„Allir vilja alltaf meira“ Árni Sæberg skrifar 8. september 2025 10:18 Daði Már kynnti fjárlög í morgun. Vísir/Anton Brink Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“ Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlög næsta árs á blaðamannafundi í morgun. Þar kom meðal annars fram að halli á ríkissjóði verði fimmtán milljarðar króna á næsta ári, ef spár ganga eftir. Áður hafði verið gert ráð fyrir 26 milljarða króna halla. Daði Már sagði að helsta áhersla fjárlaganna væri að ná niður vöxtum. Ríkissjóður yrði að aðstoða Seðlabanka Íslands við að ná verðbólgumarkmiði með hagræðingu og því myndi hann kynna aðhaldssöm fjárlög. Hagræðing væri þegar farin að bera ávöxt, enda væri nú gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á næsta ári í stað 26 milljarða króna halla. Byggja undir áframhaldandi stöðugleika Í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur, fréttamann Sýnar, sagði Daði Már að með fjárlögunum væri fyrst og fremst byggt undir áframhaldandi stöðugleika. „Þetta frumvarp er nær því, hallinn hefur sem sagt minnkað bara síðan núna í vor. Við erum auðvitað að stefna að því að ná ríkisfjármálunum yfir núllið, í jákvæða stöðu á þarnæsta ári, með fjárlögum 2027. Við erum á mjög góðri leið með það.“ Samhent ríkisstjórn Daði Már sagði ráðuneytin hafa farið vel yfir það í vor hvernig hagræðingu yrði náð fram. Hún byggði meðal annars á samráði við almenning og stjórnendur hjá ríkinu. „Ráðuneytin hafa nú kynnt stöðuna á öllum verkefnum og þú getur kynnt þér hana þar. Ég held að það væri ósanngjarnt að ég myndi fara að plokka þau út og segja nákvæmlega hvar hagræðingin er. Þetta eru sameiningar, hagræðing í innkaupum, ýmis slík verkefni.“ Þá sagði hann að það væri viðvarandi vandamál að ráðstafa fé ríkissjóðs til ráðuneyta og málaflokka. „En þetta er samstíga ríkisstjórn og samhent. Við tókum þessa umræðu mjög opinskátt. Megnið af þessu efni lá fyrir í vor í tengslum við gerð fjármálaáætlunar og ég get ekki annað en þakkað mínum samráðherrum fyrir frábært samstarf í þessum aðdraganda.“ Þannig að það voru einhverjir sem vildu meira? „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða. Þannig er það alltaf og við sættum okkur ekki við það að reka ríkið með halla og senda reikninginn á kynslóðir framtíðar. Það verður að reka ríkið í jafnvægi og það er gríðarlega mikilvægt verkefni til þess að ná niður vöxtum og verðbólgu.“ Nýta það litla svigrúm sem er í heilbrigðismál, löggæslu og samgöngumál Sem áður segir sagði Daði Már að aðalverkefnið væri að viðhalda stöðugleika og þannig ná niður verðbólgu og vöxtum, það væri stærsta hagsmunamál bæði heimila og fyrirtækja. Meðal fyrstu verka Alþingis á haustþingi, sem hefst á morgun, verður að ræða frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2026.Vísir/Anton Brink Þó væri nauðsynlegt að verja því litla svigrúmi sem er til staðar í sjóðum ríkisins til réttra verka. „Ég held að ef við skoðum árherslurnar okkar varðandi útgjöldin, þá eru þetta viðbætur í heilbrigðismálum, ekki síst úti á landi, viðbætur í lögreglunni til að tryggja öryggi. Svo er náttúrulega stóra málið, viðbætur í samgöngum, viðhald á vegakerfinu. Ætli það verði ekki áþreifanlegast. En svo er það líka meginstefið hér að styðja við Seðlabankann í að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það á að vera stór partur af því sem fólk og fyrirtæki munu finna fyrir, lægri vöxtum og rýmri fjárhag.“ Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlög næsta árs á blaðamannafundi í morgun. Þar kom meðal annars fram að halli á ríkissjóði verði fimmtán milljarðar króna á næsta ári, ef spár ganga eftir. Áður hafði verið gert ráð fyrir 26 milljarða króna halla. Daði Már sagði að helsta áhersla fjárlaganna væri að ná niður vöxtum. Ríkissjóður yrði að aðstoða Seðlabanka Íslands við að ná verðbólgumarkmiði með hagræðingu og því myndi hann kynna aðhaldssöm fjárlög. Hagræðing væri þegar farin að bera ávöxt, enda væri nú gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á næsta ári í stað 26 milljarða króna halla. Byggja undir áframhaldandi stöðugleika Í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur, fréttamann Sýnar, sagði Daði Már að með fjárlögunum væri fyrst og fremst byggt undir áframhaldandi stöðugleika. „Þetta frumvarp er nær því, hallinn hefur sem sagt minnkað bara síðan núna í vor. Við erum auðvitað að stefna að því að ná ríkisfjármálunum yfir núllið, í jákvæða stöðu á þarnæsta ári, með fjárlögum 2027. Við erum á mjög góðri leið með það.“ Samhent ríkisstjórn Daði Már sagði ráðuneytin hafa farið vel yfir það í vor hvernig hagræðingu yrði náð fram. Hún byggði meðal annars á samráði við almenning og stjórnendur hjá ríkinu. „Ráðuneytin hafa nú kynnt stöðuna á öllum verkefnum og þú getur kynnt þér hana þar. Ég held að það væri ósanngjarnt að ég myndi fara að plokka þau út og segja nákvæmlega hvar hagræðingin er. Þetta eru sameiningar, hagræðing í innkaupum, ýmis slík verkefni.“ Þá sagði hann að það væri viðvarandi vandamál að ráðstafa fé ríkissjóðs til ráðuneyta og málaflokka. „En þetta er samstíga ríkisstjórn og samhent. Við tókum þessa umræðu mjög opinskátt. Megnið af þessu efni lá fyrir í vor í tengslum við gerð fjármálaáætlunar og ég get ekki annað en þakkað mínum samráðherrum fyrir frábært samstarf í þessum aðdraganda.“ Þannig að það voru einhverjir sem vildu meira? „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða. Þannig er það alltaf og við sættum okkur ekki við það að reka ríkið með halla og senda reikninginn á kynslóðir framtíðar. Það verður að reka ríkið í jafnvægi og það er gríðarlega mikilvægt verkefni til þess að ná niður vöxtum og verðbólgu.“ Nýta það litla svigrúm sem er í heilbrigðismál, löggæslu og samgöngumál Sem áður segir sagði Daði Már að aðalverkefnið væri að viðhalda stöðugleika og þannig ná niður verðbólgu og vöxtum, það væri stærsta hagsmunamál bæði heimila og fyrirtækja. Meðal fyrstu verka Alþingis á haustþingi, sem hefst á morgun, verður að ræða frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2026.Vísir/Anton Brink Þó væri nauðsynlegt að verja því litla svigrúmi sem er til staðar í sjóðum ríkisins til réttra verka. „Ég held að ef við skoðum árherslurnar okkar varðandi útgjöldin, þá eru þetta viðbætur í heilbrigðismálum, ekki síst úti á landi, viðbætur í lögreglunni til að tryggja öryggi. Svo er náttúrulega stóra málið, viðbætur í samgöngum, viðhald á vegakerfinu. Ætli það verði ekki áþreifanlegast. En svo er það líka meginstefið hér að styðja við Seðlabankann í að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það á að vera stór partur af því sem fólk og fyrirtæki munu finna fyrir, lægri vöxtum og rýmri fjárhag.“
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira