Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2025 14:06 Franski forsætisráðherrann Francois Bayrou bjó sig undir að mæta örlögum sínum með lokaákalli til stjórnarandstöðunnar um að styddi aðgerðir til þess að ná tökum á ríkisrekstrinum. AP/Christophe Ena Francois Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, reyndi að sannfæra stjórnarandstöðuna um nauðsyn þess að draga úr hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins áður en þingið greiðir atkvæði um að setja hann af í dag. Aðgerðir Bayrou í þessum efnum eru ein helsta ástæða þess að stjórnarandstaðan býr sig undir að sparka honum úr embætti. Fastlega er gert ráð fyrir að Bayrou tapi atkvæðagreiðslu í þinginu um vantraust sem fer að líkindum fram í kvöld. Boðað var til sérstaks aukaþingfundar í miðju sumarleyfi þingmanna til þess að halda atkvæðagreiðsluna. Áður en til hennar kom ávarpaði forsætisráðherrann þingheim og reyndi enn einu sinni að færa rök fyrir aðgerðunum í ríkisfjármálum sem hann telur nauðsynlegar ef Frakkland á ekki að lenda upp á náð og miskunn lánadrottna og velferðarkerfinu verði ógnað. „Landið okkar vinnur, heldur að það sé að verða ríkara en það er að verða fátækara,“ sagði Bayrou sem var ítrekað truflaður með frammíköllum þingmanna. Verði Bayrou felldur í atkvæðagreiðslunni, sem hann boðaði sjálfur til í sumar, yrði hann þriðji forsætisráðherrann sem hrökklast úr embætti á einu ári frá kosningum sem Emmanuel Macron forseti boðaði óvænt til í fyrra. Á undan Bayrou stýrðu Gabriel Attal og Michel Barnier minnihlutastjórn. Barnier varð skammsetnasti forsætisráðherra í sögu franska lýðveldisins þegar hann var settur af í desember. Bayrou hefur furðað sig á hvað stjórnarandstöðunni, bæði af ysta hægri og vinstri væng franskra stjórnmála, gangi til með því að fella sig. „Hvernig er tilgangurinn með því að fella ríkisstjórnina? Þessum stjórnmálahópum sem kemur ekki aðeins ekki saman um neitt heldur, það sem verra er, há borgarastríð gegn hver öðrum fyrir allra augum,“ sagði forsætisráðherrann í viðtali á dögunum. Frakkland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir að Bayrou tapi atkvæðagreiðslu í þinginu um vantraust sem fer að líkindum fram í kvöld. Boðað var til sérstaks aukaþingfundar í miðju sumarleyfi þingmanna til þess að halda atkvæðagreiðsluna. Áður en til hennar kom ávarpaði forsætisráðherrann þingheim og reyndi enn einu sinni að færa rök fyrir aðgerðunum í ríkisfjármálum sem hann telur nauðsynlegar ef Frakkland á ekki að lenda upp á náð og miskunn lánadrottna og velferðarkerfinu verði ógnað. „Landið okkar vinnur, heldur að það sé að verða ríkara en það er að verða fátækara,“ sagði Bayrou sem var ítrekað truflaður með frammíköllum þingmanna. Verði Bayrou felldur í atkvæðagreiðslunni, sem hann boðaði sjálfur til í sumar, yrði hann þriðji forsætisráðherrann sem hrökklast úr embætti á einu ári frá kosningum sem Emmanuel Macron forseti boðaði óvænt til í fyrra. Á undan Bayrou stýrðu Gabriel Attal og Michel Barnier minnihlutastjórn. Barnier varð skammsetnasti forsætisráðherra í sögu franska lýðveldisins þegar hann var settur af í desember. Bayrou hefur furðað sig á hvað stjórnarandstöðunni, bæði af ysta hægri og vinstri væng franskra stjórnmála, gangi til með því að fella sig. „Hvernig er tilgangurinn með því að fella ríkisstjórnina? Þessum stjórnmálahópum sem kemur ekki aðeins ekki saman um neitt heldur, það sem verra er, há borgarastríð gegn hver öðrum fyrir allra augum,“ sagði forsætisráðherrann í viðtali á dögunum.
Frakkland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent