Erlent

Sveppamorðinginn í lífs­tíðar­fangelsi í Ástralíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Erin Patterson á enga möguleika á reynslulausn fyrr en eftir þrjátíu og þrjú ár í fyrsta lagi. 
Erin Patterson á enga möguleika á reynslulausn fyrr en eftir þrjátíu og þrjú ár í fyrsta lagi.  Joel Carrett/AAP Image via AP

Áströlsk kona hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi í heimalandi sínu fyrir að eitra fyrir fyrrverandi tengdaforeldrum sínum og systur tengdamóður sinnar fyrrverandi að auki.

Fjórða fórnarlambið, eiginmaður systurinnar, veiktist einnig alvarlega og var honum haldið sofandi í margar vikur á spítala en hann hefur nú náð sér.

Konan, hin fimmtuga Erin Patterson bauð fólkinu í mat heim til sín og eldaði handa þeim Wellington steik. Svepprnir sem hún notaði við matseldina voru hinsvegar baneitraðir og drógu þeir fólkið til dauða nokkrum dögum eftir matarboðið örlagaríka. Málið vakti gríðarlega athygli þegar það kom upp og í sumar var Erin fundin sek um að hafa myrt fólkið. Í nótt var refsing yfir henni síðan ákvörðuð, lífstíðarfangelsi og möguleiki á reynslulausn verður ekki fyrr en eftir rúma þrjá áratugi.

Enn er óljóst hvað fékk Erin til að fremja glæpinn og það skýrðist lítið við réttarhöldin. Þar kom hinsvegar í ljós að hún virðist margoft hafa reynt að koma manni sínum fyrrverandi fyrir kattarnef í gegnum tíðina.


Tengdar fréttir

Reyndi að bragðbæta ban­eitruðu máltíðina

Áströlsk kona sem er sökuð um að hafa myrt skyldmenni sín með baneitruðum sveppum viðurkenndi fyrir dómi að villtir sveppir kynnu að hafa verið í banvænni máltíð sem hún gaf þeim. Hún hefði bætt þurrkuðum sveppum út í réttinn vegna þess að hann hefði verið of bragðlaus.

Segir sveppa­eitrunina hafa verið „hörmu­legt óhapp“

Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×