7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar 8. september 2025 08:00 Um þessar mundir er „7 símtöl“ með JóaPé, Króla, og Ussel eitt vinsælasta lag landsins samkvæmt lista Rásar 2. Margir gætu haldið að þeir félagar séu að velta fyrir sér tilvistinni, með kvíðahnút í maganum og í leit að tengingu – en mér finnst mun líklegra að þeir séu einfaldlega að lýsa reynslu sinni af því að reyna að komast í gegnum heilbrigðiskerfið.Þegar Króli syngur „7 símtöl í röð, en ekkert fer í gegn“, fer hugurinn minn ósjálfrátt að seinustu sjö símtölum sem ég þurfti að eiga til að bóka tíma hjá sérfræðingi á Landspítalanum. Símtal 1 Ég hringi til að bóka tíma. „Læknirinn er í fríi. Við vitum ekki hvort hann snýr aftur eða ekki.“ „Get ég fengið tíma hjá öðrum lækni?“ „Nei. Reyndu aftur, þegar fríið er liðið.“ Símtal 2 Ég hringi aftur. „Hann er ekki að bóka tíma. Ég set þig á lista. Hann mun hringja í þig.“ Símtal 3 Dagarnir líða, enginn hringir. Ég hringi aftur. „Ég set þig á listann aftur.“ Símtal 4 Ég hringi aftur. „Hann náði ekki að klára listann. Þú ert þó enn á listanum.“ Símtal 5 Að lokum hringir læknirinn sjálfur. „Við skulum hittast eftir tvær vikur. Þær munu hafa samband.“ Þær? Engar nánari útskýringar fylgja. Símtal 6 Ég hringi aftur. „Hann sagði mér að fá tíma, en ég fékk engan.“ „Hann er yfirbókaður. Ég get sett þig á tíma sem er þegar fullur.“ Símtal 7 „Við þurfum að færa þig. Hentar þessi tími?“ Svarið er nei, en ég samþykki. Það er engin önnur leið. Tilgangur símtalshringekjunnar Tilgangurinn með þessum Kafkíska leikþætti er ekki að kvarta eða biðja um vorkunn vegna þess að ég þurfti að hringja sjö símtöl til að bóka tíma. Ég er fullfær um að hringja sjö símtöl í röð – og get meira að segja gert grín að því. En mér er hugsað til þeirra sem slíkt símtalamaraþon er raunveruleg hindrun í aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Eftir þessa símtalahrinu rann það upp fyrir mér að markmiðið var ekki að aðstoða mig við að bóka tíma, heldur að stýra aðgangi að sérfræðilækni. Sem er að hluta til eðlilegt, rökrétt og sanngjarnt – í kerfi þar sem þörfin er meiri en þjónustan, þarf að forgangsraða eftir alvarleika. En í bland við þessa faglegu síu virðist kerfið líka reiða sig á brottfall – þar sem þeir sem ekki komast í gegnum símtalahringekjuna detta einfaldlega út. Kerfi sem síar með þögninni En hvað er svo sem að smá brotfalli? Kannski er það bara náttúruval– sá sem virkilega þarf á tímanum að halda gefst ekki upp, og hinir voru þá kannski ekkert svo veikir. Eða hvað? Mér er það satt best að segja til efs að úthald og veikindi fari alltaf saman. Ég hugsa oft til þeirra sem glíma við athyglisbrest, eru í óreglu, eiga við elliglöp að stríða, eru með símafóbíu, seinfærni eða skilja illa kerfið vegna tungumálaörðugleika. Hvernig gengur þessum aðilum að fá sínum þörfum mætt? Þegar verst lætur detta kannski þeir fyrst út sem þurfa á mestri þjónustu að halda. Er notendamiðuð þjónusta bara lúxus? En hvaða máli skiptir ein tímabókun þegar heilbrigðiskerfið glímir við mun stærri vandamál? Að tala um notendamiðaða þjónustu getur hljómað eins og lúxus þegar krabbameinssjúklingar komast ekki í geislameðferð vegna skorts á tækjum og sérhæfðu starfsfólki. En vandinn við faldar aðgengishindranir – eins og brotfallssíu sem myndast við lélega þjónustu – er sá að ef um raunverulega þörf er að ræða, þá versnar vandinn bara með tímanum. Og kostnaðurinn líka. Þó að biðlistinn styttist og kerfið geti hrósað happi yfir því að verkefnin virðist færri, þá er það blekking. Kostnaðurinn birtist bara annars staðar: í flakki milli lækna, dýrari meðferðum þegar sjúkdómur hefur versnað, tæmdum veikindarétti og sjúkrasjóðum verkalýðsfélaga, endurhæfingarlífeyri, virkniúrræðum, örorkubótum – og í verstu tilfellum, dauða. Heilsuhagfræðin segir sitt En ekki treysta bara á mín orð - heilsuhagfræðingar hafa ítrekað sýnt fram á að fjárfesting í snemmtækri heilbrigðisþjónustu sparar peninga. Til dæmis er ljóst að fjárfesting í snemmtækri þjónustu dregur úr þörf fyrir dýra meðferð síðar meir. Hagfræðilíkön hafa sýnt að inngrip inn í alzheimer sjúkdóm allt að 8 árum fyrr en venjulega skilar mestum efnhagslegum ávinningi, sem minnkar um 17% fyrir hvert ár sem íhlutun seinkar. Í samantekt á 122 rannsóknum kom fram að snemmtæk íhlutin við sykursýki er oft hagkvæm, sparar kostnað með því að draga úr líkunum á dýrum fyglikvillum eins og nýrnabilun og hjartaáföllum. Hér er aðeins verið að horfa á beinan kostnað innan heilbrigðiskerfisins, en margir hafa bent á nauðsyn þess að taka tillit til óbeinna áhrifa líka. Til dæmis sýna rannsóknir að fyrir hvern dollara sem fjárfest er í snemmtækri íhlutun vegna geðrænna vandamála sparast 2 til 10 dollarar – og sá sparnaður birtist ekki aðeins í heilbrigðiskerfinu, heldur einnig í dómskerfinu og á vinnumarkaði. Eitt símtal - og bókunin fer í gegn Snemmtæk inngrip í heilbrigðisþjónustu má útfæra á ýmsa vegu, en ein leið sem oft gleymist er að gera þjónustuna notendamiðaðri. Með því að fjarlægja óréttlátar aðgengishindranir – eins og faldar brottfallsíur sem myndast við lélega þjónustu – má tryggja að þeir sem raunverulega þurfa þjónustuna komist að. Eitt símtal, og bókunin fer í gegn. Bjargráð fyrir notendur En á meðan kerfið er eins og það er, leyfi ég mér að mæla með nokkrum bjargarráðum fyrir notendur heilbrigðisþjónustunnar: Treystu ekki á að haft verði samband við þig – fylgdu alltaf öllu eftir. Þetta á við um bæði tímabókanir og niðurstöður rannsókna. Ef þú heyrir ekkert, þá er það ekki merki um að allt sé í lagi – það er bara kerfið að taka sér smá hvíld. Gakktu ekki út frá því að læknirinn hafi lesið sjúkraskrána þína. Komdu með eigin tilgátur, smá PowerPoint ef þarf, og vertu með hugmynd um hvaða þjónustu þú þarft næst. Þú ert þinnar heilsu smiður. Gerðu ekki ráð fyrir að þú sért á réttri biðstofu. Spurðu einhvern. Ef enginn kemur eftir 10 mínútur, spurðu aftur. Endurtaktu eftir þörfum þar til þú kemst að því að þú ert á biðstofu fyrir augnlækni – en þú ert með verk í mjóbaki. Gerðu ekki ráð fyrir að þú fáir upplýsingar um hvar gagnlegar notendaupplýsingar eru. Sæktu Landspítala-appið. Það er fullt af góðum upplýsingum – en enginn mun segja þér að það sé til. Það er eins og leyniklúbbur fyrir sjúklinga. Höfundur er doktor í félagssálfræði og notandi heilbrigðisþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gró Einarsdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er „7 símtöl“ með JóaPé, Króla, og Ussel eitt vinsælasta lag landsins samkvæmt lista Rásar 2. Margir gætu haldið að þeir félagar séu að velta fyrir sér tilvistinni, með kvíðahnút í maganum og í leit að tengingu – en mér finnst mun líklegra að þeir séu einfaldlega að lýsa reynslu sinni af því að reyna að komast í gegnum heilbrigðiskerfið.Þegar Króli syngur „7 símtöl í röð, en ekkert fer í gegn“, fer hugurinn minn ósjálfrátt að seinustu sjö símtölum sem ég þurfti að eiga til að bóka tíma hjá sérfræðingi á Landspítalanum. Símtal 1 Ég hringi til að bóka tíma. „Læknirinn er í fríi. Við vitum ekki hvort hann snýr aftur eða ekki.“ „Get ég fengið tíma hjá öðrum lækni?“ „Nei. Reyndu aftur, þegar fríið er liðið.“ Símtal 2 Ég hringi aftur. „Hann er ekki að bóka tíma. Ég set þig á lista. Hann mun hringja í þig.“ Símtal 3 Dagarnir líða, enginn hringir. Ég hringi aftur. „Ég set þig á listann aftur.“ Símtal 4 Ég hringi aftur. „Hann náði ekki að klára listann. Þú ert þó enn á listanum.“ Símtal 5 Að lokum hringir læknirinn sjálfur. „Við skulum hittast eftir tvær vikur. Þær munu hafa samband.“ Þær? Engar nánari útskýringar fylgja. Símtal 6 Ég hringi aftur. „Hann sagði mér að fá tíma, en ég fékk engan.“ „Hann er yfirbókaður. Ég get sett þig á tíma sem er þegar fullur.“ Símtal 7 „Við þurfum að færa þig. Hentar þessi tími?“ Svarið er nei, en ég samþykki. Það er engin önnur leið. Tilgangur símtalshringekjunnar Tilgangurinn með þessum Kafkíska leikþætti er ekki að kvarta eða biðja um vorkunn vegna þess að ég þurfti að hringja sjö símtöl til að bóka tíma. Ég er fullfær um að hringja sjö símtöl í röð – og get meira að segja gert grín að því. En mér er hugsað til þeirra sem slíkt símtalamaraþon er raunveruleg hindrun í aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Eftir þessa símtalahrinu rann það upp fyrir mér að markmiðið var ekki að aðstoða mig við að bóka tíma, heldur að stýra aðgangi að sérfræðilækni. Sem er að hluta til eðlilegt, rökrétt og sanngjarnt – í kerfi þar sem þörfin er meiri en þjónustan, þarf að forgangsraða eftir alvarleika. En í bland við þessa faglegu síu virðist kerfið líka reiða sig á brottfall – þar sem þeir sem ekki komast í gegnum símtalahringekjuna detta einfaldlega út. Kerfi sem síar með þögninni En hvað er svo sem að smá brotfalli? Kannski er það bara náttúruval– sá sem virkilega þarf á tímanum að halda gefst ekki upp, og hinir voru þá kannski ekkert svo veikir. Eða hvað? Mér er það satt best að segja til efs að úthald og veikindi fari alltaf saman. Ég hugsa oft til þeirra sem glíma við athyglisbrest, eru í óreglu, eiga við elliglöp að stríða, eru með símafóbíu, seinfærni eða skilja illa kerfið vegna tungumálaörðugleika. Hvernig gengur þessum aðilum að fá sínum þörfum mætt? Þegar verst lætur detta kannski þeir fyrst út sem þurfa á mestri þjónustu að halda. Er notendamiðuð þjónusta bara lúxus? En hvaða máli skiptir ein tímabókun þegar heilbrigðiskerfið glímir við mun stærri vandamál? Að tala um notendamiðaða þjónustu getur hljómað eins og lúxus þegar krabbameinssjúklingar komast ekki í geislameðferð vegna skorts á tækjum og sérhæfðu starfsfólki. En vandinn við faldar aðgengishindranir – eins og brotfallssíu sem myndast við lélega þjónustu – er sá að ef um raunverulega þörf er að ræða, þá versnar vandinn bara með tímanum. Og kostnaðurinn líka. Þó að biðlistinn styttist og kerfið geti hrósað happi yfir því að verkefnin virðist færri, þá er það blekking. Kostnaðurinn birtist bara annars staðar: í flakki milli lækna, dýrari meðferðum þegar sjúkdómur hefur versnað, tæmdum veikindarétti og sjúkrasjóðum verkalýðsfélaga, endurhæfingarlífeyri, virkniúrræðum, örorkubótum – og í verstu tilfellum, dauða. Heilsuhagfræðin segir sitt En ekki treysta bara á mín orð - heilsuhagfræðingar hafa ítrekað sýnt fram á að fjárfesting í snemmtækri heilbrigðisþjónustu sparar peninga. Til dæmis er ljóst að fjárfesting í snemmtækri þjónustu dregur úr þörf fyrir dýra meðferð síðar meir. Hagfræðilíkön hafa sýnt að inngrip inn í alzheimer sjúkdóm allt að 8 árum fyrr en venjulega skilar mestum efnhagslegum ávinningi, sem minnkar um 17% fyrir hvert ár sem íhlutun seinkar. Í samantekt á 122 rannsóknum kom fram að snemmtæk íhlutin við sykursýki er oft hagkvæm, sparar kostnað með því að draga úr líkunum á dýrum fyglikvillum eins og nýrnabilun og hjartaáföllum. Hér er aðeins verið að horfa á beinan kostnað innan heilbrigðiskerfisins, en margir hafa bent á nauðsyn þess að taka tillit til óbeinna áhrifa líka. Til dæmis sýna rannsóknir að fyrir hvern dollara sem fjárfest er í snemmtækri íhlutun vegna geðrænna vandamála sparast 2 til 10 dollarar – og sá sparnaður birtist ekki aðeins í heilbrigðiskerfinu, heldur einnig í dómskerfinu og á vinnumarkaði. Eitt símtal - og bókunin fer í gegn Snemmtæk inngrip í heilbrigðisþjónustu má útfæra á ýmsa vegu, en ein leið sem oft gleymist er að gera þjónustuna notendamiðaðri. Með því að fjarlægja óréttlátar aðgengishindranir – eins og faldar brottfallsíur sem myndast við lélega þjónustu – má tryggja að þeir sem raunverulega þurfa þjónustuna komist að. Eitt símtal, og bókunin fer í gegn. Bjargráð fyrir notendur En á meðan kerfið er eins og það er, leyfi ég mér að mæla með nokkrum bjargarráðum fyrir notendur heilbrigðisþjónustunnar: Treystu ekki á að haft verði samband við þig – fylgdu alltaf öllu eftir. Þetta á við um bæði tímabókanir og niðurstöður rannsókna. Ef þú heyrir ekkert, þá er það ekki merki um að allt sé í lagi – það er bara kerfið að taka sér smá hvíld. Gakktu ekki út frá því að læknirinn hafi lesið sjúkraskrána þína. Komdu með eigin tilgátur, smá PowerPoint ef þarf, og vertu með hugmynd um hvaða þjónustu þú þarft næst. Þú ert þinnar heilsu smiður. Gerðu ekki ráð fyrir að þú sért á réttri biðstofu. Spurðu einhvern. Ef enginn kemur eftir 10 mínútur, spurðu aftur. Endurtaktu eftir þörfum þar til þú kemst að því að þú ert á biðstofu fyrir augnlækni – en þú ert með verk í mjóbaki. Gerðu ekki ráð fyrir að þú fáir upplýsingar um hvar gagnlegar notendaupplýsingar eru. Sæktu Landspítala-appið. Það er fullt af góðum upplýsingum – en enginn mun segja þér að það sé til. Það er eins og leyniklúbbur fyrir sjúklinga. Höfundur er doktor í félagssálfræði og notandi heilbrigðisþjónustu
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun