Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Smári Jökull Jónsson skrifar 12. september 2025 20:02 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Ívar Fannar Áformað er að afnema áminningarskyldu opinbera starfsmanna. Formaður BSRB segir að ef jafna eigi réttindi á milli almenna og opinbera markaðarins þurfi að jafna upp á við en ekki skerða réttindi eins hóps. Fjármálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu í samráðsgátt stjórnvalda þar sem til stendur að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna. Formaður BSRB segir það fordæmalaust að leggja til skerðingar á réttindum launafólks án samtals og fordæmir að ríkisstjórnin líti á birtingu í samráðsgátt sem samráð. Vinnumarkaðskerfið byggi á nánu samtali aðila vinnumarkaðarins til að komast að bestri niðurstöðu. „Þessi áminningarskylda hún tíðkast á bæði almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum og það er enginn að fetta fingur út í það þar. Sömuleiðis ef við ætlum að jafna réttindi á milli markaða sem er sjálfsagður hlutur þá þurfum við að jafna upp á við en ekki skerða einhvern hóp,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB í kvöldfréttum Sýnar. „Svolítið harður tónn“ Í áformunum segir að með samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 hafi verið tekið skref í að jafna réttindi á milli markaða. Þar segir einnig að við kjarasamningaborðið hafi kröfur stéttarfélaganna einkum snúið að því að jafna laun og því sé eðlilegt að skoða í hvaða tilvikum tilefni sé til að jafna einnig réttindi og skyldur. „Mér fannst þetta áhugaverð framsetning og lýsing þeirra á þessu og svolítið harður tónn og jafnvel eins og það sé einhver vilji til að ýfa upp málið.“ Umræddar breytingar á lífeyrisréttindum hafi verið gerðar með samkomulagi og að lítil og hógvær skref hafi verið tekin við kjarasamningsborðið í jöfnun launa. „Það er auðvitað ekki þannig að ríkisstjórnin geti bara orðið þreytt á biðinni og farið að skerða einhliða réttindi af því að þeim finnist þetta ekki ganga nægilega hratt.“ Segir lögin gera ráð fyrir uppsögnum Hún segir mannauðsstjórnun á opinberum markaði verr setta en á einkamarkaði og lýsir vandanum í raun sem stjórnunarvanda. „Það er lykilatriði að þetta sé fullreynt því lögin gera alveg ráð fyrir að það sé hægt að segja upp fólki sem eru ekki að standa sig sem þetta virðist snúast um en stjórnendur eru ekki að nýta það.“ Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu í samráðsgátt stjórnvalda þar sem til stendur að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna. Formaður BSRB segir það fordæmalaust að leggja til skerðingar á réttindum launafólks án samtals og fordæmir að ríkisstjórnin líti á birtingu í samráðsgátt sem samráð. Vinnumarkaðskerfið byggi á nánu samtali aðila vinnumarkaðarins til að komast að bestri niðurstöðu. „Þessi áminningarskylda hún tíðkast á bæði almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum og það er enginn að fetta fingur út í það þar. Sömuleiðis ef við ætlum að jafna réttindi á milli markaða sem er sjálfsagður hlutur þá þurfum við að jafna upp á við en ekki skerða einhvern hóp,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB í kvöldfréttum Sýnar. „Svolítið harður tónn“ Í áformunum segir að með samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 hafi verið tekið skref í að jafna réttindi á milli markaða. Þar segir einnig að við kjarasamningaborðið hafi kröfur stéttarfélaganna einkum snúið að því að jafna laun og því sé eðlilegt að skoða í hvaða tilvikum tilefni sé til að jafna einnig réttindi og skyldur. „Mér fannst þetta áhugaverð framsetning og lýsing þeirra á þessu og svolítið harður tónn og jafnvel eins og það sé einhver vilji til að ýfa upp málið.“ Umræddar breytingar á lífeyrisréttindum hafi verið gerðar með samkomulagi og að lítil og hógvær skref hafi verið tekin við kjarasamningsborðið í jöfnun launa. „Það er auðvitað ekki þannig að ríkisstjórnin geti bara orðið þreytt á biðinni og farið að skerða einhliða réttindi af því að þeim finnist þetta ekki ganga nægilega hratt.“ Segir lögin gera ráð fyrir uppsögnum Hún segir mannauðsstjórnun á opinberum markaði verr setta en á einkamarkaði og lýsir vandanum í raun sem stjórnunarvanda. „Það er lykilatriði að þetta sé fullreynt því lögin gera alveg ráð fyrir að það sé hægt að segja upp fólki sem eru ekki að standa sig sem þetta virðist snúast um en stjórnendur eru ekki að nýta það.“
Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira