Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. september 2025 12:01 Logi Einarsson ráðherra háskólamála hefur ákveðið að auka gjaldtöku á nemendur í háskólum landsins um allt að 33% með því að leyfa skólunum að hækka skrásetningargjöld nemenda. Þetta er ekki rétta leiðin til að mæta vanfjármögnun háskólastigsins. Hér er um lífskjaramál þúsunda ungs fólks að ræða og algjört grundvallaratriði í velferðarpólitík. Ég tek fram að ég tel háskólana vanfjármagnaða, eins og ég hef áður skrifað um, og hef fulla samúð með háskólayfirvöldum, en lausnin er ekki að hækka gjöld á nemendur þeirra. Það eykur eingöngu á misskiptingu, og getur dregið úr tækifærum efnaminni stúdenta til náms. Aðgengi að námi óháð efnahag er og verður verðmætasta jöfnunartæki samfélagsins. Ég hefði haldið að ráðherrar Samfylkingarinnar myndu helst verja jafnrétti til náms af þeim stjórnmálaflokkum sem nú eru við völd. En hið gagnstæða er að koma á daginn – því miður. Og, það veldur áhyggjum að vegferð ráðherrans stríðir gegn stefnu hans eigins flokks um gjaldtöku í háskólum. Hvað verður næst? Í stefnu Samfylkingarinnar er lagst alfarið gegn skólagjöldum og skráningargjöldum í opinberum háskólum og sagt að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Þessu er ég hjartanlega sammála – og því einlæglega ósammála þessari fyrirætlan ráðherrans. Síðasta ríkisstjórn hækkaði ekki gjöld á nemendur við háskólana, heldur drógum við úr þeim með því að fella niður skólagjöld meðal annars við Listaháskóla Íslands. Þannig jöfnuðum við aðgengi að listnámi á háskólastigi, sem hafði verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. En þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá fyrri ríkisstjórn með auknum framlögum til háskólastigsins, þá erum við alltof langt frá því að ná viðmiðum OECD og hvað þá hinna Norðurlandanna. Þangað eigum við að halda áfram að stefna og ný ríkisstjórn verður að taka boltann í þessum efnum. Aukin gjaldtaka á nemendur er ekki rétta leiðin. Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Ég hvet háskólaráðherra og ríkisstjórnina til að gera gangskör að því að bæta fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er fyrrv. ráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Samfylkingin Vinstri græn Hagsmunir stúdenta Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Logi Einarsson ráðherra háskólamála hefur ákveðið að auka gjaldtöku á nemendur í háskólum landsins um allt að 33% með því að leyfa skólunum að hækka skrásetningargjöld nemenda. Þetta er ekki rétta leiðin til að mæta vanfjármögnun háskólastigsins. Hér er um lífskjaramál þúsunda ungs fólks að ræða og algjört grundvallaratriði í velferðarpólitík. Ég tek fram að ég tel háskólana vanfjármagnaða, eins og ég hef áður skrifað um, og hef fulla samúð með háskólayfirvöldum, en lausnin er ekki að hækka gjöld á nemendur þeirra. Það eykur eingöngu á misskiptingu, og getur dregið úr tækifærum efnaminni stúdenta til náms. Aðgengi að námi óháð efnahag er og verður verðmætasta jöfnunartæki samfélagsins. Ég hefði haldið að ráðherrar Samfylkingarinnar myndu helst verja jafnrétti til náms af þeim stjórnmálaflokkum sem nú eru við völd. En hið gagnstæða er að koma á daginn – því miður. Og, það veldur áhyggjum að vegferð ráðherrans stríðir gegn stefnu hans eigins flokks um gjaldtöku í háskólum. Hvað verður næst? Í stefnu Samfylkingarinnar er lagst alfarið gegn skólagjöldum og skráningargjöldum í opinberum háskólum og sagt að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Þessu er ég hjartanlega sammála – og því einlæglega ósammála þessari fyrirætlan ráðherrans. Síðasta ríkisstjórn hækkaði ekki gjöld á nemendur við háskólana, heldur drógum við úr þeim með því að fella niður skólagjöld meðal annars við Listaháskóla Íslands. Þannig jöfnuðum við aðgengi að listnámi á háskólastigi, sem hafði verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. En þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá fyrri ríkisstjórn með auknum framlögum til háskólastigsins, þá erum við alltof langt frá því að ná viðmiðum OECD og hvað þá hinna Norðurlandanna. Þangað eigum við að halda áfram að stefna og ný ríkisstjórn verður að taka boltann í þessum efnum. Aukin gjaldtaka á nemendur er ekki rétta leiðin. Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Ég hvet háskólaráðherra og ríkisstjórnina til að gera gangskör að því að bæta fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er fyrrv. ráðherra og varaformaður Vinstri grænna.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun