Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir og Anna Lára Steindal skrifa 5. september 2025 17:31 Árið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með því skuldbundu stjórnvöld sig til að tryggja að fatlað fólk, þar á meðal börn, njóti allra mannréttinda sinna til jafns við aðra. Þar er menntun meðal lykilréttinda. Samningurinn leggur áherslu á að breyta þurfi samfélaginu og endurhugsa kerfi þess til að mæta þörfum fatlaðs fólks – ekki öfugt. Í umræðunni um skóla án aðgreiningar og inngildandi nám hefur þessi grundvallarhugsun því miður glatast. Skóli án aðgreiningar snýst ekki um það eitt að fötluð börn sæki almennan skóla. Skóli án aðgreiningar krefst þess að skólakerfið sé hannað með fjölbreytileikann í huga: að viðeigandi stuðningur sé til staðar, fagleg þekking sé tryggð, mannauður vel nýttur og að kerfið sé sveigjanlegt til að öll börn fái þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á. Skóli án aðgreiningar er ekki markmið í sjálfu sér – hér er um að ræða aðferð til að stuðla að því að öll börn njóti sambærilegra réttinda og tækifæra. Sífellt oftar má heyra þá skoðun að skóli án aðgreiningar hafi mistekist og betra sé að hverfa frá þessari stefnu. Þetta er misskilningur. Staðan er sú að innleiðingu skóla án aðgreiningar hefur ekki fylgt nógu fjármagn og einnig hefur verið lagður mismunandi skilningur í hugtakið. Þá hefur verið vöntun á skýrari leiðsögn um framkvæmdina og eftirliti og mati á árangri. Mörg dæmi er um að vel sé að málum staðið í mörgum skólum, en betur má ef duga skal. Þegar stjórnvöld og sveitarfélög ákveða að fjárfesta ekki í nauðsynlegum stuðningi, þegar kennarar fá ekki þau verkfæri sem þarf, þegar foreldrar þurfa að berjast í sífellu fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna – þá bregst samfélagið fötluðum börnum. Hér að neðan er tékklisti sem stjórnvöld og sveitarfélög geta haft að leiðarljósi til að skóli án aðgreiningar standi undir nafni: Auka skilning á hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar og inngildandi skólastarfi. Auka fjármagn til málaflokksins. Fjölga stöðugildum kennara, og fagaðila eins og þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga o.fl. Auka þverfaglega samvinnu, eins og kveðið er á um í lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Útrýma biðlistum eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir öll börn. Umboðsmaður barna sendir reglulega frá sér upplýsingar um bið eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir börn, en langir biðlistar hafa verið viðvarandi vandamál í langan tíma. Hér eru nokkur dæmi um fjölda á biðlista (uppfærðar tölur af vef Umboðsmann barna frá 3. mars. 2025) https://www.barn.is/barnasattmalinn/bid-eftir-thjonustu/upplysingar-um-bid-eftir-thjonustu-1 Geðheilsumiðstöð barna – 2093 börn á biðlista Ráðgjafa- og greiningarstöð – 644 börn á biðlista Heyrna og talmeinastöð – 132 börn á biðlista Talmeinafræðingar – 3701 börn á biðlista Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er einföld: Viljum við raunverulega samfélag þar sem öll börn fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum? Ef svarið er já, þá þurfum við að breyta skólakerfinu – jafnvel umbylta því – og setja mannréttindi og fjölbreytileika í forgrunn. Um það snýst skóla án aðgreiningar. Þetta er verkefni sem við þurfum að takast á við sem samfélag okkur öllum til heilla (og farsældar). Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, og Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með því skuldbundu stjórnvöld sig til að tryggja að fatlað fólk, þar á meðal börn, njóti allra mannréttinda sinna til jafns við aðra. Þar er menntun meðal lykilréttinda. Samningurinn leggur áherslu á að breyta þurfi samfélaginu og endurhugsa kerfi þess til að mæta þörfum fatlaðs fólks – ekki öfugt. Í umræðunni um skóla án aðgreiningar og inngildandi nám hefur þessi grundvallarhugsun því miður glatast. Skóli án aðgreiningar snýst ekki um það eitt að fötluð börn sæki almennan skóla. Skóli án aðgreiningar krefst þess að skólakerfið sé hannað með fjölbreytileikann í huga: að viðeigandi stuðningur sé til staðar, fagleg þekking sé tryggð, mannauður vel nýttur og að kerfið sé sveigjanlegt til að öll börn fái þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á. Skóli án aðgreiningar er ekki markmið í sjálfu sér – hér er um að ræða aðferð til að stuðla að því að öll börn njóti sambærilegra réttinda og tækifæra. Sífellt oftar má heyra þá skoðun að skóli án aðgreiningar hafi mistekist og betra sé að hverfa frá þessari stefnu. Þetta er misskilningur. Staðan er sú að innleiðingu skóla án aðgreiningar hefur ekki fylgt nógu fjármagn og einnig hefur verið lagður mismunandi skilningur í hugtakið. Þá hefur verið vöntun á skýrari leiðsögn um framkvæmdina og eftirliti og mati á árangri. Mörg dæmi er um að vel sé að málum staðið í mörgum skólum, en betur má ef duga skal. Þegar stjórnvöld og sveitarfélög ákveða að fjárfesta ekki í nauðsynlegum stuðningi, þegar kennarar fá ekki þau verkfæri sem þarf, þegar foreldrar þurfa að berjast í sífellu fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna – þá bregst samfélagið fötluðum börnum. Hér að neðan er tékklisti sem stjórnvöld og sveitarfélög geta haft að leiðarljósi til að skóli án aðgreiningar standi undir nafni: Auka skilning á hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar og inngildandi skólastarfi. Auka fjármagn til málaflokksins. Fjölga stöðugildum kennara, og fagaðila eins og þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga o.fl. Auka þverfaglega samvinnu, eins og kveðið er á um í lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Útrýma biðlistum eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir öll börn. Umboðsmaður barna sendir reglulega frá sér upplýsingar um bið eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir börn, en langir biðlistar hafa verið viðvarandi vandamál í langan tíma. Hér eru nokkur dæmi um fjölda á biðlista (uppfærðar tölur af vef Umboðsmann barna frá 3. mars. 2025) https://www.barn.is/barnasattmalinn/bid-eftir-thjonustu/upplysingar-um-bid-eftir-thjonustu-1 Geðheilsumiðstöð barna – 2093 börn á biðlista Ráðgjafa- og greiningarstöð – 644 börn á biðlista Heyrna og talmeinastöð – 132 börn á biðlista Talmeinafræðingar – 3701 börn á biðlista Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er einföld: Viljum við raunverulega samfélag þar sem öll börn fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum? Ef svarið er já, þá þurfum við að breyta skólakerfinu – jafnvel umbylta því – og setja mannréttindi og fjölbreytileika í forgrunn. Um það snýst skóla án aðgreiningar. Þetta er verkefni sem við þurfum að takast á við sem samfélag okkur öllum til heilla (og farsældar). Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, og Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar