Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar 9. september 2025 13:00 Þessa spurningu fékk ég að heyra frá mömmu þegar ég hafði gleymt að loka útidyrunum á eftir mér, sérstaklega á veturna. Guttinn var að alast upp í Kópavoginum þar sem engin hitaveita var ennþá. Olíukynding var og sótarinn kom einu sinni á ári. Þarna rættist úr í kringum 1980 og frá þeim árum hafa allir íbúar höfuðborgarsvæðisins notið stærstu hitaveitu landsins. Eða hvað? Er hún stærst? Eigum við kannski að ræða hitaveituna sem hitar sjálfan Faxaflóann? Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu er um 1.000 megavött að afli. Ein og hálf Kárahnjúkavirkjun. Hitaveitan sem hitar Faxaflóann og reyndar allt Norður Atlantshafið er talin vera 1,2 milljarðar megavatta. Golfstraumurinn, sem við lærðum um í barnaskóla, er nefnilega hrikalega öflugur og léttir talsvert á Veitum og öllum hinum hitaveitunum hér norður frá. Nú fer sú spurning að verða aðkallandi hvað við ætlum að gera ef við þvingum þessa rosalegu hitaveitu í þrot. Blái bletturinn Okkur sem fylgst höfum með umræðu um loftslagsmál um hríð hefur stundum orðið starsýnt á viðvarandi blett suður af Íslandi á spákortum hlýnunar heimsins . Um þessar mundir er hann sýndur með enga hlýnun, sum árin hefur hann verið blár, það er að þarna er gert ráð fyrir kólnun þótt hamfarir vegna hlýnunar séu viðbúnar víðast annarsstaðar á Jörðinni. Þessar veðurfarsspár ná býsna langt fram í tímann, oft til næstu aldamóta, og eru miðaðar við misgóðan árangur mannkynsins í að hemja losun gróðurhúsalofts út í andrúmsloftið. Við höfum verið minnt á ástæðu þessa í fréttum síðustu daga. Viðvarandi alltof hár styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu hægir á varmaflutningi sjávarins til okkar sunnan úr höfum. Nýjasta rannsóknin bendir í senn til að líkur fari vaxandi á algeru hruni þessa færibands heits yfirborðssjávar og kalds djúpsjávar til baka og einnig að það geti gerst býsna hratt, á einum til tveimur áratugum. Fólkið sem lifir næstu aldamót er fætt Okkur finnst ef til vill afskaplega langt til næstu aldamóta. Ef ég mæli þann tíma í kynslóðum, eins og Andri Snær Magnason rithöfundur hefur gert, þá verður hún Saga sonardóttir mín orðin 78 ára um næstu aldamót. Erla tengdamamma mín er núna 87, næstum áratug eldri en Saga verður aldamótaárið 2100. Þetta er nú allur tíminn til aldamóta. Bresti hörmungarnar á þá mega barnabörnin mín búast við að þurfa að þrauka sín efstu ár í fimbulkulda. Þarna erum við ekki að tala um hitasveiflu upp á eina til tvær gráður, eins og þegar heildarhlýnun Jarðar er í loftslagsumræðunni, heldur þyrftum við hugsanlega hvort tveggja fingur og tær til að telja gráðurnar í okkar staðbundnu kólnun. Losun okkar Íslendinga af gróðurhúsalofti, sem er bókfærð sem samfélagslosun, er enn að vaxa. Sumu miðar vissulega í rétta átt. Rafmagnsbílar eru að skila sínu. Aukin samviskusemi í flokkun á úrgangi og minni urðun hans miðar okkur sömuleiðis í rétta átt. Bráðabirgðatölurnar sem stjórnvöld sýndu okkur á dögunum gefa hinsvegar til kynna að heildarlosun í fyrra hafi aukist um 2% frá árinu á undan. Þrátt fyrir alla rafbílana eru vegasamgöngur enn sporþyngstu umsvif okkar, landbúnaðurinn kemur þar á eftir og svo fiskiskipin. Þessir þrír þættir eru samtals 73% samfélagslosunar okkar Íslendinga. Vegasamgöngurnar og fiskiskipin eru samtals meira en helmingur. Alveg er ótalin losun vegna landnotkunar og stóriðjunnar, sem jókst um 4,2% milli áranna 2023 og 2024. Þrátt fyrir hitaveituvæðingu landsins á síðustu öld, þar sem hagkvæmur íslenskur jarðhiti leysti innflutt kol og olíu af hólmi, óx losun gróðurhúsalofttegunda vegna jarðefnaeldsneytis nánast stöðugt alla síðustu öld og fram á þessa. Mest afgerandi hlykkirnir eru dýfa þegar átakið var gert til að ljúka hitaveituvæðingu Kópavogs og fleiri byggða höfuðborgarsvæðisins, þegar ég var strákur, muniði, Hrunið 2008 og svo kórónuveirufaraldurinn. Annars hefur þessi losun aukist stöðugt og hefur nálega ferfaldast frá miðri síðustu öld. Eina loftslagsaðgerðin? Hitaveitan, sem hefur skilað okkur gríðarlegum sparnaði í losun og svakalegum efnahagslegum ábata, var vitaskuld ekki hugsuð sem loftslagsaðgerð á sínum tíma. Þannig skildi ég það þegar Halldór Björnsson loftslagsvísindamaður á Veðurstofunni sagði í útvarpinu á dögunum: „Það má segja að Íslendingar hafi ekki gert neitt sérstakt í loftslagsmálum annað en Carbfix.“ Carbfix er aðferð varanlegrar bindingar kolefnis frá iðnaði eða úr andrúmslofti sem hefur verið nýtt við Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar í meira en áratug. Unnið hefur verið að því að auka afköstin og nú er þau þannig að binda má nánast alla losun úr gufunni sem Hellisheiðarvirkjun nýtir til að framleiða rafmagn og heitt vatn auk þess sem kemur frá einskonar gufugleypi sem tekur kolefni úr andrúmsloftinu og rekinn er í Jarðhitagarði ON við virkjunina. Styrkleikar Carbfix liggja fyrst og fremst í varanleikanum. Kolefninu er breytt í stein djúpt niðri í berggrunninum og verður hluti af jarðlögum framtíðarinnar. Þar er það komið úr þeirri hringrás sem annars hefði ýtt undir allsherjar hlýnun jarðar og allsherjarkólnun á okkar slóðum. Aðferðin er líka hraðvirk. Það sem gæti tekið árþúsundir gerist á örfáum árum. Byggt er á náttúrulegu ferli en með því að hraða því stórlega nýtum við eiginleika basaltsins sem er aðalhráefnið í byggingu Íslands. Vistvæn aðferð Carbfix er líka vistvæn aðferð. Fyrir utan koldíoxíð er blávatn eina íblöndunarefni aðferðarinnar. Það er því sódavatn, ekki ósvipað því sem Íslendingar þamba nú sem aldrei fyrr (en án koffíns), sem dælt er niður fyrir grunnvatn þar sem tröllið verður að steini. Aðferðin er sprottin af forystu Íslands í jarðhitanýtingu og gerir okkur því kleift að vera líka í fararbroddi á þessu sviði. Íslenskt samfélag hefur þegar gjörbreytt orkunýtingu sinni með hitaveitunni. Sú umbreyting var ekki kölluð loftslagsaðgerð á sínum tíma, en hún hefur reynst ein áhrifaríkasta kolefnislækkun okkar. Ef við beitum Carbfix af sama hugrekki og sömu framsýni og við uppbyggingu hitaveitnanna getum við skapað nýjan vendipunkt í okkar losun. Við þurfum mörgu að breyta og margar lausnir – ekki bara fyrir Ísland heldur fyrir heiminn allan. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þessa spurningu fékk ég að heyra frá mömmu þegar ég hafði gleymt að loka útidyrunum á eftir mér, sérstaklega á veturna. Guttinn var að alast upp í Kópavoginum þar sem engin hitaveita var ennþá. Olíukynding var og sótarinn kom einu sinni á ári. Þarna rættist úr í kringum 1980 og frá þeim árum hafa allir íbúar höfuðborgarsvæðisins notið stærstu hitaveitu landsins. Eða hvað? Er hún stærst? Eigum við kannski að ræða hitaveituna sem hitar sjálfan Faxaflóann? Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu er um 1.000 megavött að afli. Ein og hálf Kárahnjúkavirkjun. Hitaveitan sem hitar Faxaflóann og reyndar allt Norður Atlantshafið er talin vera 1,2 milljarðar megavatta. Golfstraumurinn, sem við lærðum um í barnaskóla, er nefnilega hrikalega öflugur og léttir talsvert á Veitum og öllum hinum hitaveitunum hér norður frá. Nú fer sú spurning að verða aðkallandi hvað við ætlum að gera ef við þvingum þessa rosalegu hitaveitu í þrot. Blái bletturinn Okkur sem fylgst höfum með umræðu um loftslagsmál um hríð hefur stundum orðið starsýnt á viðvarandi blett suður af Íslandi á spákortum hlýnunar heimsins . Um þessar mundir er hann sýndur með enga hlýnun, sum árin hefur hann verið blár, það er að þarna er gert ráð fyrir kólnun þótt hamfarir vegna hlýnunar séu viðbúnar víðast annarsstaðar á Jörðinni. Þessar veðurfarsspár ná býsna langt fram í tímann, oft til næstu aldamóta, og eru miðaðar við misgóðan árangur mannkynsins í að hemja losun gróðurhúsalofts út í andrúmsloftið. Við höfum verið minnt á ástæðu þessa í fréttum síðustu daga. Viðvarandi alltof hár styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu hægir á varmaflutningi sjávarins til okkar sunnan úr höfum. Nýjasta rannsóknin bendir í senn til að líkur fari vaxandi á algeru hruni þessa færibands heits yfirborðssjávar og kalds djúpsjávar til baka og einnig að það geti gerst býsna hratt, á einum til tveimur áratugum. Fólkið sem lifir næstu aldamót er fætt Okkur finnst ef til vill afskaplega langt til næstu aldamóta. Ef ég mæli þann tíma í kynslóðum, eins og Andri Snær Magnason rithöfundur hefur gert, þá verður hún Saga sonardóttir mín orðin 78 ára um næstu aldamót. Erla tengdamamma mín er núna 87, næstum áratug eldri en Saga verður aldamótaárið 2100. Þetta er nú allur tíminn til aldamóta. Bresti hörmungarnar á þá mega barnabörnin mín búast við að þurfa að þrauka sín efstu ár í fimbulkulda. Þarna erum við ekki að tala um hitasveiflu upp á eina til tvær gráður, eins og þegar heildarhlýnun Jarðar er í loftslagsumræðunni, heldur þyrftum við hugsanlega hvort tveggja fingur og tær til að telja gráðurnar í okkar staðbundnu kólnun. Losun okkar Íslendinga af gróðurhúsalofti, sem er bókfærð sem samfélagslosun, er enn að vaxa. Sumu miðar vissulega í rétta átt. Rafmagnsbílar eru að skila sínu. Aukin samviskusemi í flokkun á úrgangi og minni urðun hans miðar okkur sömuleiðis í rétta átt. Bráðabirgðatölurnar sem stjórnvöld sýndu okkur á dögunum gefa hinsvegar til kynna að heildarlosun í fyrra hafi aukist um 2% frá árinu á undan. Þrátt fyrir alla rafbílana eru vegasamgöngur enn sporþyngstu umsvif okkar, landbúnaðurinn kemur þar á eftir og svo fiskiskipin. Þessir þrír þættir eru samtals 73% samfélagslosunar okkar Íslendinga. Vegasamgöngurnar og fiskiskipin eru samtals meira en helmingur. Alveg er ótalin losun vegna landnotkunar og stóriðjunnar, sem jókst um 4,2% milli áranna 2023 og 2024. Þrátt fyrir hitaveituvæðingu landsins á síðustu öld, þar sem hagkvæmur íslenskur jarðhiti leysti innflutt kol og olíu af hólmi, óx losun gróðurhúsalofttegunda vegna jarðefnaeldsneytis nánast stöðugt alla síðustu öld og fram á þessa. Mest afgerandi hlykkirnir eru dýfa þegar átakið var gert til að ljúka hitaveituvæðingu Kópavogs og fleiri byggða höfuðborgarsvæðisins, þegar ég var strákur, muniði, Hrunið 2008 og svo kórónuveirufaraldurinn. Annars hefur þessi losun aukist stöðugt og hefur nálega ferfaldast frá miðri síðustu öld. Eina loftslagsaðgerðin? Hitaveitan, sem hefur skilað okkur gríðarlegum sparnaði í losun og svakalegum efnahagslegum ábata, var vitaskuld ekki hugsuð sem loftslagsaðgerð á sínum tíma. Þannig skildi ég það þegar Halldór Björnsson loftslagsvísindamaður á Veðurstofunni sagði í útvarpinu á dögunum: „Það má segja að Íslendingar hafi ekki gert neitt sérstakt í loftslagsmálum annað en Carbfix.“ Carbfix er aðferð varanlegrar bindingar kolefnis frá iðnaði eða úr andrúmslofti sem hefur verið nýtt við Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar í meira en áratug. Unnið hefur verið að því að auka afköstin og nú er þau þannig að binda má nánast alla losun úr gufunni sem Hellisheiðarvirkjun nýtir til að framleiða rafmagn og heitt vatn auk þess sem kemur frá einskonar gufugleypi sem tekur kolefni úr andrúmsloftinu og rekinn er í Jarðhitagarði ON við virkjunina. Styrkleikar Carbfix liggja fyrst og fremst í varanleikanum. Kolefninu er breytt í stein djúpt niðri í berggrunninum og verður hluti af jarðlögum framtíðarinnar. Þar er það komið úr þeirri hringrás sem annars hefði ýtt undir allsherjar hlýnun jarðar og allsherjarkólnun á okkar slóðum. Aðferðin er líka hraðvirk. Það sem gæti tekið árþúsundir gerist á örfáum árum. Byggt er á náttúrulegu ferli en með því að hraða því stórlega nýtum við eiginleika basaltsins sem er aðalhráefnið í byggingu Íslands. Vistvæn aðferð Carbfix er líka vistvæn aðferð. Fyrir utan koldíoxíð er blávatn eina íblöndunarefni aðferðarinnar. Það er því sódavatn, ekki ósvipað því sem Íslendingar þamba nú sem aldrei fyrr (en án koffíns), sem dælt er niður fyrir grunnvatn þar sem tröllið verður að steini. Aðferðin er sprottin af forystu Íslands í jarðhitanýtingu og gerir okkur því kleift að vera líka í fararbroddi á þessu sviði. Íslenskt samfélag hefur þegar gjörbreytt orkunýtingu sinni með hitaveitunni. Sú umbreyting var ekki kölluð loftslagsaðgerð á sínum tíma, en hún hefur reynst ein áhrifaríkasta kolefnislækkun okkar. Ef við beitum Carbfix af sama hugrekki og sömu framsýni og við uppbyggingu hitaveitnanna getum við skapað nýjan vendipunkt í okkar losun. Við þurfum mörgu að breyta og margar lausnir – ekki bara fyrir Ísland heldur fyrir heiminn allan. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun