Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2025 23:01 Þór Austmar og Björn Gíslason búa báðir í Ártúnsholti. Vísir/Sigurjón Ósætti er með áform borgarinnar um að færa grenndargáma Ártúnsholts. Íbúar hafa gríðarlegar áhyggjur af nýju staðsetningunni, sem er við fjölfarna gönguleið barna hverfisins. Gámarnir hafa hingað til verið við stórbílaplan við Straum, rétt austan við N1 í Ártúnsholti, í jaðri hverfisins. Búið er að afmarka svæðið við Streng þar sem gámarnir verða færðir. Þar hafa síðustu ár verið bílastæði sem gestir hverfisins hafa helst nýtt sér. Hér fyrir neðan má sjá hvar grenndargámarnir eru í dag. Ákvörðunin var fyrst kynnt árið 2019 og mótmæltu íbúar þá harðlega á íbúafundi. Ekkert gerðist næstu sex ár og töldu margir að hætt hafi verið við að færa gámana. Það var þó ekki raunin. „Að setja þetta hérna inn í mitt íbúðahverfi, þessu fylgir sóðaskapur með tilheyrandi mávageri og slíku. Hér eru leikskólar tveir ásamt grunnskóla, þetta hefur áhrif,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Ártúnsholti. Og hér fyrir neðan má sjá bílastæðið hvar gámarnir verða. Hafa miklar áhyggjur Í hverfishóp Ártúnsholts lýstu fjölmargir yfir óánægju sinni eftir að svæðið var afmarkað fyrir helgi. Íbúar voru hvattir til að senda ábendingu á borgina og mótmæla, sem fjöldi fólks gerði. Áformin sögð galin, fáránleg og út í hött. „Við höfum áhyggjur því hér eru leikskólar og skóli í nágrenni, sem þýðir mikil umferð af krökkum fram og til baka. Við íbúar erum bara mjög áhyggjufullir. Þessu fylgir umferð stórra bíla og tilheyrandi ónæði af mávum eins og gerist niður frá. Vonandi verður ekki rusl fjúkandi, en við höfum miklar áhyggjur,“ segir Þór Austmar, einnig íbúi í hverfinu. Meira áberandi staður Borgin færir þau rök að grenndarstöðvar skuli vera staðsettar á áberandi stöðum þar sem íbúar eigi erindi. Með því að færa stöðina aukist aðgengi gangandi og hjólandi og hærra hlutfall íbúa búi innan við fimm hundruð metra frá henni. „Það skilur eiginlega enginn neitt í þessari framkvæmd og það er enginn að biðja um hana. Að auka umferð bíla inn í hverfið, þetta eru þröngar götur og svo koma stórir bílar sem skyggja á litla krakka sem eru að fara í og úr skóla. Hér eru sex og sjö ára börn að labba sín fyrstu skref í skólann, þetta er bara mikið áhyggjuefni,“ segir Þór. Reykjavík Skipulag Sorphirða Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Gámarnir hafa hingað til verið við stórbílaplan við Straum, rétt austan við N1 í Ártúnsholti, í jaðri hverfisins. Búið er að afmarka svæðið við Streng þar sem gámarnir verða færðir. Þar hafa síðustu ár verið bílastæði sem gestir hverfisins hafa helst nýtt sér. Hér fyrir neðan má sjá hvar grenndargámarnir eru í dag. Ákvörðunin var fyrst kynnt árið 2019 og mótmæltu íbúar þá harðlega á íbúafundi. Ekkert gerðist næstu sex ár og töldu margir að hætt hafi verið við að færa gámana. Það var þó ekki raunin. „Að setja þetta hérna inn í mitt íbúðahverfi, þessu fylgir sóðaskapur með tilheyrandi mávageri og slíku. Hér eru leikskólar tveir ásamt grunnskóla, þetta hefur áhrif,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Ártúnsholti. Og hér fyrir neðan má sjá bílastæðið hvar gámarnir verða. Hafa miklar áhyggjur Í hverfishóp Ártúnsholts lýstu fjölmargir yfir óánægju sinni eftir að svæðið var afmarkað fyrir helgi. Íbúar voru hvattir til að senda ábendingu á borgina og mótmæla, sem fjöldi fólks gerði. Áformin sögð galin, fáránleg og út í hött. „Við höfum áhyggjur því hér eru leikskólar og skóli í nágrenni, sem þýðir mikil umferð af krökkum fram og til baka. Við íbúar erum bara mjög áhyggjufullir. Þessu fylgir umferð stórra bíla og tilheyrandi ónæði af mávum eins og gerist niður frá. Vonandi verður ekki rusl fjúkandi, en við höfum miklar áhyggjur,“ segir Þór Austmar, einnig íbúi í hverfinu. Meira áberandi staður Borgin færir þau rök að grenndarstöðvar skuli vera staðsettar á áberandi stöðum þar sem íbúar eigi erindi. Með því að færa stöðina aukist aðgengi gangandi og hjólandi og hærra hlutfall íbúa búi innan við fimm hundruð metra frá henni. „Það skilur eiginlega enginn neitt í þessari framkvæmd og það er enginn að biðja um hana. Að auka umferð bíla inn í hverfið, þetta eru þröngar götur og svo koma stórir bílar sem skyggja á litla krakka sem eru að fara í og úr skóla. Hér eru sex og sjö ára börn að labba sín fyrstu skref í skólann, þetta er bara mikið áhyggjuefni,“ segir Þór.
Reykjavík Skipulag Sorphirða Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira