Erlent

Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið hand­samaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Charlie Kirk, bandamaður Donalds Trump.
Charlie Kirk, bandamaður Donalds Trump. AP/John Locher

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir „með nokkuð góðri vissu“ að búið sé að handsama grunaðan banamann hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. 

Þetta kemur fram í máli Trump í viðtali við Fox News. 

„Ég held við séum með hann,“ sagði Trump meðal annars og bætti við að einhver nákominn manninum hafi gefið upplýsingar sem komið hafi honum í hendur yfirvalda, að því er fram kemur í umfjöllun Sky News þar sem vitnað er í viðtalið á Fox.

„Ég held með nokkuð mikilli vissu að við séum með hann í haldi. Hann er í haldi. Allir stóðu sig frábærlega í starfi, svæðislögregla og ríkisstjórinn,“ er haft eftir Trump. Viðkomandi sé nú í haldi í höfuðstöðvum lögreglu. 

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×