Íslenski boltinn

Hetja Blika: „Einn leikur í einu“

Runólfur Trausti Þórhallsson og Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifa
Birta Georgsdóttir skoraði bæði mörk Blika í kvöld. Hún hefur nú skorað 12 mörk á leiktíðinni.
Birta Georgsdóttir skoraði bæði mörk Blika í kvöld. Hún hefur nú skorað 12 mörk á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét

Þrátt fyrir að hafa tryggt toppliði Breiðabliks hádramatískan sigur á FH, liðinu í 2. sæti Bestu deildar kvenna, var Birta Georgsdóttir með báða fæturna á jörðinni þegar hún ræddi við Sýn Sport eftir leik.

Íslandsmeistarar Breiðabliks lentu undir snemma leiks og þrátt fyrir að vaða í færum þá gekk ekkert að koma boltanum í netið. Birta hafði sjálf brennt af virkilega góðum færum þegar hún jafnaði metin undir lok venjulegs leiktíma. Hún lét ekki staðarnumið og kláraði leikinn stuttu síðar.

„Ógeðslega sætt. Geggjað að fá að koma inn í þennan leik, hörkuleikur. Gera okkur erfitt fyrir. Vorum búnar að fá milljón færi sem við áttum að vera búnar að nýta en það fór sem fór og gott að geta klárað þetta í lokin,“ sagði Birta sem hóf leikinn á varamannabekknum.

„Gríðarlega mikilvægur (sigur) en það er bara einn leikur í einu. Sjö leikir eftir samtals. Nú horfum við ekki til baka. Við erum búnar að spila vel í sumar og sé það ekki vera breytast núna. Eins og ég segi, sjö leikir eftir og einn leikur í einu,“ sagði hetja kvöldsins ákveðin.

Breiðablik er nú með 43 stig á toppi Bestu deildar kvenna. FH kemur þar á eftir með 35 stig og Þróttur Reykjavík er svo með 29 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×