunni frá honum en hefur nú einnig gert sitt til þess að gleðja strákinn sem varð svo vonsvikinn þegar Szczerek tók derhúfuna. BREAKING🎾🧢: Polish tennis player, Kamil Majchrzak meets the boy whose cap was stolen at the US Open, and gave him another one along with an autograph.The guy who stole the cap from the boy, Piotr Szczerek should be ashamed. pic.twitter.com/rQCIUJoqQ6— Mario (@PawlowskiMario) August 30, 2025 Majchrzak fékk nefnilega strákinn til sín í heimsókn og gaf honum þá derhúfu ásamt fleiri munum eins og hann sýndi á Instagram. Eftir sigurinn á Khachanov varð Majchrzak, sem er í 76. sæti heimslistans, að draga sig úr keppni í þriðju umferð risamótsins vegna meiðsla. Tennis Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjá meira
Myndbandið af því þegar Szczerek grípur derhúfuna hefur farið út um allt á internetinu og honum skiljanlega verið úthúðað fyrir að láta eigin frekju og græðgi bitna á saklausu barni sem með réttu átti að fá derhúfuna. Nothing is more disgusting than a child bully.He is Piotr Szczerek, the owner of the Polish Drogbruk company, stealing the cap of Kamil Majchrzak during the US open. Disgusting people. pic.twitter.com/jG3KIRh3dU— Roberto A. Arrucha (@Arrucha) August 30, 2025 Vonbrigði stráksins leyndu sér ekki en Szczerek virtist á myndbandinu algjörlega sama um hann og passaði að derhúfan færi í poka sem kona hans var með. Szczerek hefur nú sent frá sér yfirlýsingu og segist þar hafa verið „sannfærður“ um að Majchrzak hefði verið að „rétta derhúfuna sína í mína átt“. „Ég veit að það sem ég gerði leit út eins og að ég hefði meðvitað tekið safngrip frá barni. Það var ekki ætlun mín en það breytir því ekki að ég særði strákinn og olli áhorfendum vonbrigðum,“ skrifaði Szczerek. The prize for the World's biggest Douchebag in 2025 goes to Polish businessman Piotr Szczerej for snatching a cap that was being given by a tennis player to a boy at the US Open. He says he is very rich yet fights over a baseball cap. Douchebag and arsehole all in one! pic.twitter.com/upD6DSk5oS— Tony Tee🇦🇷🇦🇺 (@TonyTeeXXXX) August 31, 2025 Þessi fimmtugi framkvæmdastjóri vegavinnufyrirtækis hélt áfram og skrifaði: „Ég vil biðja strákinn sem varð fyrir barðinu á þessu, fjölskyldu hans og alla áhorfendur og keppandann sjálfan, auðmjúklega afsökunar.“ Þá bætti hann því við að hann væri búinn að láta strákinn fá derhúfuna og að vonandi myndi það að einhverju leyti bæta upp fyrir skaðann sem hann hefði valdið. Atvikið átti sér stað eftir sigur Majchrzak á Karen Khachanov. Tennisstjarnan sá ekki hver það var sem tók við derhúfunni frá honum en hefur nú einnig gert sitt til þess að gleðja strákinn sem varð svo vonsvikinn þegar Szczerek tók derhúfuna. BREAKING🎾🧢: Polish tennis player, Kamil Majchrzak meets the boy whose cap was stolen at the US Open, and gave him another one along with an autograph.The guy who stole the cap from the boy, Piotr Szczerek should be ashamed. pic.twitter.com/rQCIUJoqQ6— Mario (@PawlowskiMario) August 30, 2025 Majchrzak fékk nefnilega strákinn til sín í heimsókn og gaf honum þá derhúfu ásamt fleiri munum eins og hann sýndi á Instagram. Eftir sigurinn á Khachanov varð Majchrzak, sem er í 76. sæti heimslistans, að draga sig úr keppni í þriðju umferð risamótsins vegna meiðsla.
Tennis Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjá meira