Fótbolti

„Gríðar­lega mikil­vægur sigur“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Úr leik Stjörnunnar síðastliðið sumar
Úr leik Stjörnunnar síðastliðið sumar Vísir/Pawel

Gyða Kristín Gunnarsdóttir átti stórleik í sigri Stjörnunnar á Þór/KA í 17. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Gyða skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar liðið lyfti sér upp í efri hluta deildarinnar.

Gyða Kristín skartaði svakalegu glóðarauga í viðtali við Sýn eftir leikinn. Hún fékk boltann í andlitið á 10. mínútu leiksins og þurfti á aðhlynningu að halda. Þrátt fyrir höggið átti hún frábæran leik fyrir Stjörnunna.

Hrökkstu í gang eftir að þú fékkst boltann í andlitið?

„Já, það má segja að ég hafi vaknað aðeins við þetta.“ - Sagði Gyða Kristín Gunnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, ánægð eftir sigur liðsins í dag.

„Þessi sigur er mjög mikilvægur, við höfum átt erfitt en síðustu 4-5 leikir hafa verið góðir. Við þurfum að halda áfram með þá frammistöðu og byggja ofan á hana. Við lítum á einn leik í einu og höldum áfram að byggja ofan á hana.“ - Sagði Gyða að lokum, sátt með glóðheita frammistöðu þrátt fyrir stokkbólgið glóðarauga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×