Innlent

Hring­veginum lokað vegna umferðarslyss

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Vegurinn austan við Ingólfsfjall er lokaður.
Vegurinn austan við Ingólfsfjall er lokaður. Vísir/Vilhelm

Hringveginum hefur verið lokað til austurs undir Ingólfsfjalli til austurs vegna umferðaróhapps.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Vegagerðarinnar, umferdin.is. Hjáleið er um Ölfusveg 370 á meðan lokunin er í gildi.

Samkvæmt umfjöllun Mbl.is er lokunin vegna hjólhýsis sem fór á hliðina. Garðar Már Garðarson, yfirvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir í samtali við fréttastofu að svo hafi verið um að ræða.

Enginn sjúkrabíll var boðaður á vettvang en ekki liggur fyrir hvort að slys hafi verið á fólki. Garðar varar við að miklir vindstrengir geti verið á veginum undir fjallinu.

Veistu meira um málið? Áttu myndir? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×