„Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. september 2025 12:02 Aðalsteinn Baldursson er formaður stéttafélagsins Framsýnar á Húsavík. Vísir/Vilhelm/Arnar Aðeins átján starfsmenn eru nú starfandi hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Formaður Verkalýsðsfélagsins Framsýnar vonast til að stjórnvöld fari að vakna og hjálpa samfélaginu á Húsavík. PCC BakkiSilicon sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um uppsagnir. Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í maí og nú starfa aðeins átján manns hjá fyrirtækinu. Aðalsteinn Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík segir stöðuna mjög slæma. „Þetta er góður vinnustaður, meðallaun þarna eru yfir milljón og síðan má ekki gleyma því að það er töluvert af verktökum sem eru undirverktakar á iðnaðarlóðinni. Þeir hafa verið í sambandi við okkur líka og hafa verið að velta fyrir sér hvernig þeir geta mætt þessum lokunum, það eru tugir starfa í hættu,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Fréttastofu Sýnar í morgun. Uppsagnirnar hafi eins og áður segir víðtækari áhrif en á þá starfsmenn sem sagt var upp. Hann nefnir strandsiglingar Eimskips sem dæmi. „Eimskip hefur boðað að hætta strandsiglingum sem tengist þessari lokun á Bakka og fyrir samfélagið hér er þetta alveg skelfilegt áfall.“ Íslensk álver noti kísilmálm innfluttan frá Kína Aðalsteinn vill sjá viðbrögð frá stjórnvöldum og þingmönnum Norðausturkjördæmis. „Áhugaleysi stjórnvalda er að bögga mig. Það er nefnd sem forsætisráðherra og ríkisstjórn skipaði til að fylgja þessu eftir og ég ætla ekki að gera lítið úr því. En mér finnst krafturinn í okkar þingmönnum, mér finnst að hann mætti vera miklu meiri. Ég hef óskað eftir því við Norðurþing og sveitarstjóra að þingmenn verði boðaðir á fund til að ræða þessa alvarlegu stöðu,“ segir Aðalsteinn og bætir við að iðnaðurinn á Bakka sé mjög gjaldeyrisskapandi. Í yfirlýsingunni PCC frá því í gær segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin í kjölfar frumniðurstöðu Evrópusambandsins um að ekki verði settir verndartollar á kísilmálm sem fluttur er inn frá Kína. „Síðan er það mjög sérstakt, við erum jú með fríverslunarsamning við Kína og menn geta flutt inn kísilmálm eins og þeir vilja og tvö af þremur álverum á Íslandi nota ekki málm frá Húsavík. Það er bara Rio Tinto í Hafnarfirði sem hefur gert það og það skekkir líka stöðuna. Annar ofninn gæti bara sinnt Íslandi en gerir það ekki í dag og hefur ekki gert.“ „Það verður að grípa til aðgerða“ Þá segir Aðalsteinn jafnframt að á sama tíma og hér sé verið að notast við grænan iðnað og raforku þá sé verið að flytja inn málm frá Kína þar sem kjör verkafólks séu ekki góð og iðnaður þar notist við kol. „Það er voðalega undarlegt og skrýtið að íslensk stjórnvöld skuli hreinlega heimila það að láta þetta viðgangast að verið sé að flytja inn málm sem unninn er við þessar aðstæður. Það er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að taka upp og ræða.“ Hann segist jákvæður að eðlisfari og það megi einfaldlega ekki gerast að starfsemin leggist af. „Það verður að grípa til aðgerða og það er hægt að gera ýmislegt til að laga stöðuna og ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur og PCC að komast í gengum þetta og eki bara PCC samfélaginu hér, öllum þeim fjölskyldum sem hafa fjárfest hér.“ Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
PCC BakkiSilicon sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um uppsagnir. Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í maí og nú starfa aðeins átján manns hjá fyrirtækinu. Aðalsteinn Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík segir stöðuna mjög slæma. „Þetta er góður vinnustaður, meðallaun þarna eru yfir milljón og síðan má ekki gleyma því að það er töluvert af verktökum sem eru undirverktakar á iðnaðarlóðinni. Þeir hafa verið í sambandi við okkur líka og hafa verið að velta fyrir sér hvernig þeir geta mætt þessum lokunum, það eru tugir starfa í hættu,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Fréttastofu Sýnar í morgun. Uppsagnirnar hafi eins og áður segir víðtækari áhrif en á þá starfsmenn sem sagt var upp. Hann nefnir strandsiglingar Eimskips sem dæmi. „Eimskip hefur boðað að hætta strandsiglingum sem tengist þessari lokun á Bakka og fyrir samfélagið hér er þetta alveg skelfilegt áfall.“ Íslensk álver noti kísilmálm innfluttan frá Kína Aðalsteinn vill sjá viðbrögð frá stjórnvöldum og þingmönnum Norðausturkjördæmis. „Áhugaleysi stjórnvalda er að bögga mig. Það er nefnd sem forsætisráðherra og ríkisstjórn skipaði til að fylgja þessu eftir og ég ætla ekki að gera lítið úr því. En mér finnst krafturinn í okkar þingmönnum, mér finnst að hann mætti vera miklu meiri. Ég hef óskað eftir því við Norðurþing og sveitarstjóra að þingmenn verði boðaðir á fund til að ræða þessa alvarlegu stöðu,“ segir Aðalsteinn og bætir við að iðnaðurinn á Bakka sé mjög gjaldeyrisskapandi. Í yfirlýsingunni PCC frá því í gær segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin í kjölfar frumniðurstöðu Evrópusambandsins um að ekki verði settir verndartollar á kísilmálm sem fluttur er inn frá Kína. „Síðan er það mjög sérstakt, við erum jú með fríverslunarsamning við Kína og menn geta flutt inn kísilmálm eins og þeir vilja og tvö af þremur álverum á Íslandi nota ekki málm frá Húsavík. Það er bara Rio Tinto í Hafnarfirði sem hefur gert það og það skekkir líka stöðuna. Annar ofninn gæti bara sinnt Íslandi en gerir það ekki í dag og hefur ekki gert.“ „Það verður að grípa til aðgerða“ Þá segir Aðalsteinn jafnframt að á sama tíma og hér sé verið að notast við grænan iðnað og raforku þá sé verið að flytja inn málm frá Kína þar sem kjör verkafólks séu ekki góð og iðnaður þar notist við kol. „Það er voðalega undarlegt og skrýtið að íslensk stjórnvöld skuli hreinlega heimila það að láta þetta viðgangast að verið sé að flytja inn málm sem unninn er við þessar aðstæður. Það er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að taka upp og ræða.“ Hann segist jákvæður að eðlisfari og það megi einfaldlega ekki gerast að starfsemin leggist af. „Það verður að grípa til aðgerða og það er hægt að gera ýmislegt til að laga stöðuna og ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur og PCC að komast í gengum þetta og eki bara PCC samfélaginu hér, öllum þeim fjölskyldum sem hafa fjárfest hér.“
Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira