Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 15:16 Hermenn í Los Angeles fyrr í sumar. AP/Eric Thayer Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseta, hafi brotið lög þegar hann notaði landgönguliða og meðlimi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til almennrar löggæslu í Los Angeles fyrr í sumar. Rúmir tveir mánuðir eru síðan Trump sendi hermennina með því markmiði að kveða niður mótmæli vegna umdeildra aðgerða útsendara landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Í heildina sendi nærri því fimm þúsund landgönguliða og þjóðvarðliða til Los Angeles. Mótmælin, sem þóttu ekki umfangsmikil fyrir, hættu þó tiltölulega fljótt og voru hermennirnir þá sendir með starfsmönnum alríkisstofnanna í löggæsluverkefni. Enn eru um þrjú hundruð menn úr þjóðvarðliðinu í borginni, samkvæmt frétt New York Times. Í úrskurði sínum, sem áhugasamir geta fundið hér, segir Charles R. Breyer, dómari í San Francisco, að Trump þurfi ekki að fjarlægja hermennina og að þeir geti haldið áfram að verja fasteignir og eigur alríkisins í Los Angeles, þar sem það sé í samræmi við lög. Þeir megi þó ekki taka þátt í almennri löggæslu. Úrskurðurinn snýr eingöngu að Kaliforníu og meinar Trump ekki að senda hermenn til annarra borga sem stjórnað er af Demókrötum, eins og hann hefur ítrekað hótað að undanförnu. Búist er við því að dómsmálaráðuneytið muni áfrýja úrskurðinum til æðra dómstigs. Þar sitja þrír dómara en Trump skipaði tvo þeirra. Trump hefur tapað nokkrum umfangsmiklum málum á alríkissviðinu að undanförnu og snúa mörg málanna að því að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Trump hefur ítrekað lýst yfir neyðarástandi í tilteknum málaflokkum og í kjölfarið gripið til umfangsmikilla aðgerða á þeim grunni. Meðal annars má nefna brottvísanir ríkisstjórnarinnar án dóms og laga, tolla Trumps og niðurfellingu á reglugerðum sem varða umhverfisvernd. Sjá einnig: Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Trump hefur reglulega notað hermenn á bandarískri grundu, til starfa sem þeir eru ekki þjálfaðir fyrir og oft hefur ríkt töluverð lagaleg óvissa um það hvort honum hafi yfir höfuð verið það heimilt. Í úrskurði sínum skrifaði Breyer að starfsmenn ríkisstjórnar Trumps hafi verið meðvitaðir um að þeir væru að brjóta lögin og hafi neitað að starfa með embættismönnum í Kaliforníu og Los Angeles. Það og fleira sýni að þeir hafi vitað að þetta væri ólöglegt. Þá vísaði hann einnig til þess að Trump hefði ítrekað talið um að gera það sama í öðrum borgum. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er unnið að stofnun sérstakrar hersveitar innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem beita á gegn almenningi í landinu. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira
Í heildina sendi nærri því fimm þúsund landgönguliða og þjóðvarðliða til Los Angeles. Mótmælin, sem þóttu ekki umfangsmikil fyrir, hættu þó tiltölulega fljótt og voru hermennirnir þá sendir með starfsmönnum alríkisstofnanna í löggæsluverkefni. Enn eru um þrjú hundruð menn úr þjóðvarðliðinu í borginni, samkvæmt frétt New York Times. Í úrskurði sínum, sem áhugasamir geta fundið hér, segir Charles R. Breyer, dómari í San Francisco, að Trump þurfi ekki að fjarlægja hermennina og að þeir geti haldið áfram að verja fasteignir og eigur alríkisins í Los Angeles, þar sem það sé í samræmi við lög. Þeir megi þó ekki taka þátt í almennri löggæslu. Úrskurðurinn snýr eingöngu að Kaliforníu og meinar Trump ekki að senda hermenn til annarra borga sem stjórnað er af Demókrötum, eins og hann hefur ítrekað hótað að undanförnu. Búist er við því að dómsmálaráðuneytið muni áfrýja úrskurðinum til æðra dómstigs. Þar sitja þrír dómara en Trump skipaði tvo þeirra. Trump hefur tapað nokkrum umfangsmiklum málum á alríkissviðinu að undanförnu og snúa mörg málanna að því að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Trump hefur ítrekað lýst yfir neyðarástandi í tilteknum málaflokkum og í kjölfarið gripið til umfangsmikilla aðgerða á þeim grunni. Meðal annars má nefna brottvísanir ríkisstjórnarinnar án dóms og laga, tolla Trumps og niðurfellingu á reglugerðum sem varða umhverfisvernd. Sjá einnig: Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Trump hefur reglulega notað hermenn á bandarískri grundu, til starfa sem þeir eru ekki þjálfaðir fyrir og oft hefur ríkt töluverð lagaleg óvissa um það hvort honum hafi yfir höfuð verið það heimilt. Í úrskurði sínum skrifaði Breyer að starfsmenn ríkisstjórnar Trumps hafi verið meðvitaðir um að þeir væru að brjóta lögin og hafi neitað að starfa með embættismönnum í Kaliforníu og Los Angeles. Það og fleira sýni að þeir hafi vitað að þetta væri ólöglegt. Þá vísaði hann einnig til þess að Trump hefði ítrekað talið um að gera það sama í öðrum borgum. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er unnið að stofnun sérstakrar hersveitar innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem beita á gegn almenningi í landinu. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira