Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar 2. september 2025 12:02 Hvernig sér tvívíddarvera kúlu? Við getum ímyndað okkur að kúlan líði í gegnum tvívíddina, svo tvívíddarveran sér fyrst punk, sem verður svo að litlum hring, og svo stærri, fer svo minnkandi og endar með punkti. Tvívíddarveran ályktar því sem svo að fyrirbærið sé stundum punktur og stundum misstór hringur. Hún er mjög nákvæm, rökföst og vísindaleg í athugunum sínum og færir fyrir því góð rök – miðað við sínar forsendur. Svona eins og Snorri Másson í Kastljósinu á dögunum. Árið 1949 sagði Simone de Beauvoir „Manneskja fæðist ekki kona, heldur verður hún kona“. Þessi fullyrðing gengur út frá því að við erum fyrst og fremst vitund – jú í líkama, en þessi líkami skilgreinir okkur ekki nema að hluta til. Þar með þarf ég ekki að fara út í líffræðilegar röksemdir um mun fjölbreyttari veruleika sem er til staðar í líffræðilegum skilgreiningum á kyni, sem mætti einnig nota ef sú væri raunin. Skilgreining mín á sjálfum mér er síbreytilegt fyrirbæri frá degi til dags, stundum út frá hlutverkum mínum, eiginleikum, sem geta verið „karllægir“ eða „kvenlægir“ eða eitthvað þar á milli og stundum út frá líkama mínum, en þetta tvennt þarf þó ekki að fara saman. Ég er dálítið hugsi yfir þráhyggju Snorra og félaga í að taka fyrir örsmáa hópa í íslensku samfélagi, sem færa má góð rök fyrir að eigi undir högg að sækja: Transfólk og múslimar. Nálgun hans við þau síðarnefndu er efni í aðra grein. Er þetta liður í pólitískri fléttu eða einlæg óttablandin skoðun? Ég er ekki viss. En í öllu falli; með Snorra höfum við eignast okkar Don Kíkóta í íslenskri pólitík – með Sigmund Davíð sem hans Sansho Pansa í baráttu við þau vindmylluvandamál sem sturtuklefar kvenna og gildi múslima eru í íslensku samfélagi. Hann upplifir sig sem krossfara gegn skoðanakúgun – jú, það má alveg samþykkja að stöku rödd hafi farið yfir strikið, en yfirleitt raddir sem hafa minna vægi en hans eigin. Það að fólk tjái andstæðar skoðanir er ekki skoðanakúgun. Og hann á vissulega nokkurn hljómgrunn hjá hópi fólki sem er hluti af óttabylgju um allan heim. Fólki sem finnst það hafa verið skilið eftir, efnahagslega og menningarlega, og fálmar eftir gildum gamalla tíma, drukknandi í framþróun sem enginn skilur almennilega. Ég kann enga patentlausn á þessu, en veit fyrir víst að lausnin á minni þjáningu er ekki sú að valda minnihlutahópum í samfélaginu aukinni þjáningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig sér tvívíddarvera kúlu? Við getum ímyndað okkur að kúlan líði í gegnum tvívíddina, svo tvívíddarveran sér fyrst punk, sem verður svo að litlum hring, og svo stærri, fer svo minnkandi og endar með punkti. Tvívíddarveran ályktar því sem svo að fyrirbærið sé stundum punktur og stundum misstór hringur. Hún er mjög nákvæm, rökföst og vísindaleg í athugunum sínum og færir fyrir því góð rök – miðað við sínar forsendur. Svona eins og Snorri Másson í Kastljósinu á dögunum. Árið 1949 sagði Simone de Beauvoir „Manneskja fæðist ekki kona, heldur verður hún kona“. Þessi fullyrðing gengur út frá því að við erum fyrst og fremst vitund – jú í líkama, en þessi líkami skilgreinir okkur ekki nema að hluta til. Þar með þarf ég ekki að fara út í líffræðilegar röksemdir um mun fjölbreyttari veruleika sem er til staðar í líffræðilegum skilgreiningum á kyni, sem mætti einnig nota ef sú væri raunin. Skilgreining mín á sjálfum mér er síbreytilegt fyrirbæri frá degi til dags, stundum út frá hlutverkum mínum, eiginleikum, sem geta verið „karllægir“ eða „kvenlægir“ eða eitthvað þar á milli og stundum út frá líkama mínum, en þetta tvennt þarf þó ekki að fara saman. Ég er dálítið hugsi yfir þráhyggju Snorra og félaga í að taka fyrir örsmáa hópa í íslensku samfélagi, sem færa má góð rök fyrir að eigi undir högg að sækja: Transfólk og múslimar. Nálgun hans við þau síðarnefndu er efni í aðra grein. Er þetta liður í pólitískri fléttu eða einlæg óttablandin skoðun? Ég er ekki viss. En í öllu falli; með Snorra höfum við eignast okkar Don Kíkóta í íslenskri pólitík – með Sigmund Davíð sem hans Sansho Pansa í baráttu við þau vindmylluvandamál sem sturtuklefar kvenna og gildi múslima eru í íslensku samfélagi. Hann upplifir sig sem krossfara gegn skoðanakúgun – jú, það má alveg samþykkja að stöku rödd hafi farið yfir strikið, en yfirleitt raddir sem hafa minna vægi en hans eigin. Það að fólk tjái andstæðar skoðanir er ekki skoðanakúgun. Og hann á vissulega nokkurn hljómgrunn hjá hópi fólki sem er hluti af óttabylgju um allan heim. Fólki sem finnst það hafa verið skilið eftir, efnahagslega og menningarlega, og fálmar eftir gildum gamalla tíma, drukknandi í framþróun sem enginn skilur almennilega. Ég kann enga patentlausn á þessu, en veit fyrir víst að lausnin á minni þjáningu er ekki sú að valda minnihlutahópum í samfélaginu aukinni þjáningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun