Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. september 2025 13:31 Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði, segir Fjarðabyggð hafa vanrækt vatnsból Stöðvarfjarðar um árabil sem geri það að verkum að íbúar hafi ekki öruggt aðgengi að hreinu vatni. Vísir/Vilhelm/aðsend Í annað sinn á rúmum mánuði þurfa íbúar Stöðvarfjarðar að sjóða neysluvatn eftir að E Coli sýking kom upp. Íbúi á svæðinu segir bresti í upplýsingagjöf sveitarfélagsins og að traustið gagnvart vatnsbólinu sé lítið. Í gær var staðfest að E.coli baktería hefði greinst í neysluvatni á Stöðvarfirði en þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem slíkt gerist. Íbúar bæjarins þurfa því að sjóða allt neysluvatn en í tilkynningu Fjarðabyggðar segir að óhætt sé að nota vatnið til annarra athafna þar sem fjöldi gerla mældist innan marka. Von er á mikilli rigningu á svæðinu og mega íbúar því búast við að ástandið verði viðvarandi næstu daga. „Meðvitaður um að þú er að þvo þér upp úr E. Coli vatni“ Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði og doktor í heilsumannfræði, segir það valda kvíða þegar rigning sé í kortunum. Íbúar treysti ekki vatnsbólinu og að ástandið hafi mikil áhrif á daglegt líf. „Þó þú farir í sturtu þá viltu ekki fá vatn upp í þig. Þegar þú ert að elda, að matbúa, að þrífa heima eða þvo hendurnar þá ertu meðvitaður um að þú ert að þvo þér upp úr E Coli vatni. Þannig maður er að þvo á sér hendur og síðan spritta þær,“ sagði Eva í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þú ert að tvíhugsa alla vatnsnotkun heima hjá þér, hvað varðar mat, matvæli, þvott, neyslu. Bara frá A til Ö.“ Eva segir fólk hafa veikst nú þegar og að það hafi ekki komið á óvart að þessi staða sé komin upp á nýjan leik. „Það sem ætti að vera rigning, við ættum að hugsa sem gott fyrir gróðurinn og allt það, nú er haustið að koma og það er alltaf tilfinning að það séu nýir tímar, skólar að fara af stað en við á Stöðvarfirði erum meðvituð um það að með þessu kemur möguleikinn og hættan á að vatnið okkar mengist sem hefur núna gerst.“ Var sagt að skrá sig til að fá upplýsingar og vill að Fjarðabyggð skaffi vatn Eva kallar eftir að skipulagður verði íbúafundur og að Fjarðabyggð nýti allar leiðir til að veita íbúum upplýsingar. Hún hrósar þó sveitarfélaginu fyrir aðgerðir sem hafi verið farið í síðan sýking kom upp síðast. „Ég hef vitneskju um aðgerðir út frá fundargerðum sem ég þurfti að sækja sjálf í gegnum heimasíðu Fjarðabyggðar. Núna sé ég á Austurfrétt hvaða aðgerðir eru í gangi en þau hafa alrdrei sagt okkur bæjarbúum,“ sagði Eva og bætti við að í gær hafi hún verið í bíl með kollega sem fengið hafi textaskilaboð um að mengun væri í vatninu en sjálf hafi hún engin skilaboð fengið. „Ég læt þau vita á samfélagsmiðlum og spyr hvað þau ætli að gera til að hver og einn einasti íbúi á Stöðvarfirði sé viss um hvað sé í gangi. Svörin sem ég fæ er að skrá mig hjá 1819. Það sem ég vil er að það fari í gang ferlar og sérstaklega núna og þann tíma sem mun líða þar til vatnsbólið verður öruggt.“ „Vissum að þetta myndi gerast aftur“ Þá segir hún að hún og fleiri íbúar hafi kallað eftir því að sveitarfélagið skaffi vatn til íbúa. Það sé ansi slæmt ef fólk geti ekki treyst þeirri grunnlífæð sem vatnið sé. „Það vantar formlegar leiðir, það vantar kerfisbundin ferli sem verður hluti af lýðheilsuinngripi. Það þarf að ganga úr skugga úr að fólk sem er ekki tengt netmiðlum, sem er kannski félagslega einangrað að það fái vitneskju um hvað sé í gangi með vatnið okkar.“ Hún segir fólk hafa grínast með það sín á milli þegar byrjaði að rigna að nú myndi vatnið mengast. „Við byrjum strax að tala saman og spyrja: „Ertu byrjaður að sjóða?“. Ég hef aldrei hætt að sjóða því ég bara ákvað að innlima þetta bara í mitt hegðunarmynstur til þess að breytingin yrði ekki eins mikil þegar vatnið yrði mengað aftur því við vissum að það myndi mengast aftur.“ Fjarðabyggð Vatn Vatnsból Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Í gær var staðfest að E.coli baktería hefði greinst í neysluvatni á Stöðvarfirði en þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem slíkt gerist. Íbúar bæjarins þurfa því að sjóða allt neysluvatn en í tilkynningu Fjarðabyggðar segir að óhætt sé að nota vatnið til annarra athafna þar sem fjöldi gerla mældist innan marka. Von er á mikilli rigningu á svæðinu og mega íbúar því búast við að ástandið verði viðvarandi næstu daga. „Meðvitaður um að þú er að þvo þér upp úr E. Coli vatni“ Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði og doktor í heilsumannfræði, segir það valda kvíða þegar rigning sé í kortunum. Íbúar treysti ekki vatnsbólinu og að ástandið hafi mikil áhrif á daglegt líf. „Þó þú farir í sturtu þá viltu ekki fá vatn upp í þig. Þegar þú ert að elda, að matbúa, að þrífa heima eða þvo hendurnar þá ertu meðvitaður um að þú ert að þvo þér upp úr E Coli vatni. Þannig maður er að þvo á sér hendur og síðan spritta þær,“ sagði Eva í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þú ert að tvíhugsa alla vatnsnotkun heima hjá þér, hvað varðar mat, matvæli, þvott, neyslu. Bara frá A til Ö.“ Eva segir fólk hafa veikst nú þegar og að það hafi ekki komið á óvart að þessi staða sé komin upp á nýjan leik. „Það sem ætti að vera rigning, við ættum að hugsa sem gott fyrir gróðurinn og allt það, nú er haustið að koma og það er alltaf tilfinning að það séu nýir tímar, skólar að fara af stað en við á Stöðvarfirði erum meðvituð um það að með þessu kemur möguleikinn og hættan á að vatnið okkar mengist sem hefur núna gerst.“ Var sagt að skrá sig til að fá upplýsingar og vill að Fjarðabyggð skaffi vatn Eva kallar eftir að skipulagður verði íbúafundur og að Fjarðabyggð nýti allar leiðir til að veita íbúum upplýsingar. Hún hrósar þó sveitarfélaginu fyrir aðgerðir sem hafi verið farið í síðan sýking kom upp síðast. „Ég hef vitneskju um aðgerðir út frá fundargerðum sem ég þurfti að sækja sjálf í gegnum heimasíðu Fjarðabyggðar. Núna sé ég á Austurfrétt hvaða aðgerðir eru í gangi en þau hafa alrdrei sagt okkur bæjarbúum,“ sagði Eva og bætti við að í gær hafi hún verið í bíl með kollega sem fengið hafi textaskilaboð um að mengun væri í vatninu en sjálf hafi hún engin skilaboð fengið. „Ég læt þau vita á samfélagsmiðlum og spyr hvað þau ætli að gera til að hver og einn einasti íbúi á Stöðvarfirði sé viss um hvað sé í gangi. Svörin sem ég fæ er að skrá mig hjá 1819. Það sem ég vil er að það fari í gang ferlar og sérstaklega núna og þann tíma sem mun líða þar til vatnsbólið verður öruggt.“ „Vissum að þetta myndi gerast aftur“ Þá segir hún að hún og fleiri íbúar hafi kallað eftir því að sveitarfélagið skaffi vatn til íbúa. Það sé ansi slæmt ef fólk geti ekki treyst þeirri grunnlífæð sem vatnið sé. „Það vantar formlegar leiðir, það vantar kerfisbundin ferli sem verður hluti af lýðheilsuinngripi. Það þarf að ganga úr skugga úr að fólk sem er ekki tengt netmiðlum, sem er kannski félagslega einangrað að það fái vitneskju um hvað sé í gangi með vatnið okkar.“ Hún segir fólk hafa grínast með það sín á milli þegar byrjaði að rigna að nú myndi vatnið mengast. „Við byrjum strax að tala saman og spyrja: „Ertu byrjaður að sjóða?“. Ég hef aldrei hætt að sjóða því ég bara ákvað að innlima þetta bara í mitt hegðunarmynstur til þess að breytingin yrði ekki eins mikil þegar vatnið yrði mengað aftur því við vissum að það myndi mengast aftur.“
Fjarðabyggð Vatn Vatnsból Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?