Lífið

Ástin kviknaði á Kaffi­barnum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Aron Már og Erla eru glæsilegt par!
Aron Már og Erla eru glæsilegt par!

Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, og Erla Lind Guðmunds­dótt­ir, nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, eru nýtt par.

Parið kynntist á Kaffibarnum snemma í sumar og hefur ástin blómstrað síðan. Erla er fædd árið 1997 og Aron 1993.

Aron og Erla hafa sést víða saman undanfarið, þau fóru meðal annars á leiksýninguna Rómantísk gamanmynd í Ásmundarsal síðastliðið sunnudagskvöld.

Í apríl á þessu ári var greint frá því að það hafi slitnað upp úr sambandi Arons og barnsmóður hans, Hildar Skúladóttur sálfræðings eftir tíu ára samband.

Aron er einn efnilegasti leikari landsins og hefur getið sér gott orð fyrir leik sinn í þáttum eins og Verbúðinni, Svörtum söndum, Ófærð og Venjulegu fólki. Hann hefur einnig komið víða við á fjölum leikhúsanna og leikið í sýningum á borð við Níu líf, Shakespeare verður ástfanginn og Emil í Kattholti, svo fátt eitt sé nefnt.

Aron er meðal fyrstu samfélagsmiðlastjarna Íslands og vakti fyrst athygli árið 2015 með eftirtektarverðum og fyndnum innslögum á Snapchat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.