60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar 5. september 2025 10:14 Alls 60.000 fermetrar af húsnæði í eigu ríkisins stendur tómt. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi. Húsnæðið er um land allt og tilheyrir svo til öllum málaflokkum. Margt bendir til þess að ríkið vanmeti virði þessara eigna stórlega en í svarinu segir að þær séu metnar alls á 10,7 milljarða sem er um 178 þúsund krónur á hvern fermetra. Ef miðað yrði við 450 þúsund krónur væri verðgildið tæpir þrjátíumilljarðar. Raki og mygla skýra fjórðung Í um fjórðungi húsnæðisins hefur fundist raki eða mygla en í allt að 75% húsnæðisins er því ekki til að dreifa. Um helmingur allra ráðuneyta hefur til að mynda þurft að flytja, skv. svarinu, ýmist endanlega eða tímabundið vegna slíkra vandamála. Sérstaklega var spurt að því hvort heildstæð úttekt hafi farið fram á húsnæði ríkis varðandi raka og myglu, líkt og Reykjavíkurborg hefur gert varðandi allt skóla- og frístundahúsnæði. Svo er ekki. Að halda húsum „heitum“ Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er þó skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, t.d. með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum. Jafnvel má innrétta íbúðir í stað atvinnuhúsnæðis einsog mörg góð dæmi eru um og einkaaðilar stefna á í vaxandi mæli. Reykjavíkurborg hefur jafnframt gert spennandi hluti sem part af þeirri stefnu að láta húsnæði helst aldrei standa autt, því vitað er að autt húsnæði skemmist oft meira eða frekar. Góður leigjandi sem loftar út og verður var við leka og heldur hita á húsum getur verið ómetanlegur til að varðveita verðmæti, jafnvel þótt leigan sé ekki há. Hafnar.haus Frábært dæmi um verkefni af þessu tagi er í Hafnarhúsi við Tryggvagötu. Þar auglýsti borgin þúsundir fermetra sem verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni laus til leigu fyrir aðila sem hefði áhuga á að framleigja rýmin til skapandi fólks og frumkvöðla, til nokkurra næstu ára. Þrír öflugir hópar sóttu um. Fyrir valinu varð verkefnið Hafnar.haus undir forystu Haraldar Þorleifssonar hönnuðar og frumkvöðuls. Verkefnið hefur sannað sig rækilega. Í Hafnarhaus hafa nú um 300 einstaklingar aðstöðu fyrir listsköpun og fjölbreytt verkefni sem gerir húsið að lifandi suðupotti og einum stærsta og eftirsóttasta vinnustað landsins, jafnvel þótt hver og einn sé sjálfstæður og á sínum vegum. Biðlistinn var um 500 manns síðast þegar ég vissi. Hlemmur.haus Í vikunni var svo tilkynnt um að einkaaðili sem festi kaup á gömlu húsnæði ríkisins þar sem Tryggingastofnun var til húsa við Hlemm hefði ákveðið að fara í samstarf við sama hóp undir merkjum Hlemmur.haus og fylla það af skapandi krafti og lífi. Þetta er þvílík lyftistöng fyrir Hlemm-svæðið sem er að ganga í endurnýjun lífdaga og frábærar fréttir fyrir skapandi greinar í Reykjavík. Allt að 250 manns ættu að geta fengið aðstöðu þar. Hvað getur ríkið gert við tómt húsnæði? Í dag eru meira en sex ár síðan Tryggingastofnun flutti frá Hlemmi. Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin. Þetta vekur óneitanlega spurningar um það hvort ekki hefði verið skynsamlegra að fara sömu leið og Reykjavíkurborg með Hafnarhús, miklu fyrr, þótt niðurstaðan hefði á endanum verið hin sama: að selja. Í svari fjármálaráðherra kemur fram að þrjár stærstu eignirnar sem standi tómar eigi þróa áfram eða selja. Þetta eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5-7 og Grensásvegur 9. Í einhverjum eða öllum þessum tilvikum gæti verið tækifæri til að auglýsa húsnæðið til tímabundinnar leigu, óháð því hver niðurstaðan yrði til framtíðar. Sömu sögu er án efa að segja af ýmsum eignum sem standa tómar víða um land. Dauðafæri víða um land? Hvernig væri að gera tilraunir og kanna áhugan á leigu á áhugaverðum rýmum gegn hóflegu gjaldi víðar um land? Það er sköpunarkraftur í hverju bæjarfélagi, sem stundum er litið fram hjá. Og sorglegt ef skapandi fólk þarf að flytja til Reykjavíkur til að elta skapandi drauma. Það kostar lítið að prófa en það liggur fyrir að húsnæði sem stendur lítið notað eða tómt getur farið mjög illa ef nýtir það. Hér eru sannarlega tækifæri í hagræðingu og góðri meðferð fjármuna, auk þess sem skapa má blómstrandi aðstöðu fyrir skapandi fólk og frumkvöðla. Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga. Svar fjármálaráðuneytisins: https://www.althingi.is/altext/156/s/0898.html?utm_source=althingi&utm_medium=vefur&utm_campaign=thingskjol_130 www.hafnar.haus www.hlemmur.haus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Reykjavík Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Alls 60.000 fermetrar af húsnæði í eigu ríkisins stendur tómt. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi. Húsnæðið er um land allt og tilheyrir svo til öllum málaflokkum. Margt bendir til þess að ríkið vanmeti virði þessara eigna stórlega en í svarinu segir að þær séu metnar alls á 10,7 milljarða sem er um 178 þúsund krónur á hvern fermetra. Ef miðað yrði við 450 þúsund krónur væri verðgildið tæpir þrjátíumilljarðar. Raki og mygla skýra fjórðung Í um fjórðungi húsnæðisins hefur fundist raki eða mygla en í allt að 75% húsnæðisins er því ekki til að dreifa. Um helmingur allra ráðuneyta hefur til að mynda þurft að flytja, skv. svarinu, ýmist endanlega eða tímabundið vegna slíkra vandamála. Sérstaklega var spurt að því hvort heildstæð úttekt hafi farið fram á húsnæði ríkis varðandi raka og myglu, líkt og Reykjavíkurborg hefur gert varðandi allt skóla- og frístundahúsnæði. Svo er ekki. Að halda húsum „heitum“ Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er þó skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, t.d. með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum. Jafnvel má innrétta íbúðir í stað atvinnuhúsnæðis einsog mörg góð dæmi eru um og einkaaðilar stefna á í vaxandi mæli. Reykjavíkurborg hefur jafnframt gert spennandi hluti sem part af þeirri stefnu að láta húsnæði helst aldrei standa autt, því vitað er að autt húsnæði skemmist oft meira eða frekar. Góður leigjandi sem loftar út og verður var við leka og heldur hita á húsum getur verið ómetanlegur til að varðveita verðmæti, jafnvel þótt leigan sé ekki há. Hafnar.haus Frábært dæmi um verkefni af þessu tagi er í Hafnarhúsi við Tryggvagötu. Þar auglýsti borgin þúsundir fermetra sem verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni laus til leigu fyrir aðila sem hefði áhuga á að framleigja rýmin til skapandi fólks og frumkvöðla, til nokkurra næstu ára. Þrír öflugir hópar sóttu um. Fyrir valinu varð verkefnið Hafnar.haus undir forystu Haraldar Þorleifssonar hönnuðar og frumkvöðuls. Verkefnið hefur sannað sig rækilega. Í Hafnarhaus hafa nú um 300 einstaklingar aðstöðu fyrir listsköpun og fjölbreytt verkefni sem gerir húsið að lifandi suðupotti og einum stærsta og eftirsóttasta vinnustað landsins, jafnvel þótt hver og einn sé sjálfstæður og á sínum vegum. Biðlistinn var um 500 manns síðast þegar ég vissi. Hlemmur.haus Í vikunni var svo tilkynnt um að einkaaðili sem festi kaup á gömlu húsnæði ríkisins þar sem Tryggingastofnun var til húsa við Hlemm hefði ákveðið að fara í samstarf við sama hóp undir merkjum Hlemmur.haus og fylla það af skapandi krafti og lífi. Þetta er þvílík lyftistöng fyrir Hlemm-svæðið sem er að ganga í endurnýjun lífdaga og frábærar fréttir fyrir skapandi greinar í Reykjavík. Allt að 250 manns ættu að geta fengið aðstöðu þar. Hvað getur ríkið gert við tómt húsnæði? Í dag eru meira en sex ár síðan Tryggingastofnun flutti frá Hlemmi. Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin. Þetta vekur óneitanlega spurningar um það hvort ekki hefði verið skynsamlegra að fara sömu leið og Reykjavíkurborg með Hafnarhús, miklu fyrr, þótt niðurstaðan hefði á endanum verið hin sama: að selja. Í svari fjármálaráðherra kemur fram að þrjár stærstu eignirnar sem standi tómar eigi þróa áfram eða selja. Þetta eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5-7 og Grensásvegur 9. Í einhverjum eða öllum þessum tilvikum gæti verið tækifæri til að auglýsa húsnæðið til tímabundinnar leigu, óháð því hver niðurstaðan yrði til framtíðar. Sömu sögu er án efa að segja af ýmsum eignum sem standa tómar víða um land. Dauðafæri víða um land? Hvernig væri að gera tilraunir og kanna áhugan á leigu á áhugaverðum rýmum gegn hóflegu gjaldi víðar um land? Það er sköpunarkraftur í hverju bæjarfélagi, sem stundum er litið fram hjá. Og sorglegt ef skapandi fólk þarf að flytja til Reykjavíkur til að elta skapandi drauma. Það kostar lítið að prófa en það liggur fyrir að húsnæði sem stendur lítið notað eða tómt getur farið mjög illa ef nýtir það. Hér eru sannarlega tækifæri í hagræðingu og góðri meðferð fjármuna, auk þess sem skapa má blómstrandi aðstöðu fyrir skapandi fólk og frumkvöðla. Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga. Svar fjármálaráðuneytisins: https://www.althingi.is/altext/156/s/0898.html?utm_source=althingi&utm_medium=vefur&utm_campaign=thingskjol_130 www.hafnar.haus www.hlemmur.haus
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun