Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar 7. september 2025 07:01 Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið fengi landið sex þingmenn af vel yfir 700 á þingi þess eða 0,8%. Yfirfært á Alþingi væri það á við hálfan alþingismann. Mikil áhrif þar. Sætið við borðið gjörið svo vel. Eða hálft sæti sé miðað við þjóðþingið. Staðan yrði svo enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægið allajafna aðeins 0,08% eða á við 5% af alþingismanni enda þar miðað að fullu við íbúafjölda en ekki tiltekið lágmark eins og innan þingsins. Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa átt í stökustu vandræðum með að bregðast við þessum staðreyndum sem til að mynda má einfaldlega kynna sér á vefsíðum sambandsins. Helzta útspilið hefur annars vegar verið að segja að fjöldi þingmanna skipti ekki öllu heldur hvernig þeim gengi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á vettvangi Evrópusambandsins og að umræddir sex íslenzku þingmenn myndu starfa innan þingflokka á þingi þess og geta beitt sér innan þeirra. Miðað við fylgi flokkanna í síðustu skoðanakönnunum má reikna með að af þessum sex þingmönnum fengi Samfylkingin tvo, Sjálfstæðisflokkurinn einn, Viðreisn einn, Miðflokkurinn einn og Flokkur fólksins eða Framsókn einn. Samfylkingin myndi starfa innan þingflokksins Party of European Socialists sem hefur 136 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn innan European People’s Party með 188 þingmenn, Viðreisn innan Reform Europe með 75 þingmenn og óvíst með hina. Með öðrum orðum yrði vægi Samfylkingarinnar í PES samkvæmt þessu um 1,5%, vægi Sjálfstæðisflokksins 0,5% í EPP og vægi Viðreisnar í RE 1,3%. Vægi annarra flokka yrði sömuleiðis sáralítið. Vissulega gætu umræddir þingmenn komið sjónarmiðum sínum á framfæri en eðli málsins samkvæmt væri nákvæmlega engin trygging fyrir því að tekið yrði eitthvert mið af þeim í einhverju sem máli skipti eða yfir höfuð. Ákvarðanavaldið væri einfaldlega í öðrum höndum en þeirra. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrðum við eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi þess hentuðu hagsmunum okkar þrátt fyrir að þær yrðu seint teknar með þá í huga. Ákvarðanir sem teknar væru af kjörnum fulltrúum annarra ríkja innan sambandsins, fyrst og fremst þeirra fjölmennustu, með hagsmuni þeirra í huga en þó einkum af embættismönnum sem enginn kaus. Við yrðum einfaldlega ekki í bílstjórasætinu lengur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið fengi landið sex þingmenn af vel yfir 700 á þingi þess eða 0,8%. Yfirfært á Alþingi væri það á við hálfan alþingismann. Mikil áhrif þar. Sætið við borðið gjörið svo vel. Eða hálft sæti sé miðað við þjóðþingið. Staðan yrði svo enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægið allajafna aðeins 0,08% eða á við 5% af alþingismanni enda þar miðað að fullu við íbúafjölda en ekki tiltekið lágmark eins og innan þingsins. Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa átt í stökustu vandræðum með að bregðast við þessum staðreyndum sem til að mynda má einfaldlega kynna sér á vefsíðum sambandsins. Helzta útspilið hefur annars vegar verið að segja að fjöldi þingmanna skipti ekki öllu heldur hvernig þeim gengi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á vettvangi Evrópusambandsins og að umræddir sex íslenzku þingmenn myndu starfa innan þingflokka á þingi þess og geta beitt sér innan þeirra. Miðað við fylgi flokkanna í síðustu skoðanakönnunum má reikna með að af þessum sex þingmönnum fengi Samfylkingin tvo, Sjálfstæðisflokkurinn einn, Viðreisn einn, Miðflokkurinn einn og Flokkur fólksins eða Framsókn einn. Samfylkingin myndi starfa innan þingflokksins Party of European Socialists sem hefur 136 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn innan European People’s Party með 188 þingmenn, Viðreisn innan Reform Europe með 75 þingmenn og óvíst með hina. Með öðrum orðum yrði vægi Samfylkingarinnar í PES samkvæmt þessu um 1,5%, vægi Sjálfstæðisflokksins 0,5% í EPP og vægi Viðreisnar í RE 1,3%. Vægi annarra flokka yrði sömuleiðis sáralítið. Vissulega gætu umræddir þingmenn komið sjónarmiðum sínum á framfæri en eðli málsins samkvæmt væri nákvæmlega engin trygging fyrir því að tekið yrði eitthvert mið af þeim í einhverju sem máli skipti eða yfir höfuð. Ákvarðanavaldið væri einfaldlega í öðrum höndum en þeirra. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrðum við eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi þess hentuðu hagsmunum okkar þrátt fyrir að þær yrðu seint teknar með þá í huga. Ákvarðanir sem teknar væru af kjörnum fulltrúum annarra ríkja innan sambandsins, fyrst og fremst þeirra fjölmennustu, með hagsmuni þeirra í huga en þó einkum af embættismönnum sem enginn kaus. Við yrðum einfaldlega ekki í bílstjórasætinu lengur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun