Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 11. september 2025 21:03 Gunnar Geir Gunnarsson er deildarstjóri hjá Samgöngustofu. Vísir/Bjarni/Pipar auglýsingastofa Símanotkun við akstur minnkaði umtalsvert á síðasta ári í kjölfar herferðarinnar Ekki taka skjáhættuna. Kostnaður vegna umferðaslysa sem tengd eru símanotkun hleypur á milljörðum árlega en deildarstjóri Samgöngustofu segir vandamálið með þeim stærri í umferðinni í dag. Samkvæmt tölum Samgöngustofu er kostnaður vegna umferðaslysa rúmir 80 milljarðar á ári. Þegar kostnaður umferðarslysa er greindur er skoðaður beinn kostnaður vegna slysa en einnig óbeinn- og óáþreifanlegur kostnaður fyrir hagkerfið í heild eins og vinnutap og minni framleiðni. Kostnaður vegna umferðaslysa hleypur á milljörðum ár hvert.Vísir Samkvæmt greiningu Samgöngustofu eru 10% umferðaslysa rakin til net- og samfélagsmiðlanotkunar og skilaboðasendinga ökumanns. Ökumaður sem gerir slíkt er tuttugu og þrisvar sinnum líklegri að lenda í slysi. „Þetta er gríðarlega stórt vandamál og í hegðunarkönnuninni þá sjáum við að 30-40% eiga það til að gera þetta, sumir oft, sumir sjaldan og stundum. Þetta er með stærri vandamálum sem við sjáum í umferðinni í dag,“ sagði Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Notkun síma minnkaði um 8,6% Á síðasta ári fóru Samgöngustofa og Sjóvá af stað með herferðina "Ekki taka skjáhættuna" til vitundarvakningar fyrir almenning vegna símanotkunar undir stýri. Talið er að notkun farsíma undir stýri valdi allt að fjórðungi umferðarslysa. Eins og sjá má minnkaði símanotkun á milli áranna 2023 og 2024 og mest í skilaboðsendingum ökumanna.Vísir Samkvæmt árlegri könnun Samgöngustofu dróst símanotkun við akstur saman um 8,6% eftir að herferðinni var hrundið af stað og það jafngildi sparnaði fyrir samfélagið upp á rúmar 700 milljónir króna. „Við metum út frá rannsóknum að 10% af slysum séu vegna þessara ósiða. Þegar við erum að tala um að kostnaður umferðaslysa sé 8,3 milljarðar og svo reiknum við hver fækkunin var, þá gerum við ráð fyrir að slysum hafi fækkað og þar með kostnaður lækkað.“ „Ekki eingöngu vandamál unga fólksins“ Gunnar segir niðurstöðu herferðarinnar vera vonum framar. „Allar svona herferðir hafa einhver áhrif. Þetta er að minna á, fólk er að spegla sjálfan sig í þessari hegðun og að fatta að það er ekki alveg í lagi að haga sér svona.“ Margir tengja vandamálið helst við yngstu ökumennina en Gunnar Geir segir þeim ekki alfarið um að kenna. „Þetta er ekki eingöngu vandamál unga fólksins, þetta nær ansi langt framyfir miðaldra fólk. Það eru í raun allir undir en unga fólkið er vissulega meira áberandi.“ Samgöngur Samgönguslys Tryggingar Umferðaröryggi Slysavarnir Bílar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Samkvæmt tölum Samgöngustofu er kostnaður vegna umferðaslysa rúmir 80 milljarðar á ári. Þegar kostnaður umferðarslysa er greindur er skoðaður beinn kostnaður vegna slysa en einnig óbeinn- og óáþreifanlegur kostnaður fyrir hagkerfið í heild eins og vinnutap og minni framleiðni. Kostnaður vegna umferðaslysa hleypur á milljörðum ár hvert.Vísir Samkvæmt greiningu Samgöngustofu eru 10% umferðaslysa rakin til net- og samfélagsmiðlanotkunar og skilaboðasendinga ökumanns. Ökumaður sem gerir slíkt er tuttugu og þrisvar sinnum líklegri að lenda í slysi. „Þetta er gríðarlega stórt vandamál og í hegðunarkönnuninni þá sjáum við að 30-40% eiga það til að gera þetta, sumir oft, sumir sjaldan og stundum. Þetta er með stærri vandamálum sem við sjáum í umferðinni í dag,“ sagði Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Notkun síma minnkaði um 8,6% Á síðasta ári fóru Samgöngustofa og Sjóvá af stað með herferðina "Ekki taka skjáhættuna" til vitundarvakningar fyrir almenning vegna símanotkunar undir stýri. Talið er að notkun farsíma undir stýri valdi allt að fjórðungi umferðarslysa. Eins og sjá má minnkaði símanotkun á milli áranna 2023 og 2024 og mest í skilaboðsendingum ökumanna.Vísir Samkvæmt árlegri könnun Samgöngustofu dróst símanotkun við akstur saman um 8,6% eftir að herferðinni var hrundið af stað og það jafngildi sparnaði fyrir samfélagið upp á rúmar 700 milljónir króna. „Við metum út frá rannsóknum að 10% af slysum séu vegna þessara ósiða. Þegar við erum að tala um að kostnaður umferðaslysa sé 8,3 milljarðar og svo reiknum við hver fækkunin var, þá gerum við ráð fyrir að slysum hafi fækkað og þar með kostnaður lækkað.“ „Ekki eingöngu vandamál unga fólksins“ Gunnar segir niðurstöðu herferðarinnar vera vonum framar. „Allar svona herferðir hafa einhver áhrif. Þetta er að minna á, fólk er að spegla sjálfan sig í þessari hegðun og að fatta að það er ekki alveg í lagi að haga sér svona.“ Margir tengja vandamálið helst við yngstu ökumennina en Gunnar Geir segir þeim ekki alfarið um að kenna. „Þetta er ekki eingöngu vandamál unga fólksins, þetta nær ansi langt framyfir miðaldra fólk. Það eru í raun allir undir en unga fólkið er vissulega meira áberandi.“
Samgöngur Samgönguslys Tryggingar Umferðaröryggi Slysavarnir Bílar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira