Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Lovísa Arnardóttir skrifar 8. september 2025 08:54 Sigríður Indriðadóttir, segir ástandið alvarlegt á sumum vinnustöðum, vegna slæmrar hegðunar ákveðinna starfsmanna. Vísir/Vilhelm Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence, segir þurfa vitundarvakningu meðal stjórnenda í opinbera geiranum um að setja starfsfólki skýr mörk og að tryggja hagsýni í rekstri. Hún segir sömuleiðis þörf á að breyta starfsmannalögum þannig hægt sé að vísa fólki frá sem ekki sinnir vinnunni sinni. Sigríður ræddi slúbbertana í opinbera geiranum Í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en hún var til viðtals um sama efni á Vísi nýlega. Sigríður segist hafa fengið ótrúleg viðbrögð við viðtalinu frá stjórnendum í atvinnulífinu og almennt fólki sem þakkaði henni fyrir að opna umræðuna. Sem dæmi hafi hún heyrt frá skólameistara í framhaldsskóla sem sagði ráðningarfestuna mikið mein innan skólakerfisins. „Þetta er nákvæmlega það sem stjórnendur eru að fást við,“ segir Sigríður og að stjórnendur séu jafnvel oft að fást við sama fólkið í langan tíma og þannig fái vandamálin sem þeim fylgja að grassera lengi. „Eldri stjórnendur, sem eru búnir að starfa lengi, og eru að af eldri kynslóðum, virðast meira sætta sig við bæði hegðunarvanda og frammistöðuvanda, sem oft helst í hendur,“ segir Sigríður og að algengara sé að yngri stjórnendur segi strax slíka hegðun ekki í lagi og grípi fyrr til aðgerða. Þeir sitji þó stundum uppi með „erfðagalla“ þegar vandamálið kannski er búið að grassera lengi og þetta starfsfólk búið að vera lengi starfandi. Sigríður segist hafa séð nokkuð dæmi um starfsmenn sem komi illa fram við samstarfsfólk sitt, hreyti í þau, valta yfir það þannig að fólk fari heim grátandi, heldur að sé upplýsingum og gerir nánast allt, að hennar sögn, til að leggja stein í götu starfseminnar og annarra starfsemina. Stundum megi jafnvel skilgreina þessa hegðun sem einelti. Hafi mikil áhrif á líðan „Auðvitað hefur þetta gríðarleg áhrifa á líðan samstarfsfólk,“ segir hún. Níutíu prósent starfsfólksins séu heiðarlegt og duglegt fólk sem sé þó oft partur af „þögla hernum“ sem segir eða gerir ekki neitt þegar það mæti slíkri hegðun. Sigríður segir svona ástand geta leitt til óvenjulegrar starfsmannaveltu þar sem fólkið sem stjórnendur jafnvel vilja mest hafa í vinnu hættir og færir sig annað vegna hegðunar þessara slúbberta. Sigríður segir það vandamál að fólk vilji almennt ekki tilkynna einelti en oft sé það þannig að slúbbertarnir sjálfir tilkynna það þegar einhver fer að setja þeim mörk og krefja þá um betra vinnuframlag. „Þá eru þeir svo fúlir yfir því að þeir fái ekki að valsa um eins og þeim sýnist. Þá kasta þeir fram eineltiskæru,“ segir Sigríður. Hún segir stjórnendur í opinberum geira því miður síður fara í leiðbeinandi samtal og í áminningarferlið. Það þurfi mikið til. „Maður þarf nánast að hafa drepið mann,“ segir Sigríður. Þörf á að breyta starfsmannalögum Hún segir ekkert því til fyrirstöðu að breyta starfsmannalögum. Æviráðning hafi verið afnumin og það sé hægt að breyta fleiru í þessum lögum. Viðskiptaráð fjallaði um málið fyrr á árinu og kom fram í skýrslu frá þeim að slíkir slúbbertar kostuð ríkið allt að 30 til 50 milljarða á ári. Sigríður segist trúa því að þessar tölur standist skoðun. Þegar hún er kölluð til sé misjafnt hversu langan tíma taki að ljúka svona máli. Á sama tíma hætti aðrir og verkefni tefjast. Formaður BHM svaraði skýrslu Viðskiptaráðs og sagði framsetningu þeirra villandi. „Við eigum að breyta þessum lögum og endurskoða þau,“ segir hún spurð um hvað þurfi að gera. Þá þurfi sömuleiðis vitundarvakningu meðal stjórnenda um hvernig þeir setji mörk og hvernig þeir geti tryggt hagsýni í rekstri og að öllum líði vel í vinnunni. Stéttarfélög Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Atvinnurekendur Bítið Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Sigríður ræddi slúbbertana í opinbera geiranum Í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en hún var til viðtals um sama efni á Vísi nýlega. Sigríður segist hafa fengið ótrúleg viðbrögð við viðtalinu frá stjórnendum í atvinnulífinu og almennt fólki sem þakkaði henni fyrir að opna umræðuna. Sem dæmi hafi hún heyrt frá skólameistara í framhaldsskóla sem sagði ráðningarfestuna mikið mein innan skólakerfisins. „Þetta er nákvæmlega það sem stjórnendur eru að fást við,“ segir Sigríður og að stjórnendur séu jafnvel oft að fást við sama fólkið í langan tíma og þannig fái vandamálin sem þeim fylgja að grassera lengi. „Eldri stjórnendur, sem eru búnir að starfa lengi, og eru að af eldri kynslóðum, virðast meira sætta sig við bæði hegðunarvanda og frammistöðuvanda, sem oft helst í hendur,“ segir Sigríður og að algengara sé að yngri stjórnendur segi strax slíka hegðun ekki í lagi og grípi fyrr til aðgerða. Þeir sitji þó stundum uppi með „erfðagalla“ þegar vandamálið kannski er búið að grassera lengi og þetta starfsfólk búið að vera lengi starfandi. Sigríður segist hafa séð nokkuð dæmi um starfsmenn sem komi illa fram við samstarfsfólk sitt, hreyti í þau, valta yfir það þannig að fólk fari heim grátandi, heldur að sé upplýsingum og gerir nánast allt, að hennar sögn, til að leggja stein í götu starfseminnar og annarra starfsemina. Stundum megi jafnvel skilgreina þessa hegðun sem einelti. Hafi mikil áhrif á líðan „Auðvitað hefur þetta gríðarleg áhrifa á líðan samstarfsfólk,“ segir hún. Níutíu prósent starfsfólksins séu heiðarlegt og duglegt fólk sem sé þó oft partur af „þögla hernum“ sem segir eða gerir ekki neitt þegar það mæti slíkri hegðun. Sigríður segir svona ástand geta leitt til óvenjulegrar starfsmannaveltu þar sem fólkið sem stjórnendur jafnvel vilja mest hafa í vinnu hættir og færir sig annað vegna hegðunar þessara slúbberta. Sigríður segir það vandamál að fólk vilji almennt ekki tilkynna einelti en oft sé það þannig að slúbbertarnir sjálfir tilkynna það þegar einhver fer að setja þeim mörk og krefja þá um betra vinnuframlag. „Þá eru þeir svo fúlir yfir því að þeir fái ekki að valsa um eins og þeim sýnist. Þá kasta þeir fram eineltiskæru,“ segir Sigríður. Hún segir stjórnendur í opinberum geira því miður síður fara í leiðbeinandi samtal og í áminningarferlið. Það þurfi mikið til. „Maður þarf nánast að hafa drepið mann,“ segir Sigríður. Þörf á að breyta starfsmannalögum Hún segir ekkert því til fyrirstöðu að breyta starfsmannalögum. Æviráðning hafi verið afnumin og það sé hægt að breyta fleiru í þessum lögum. Viðskiptaráð fjallaði um málið fyrr á árinu og kom fram í skýrslu frá þeim að slíkir slúbbertar kostuð ríkið allt að 30 til 50 milljarða á ári. Sigríður segist trúa því að þessar tölur standist skoðun. Þegar hún er kölluð til sé misjafnt hversu langan tíma taki að ljúka svona máli. Á sama tíma hætti aðrir og verkefni tefjast. Formaður BHM svaraði skýrslu Viðskiptaráðs og sagði framsetningu þeirra villandi. „Við eigum að breyta þessum lögum og endurskoða þau,“ segir hún spurð um hvað þurfi að gera. Þá þurfi sömuleiðis vitundarvakningu meðal stjórnenda um hvernig þeir setji mörk og hvernig þeir geti tryggt hagsýni í rekstri og að öllum líði vel í vinnunni.
Stéttarfélög Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Atvinnurekendur Bítið Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira