Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Agnar Már Másson skrifar 13. september 2025 16:40 Fundur Trumps og Pútíns í ágúst virtist nokkuð vinalegur, en nú kveðst Bandaríkjaforseti tilbúinn að ráðast í refsiaðgerðir gegn Rússum. En fyrst vill hann að NATO-ríki hætti að kaupa Rússneska olíu. „Ef ekki, eruð þið bara að sóa tímanum mínum og tíma, orku og peningum Bandaríkjanna,“ skrifar Trump. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. Bandaríkjaforseti skrifar á Truth Social að það sé „átakanlegt“ að sjá að sum bandalagsríki NATO kaupi enn olíu af Rússum. Sagði hann það „veikja verulega“ samningsstöðu NATO gagnvart Rússlandi. Hann skorar á öll NATO-ríki að hætta að kaupa olíu úr Rússlandi og hótar Kína 50 til 100 prósenta tollum vegna olíukaupa þeirra af Rússum. „Kína hefur mikla stjórn, og jafnvel tangarhald, á Rússlandi og þessir öflugu tollar munu brjóta það tangarhald,“ skrifar Trump á sinn Truth Social í dag. Hann telur að skuldbinding NATO til að vinna stríðið „hafi verið mun minni en 100%“. Forseti Bandaríkjanna ávarpaði þá NATO-þjóðir beint: „Það veikir verulega samningsstöðu ykkar og samningsvald gagnvart Rússlandi.“ Frá árinu 2023 hefur Tyrkland, sem er aðildarríki í NATO, verið þriðji stærsti kaupandi rússneskrar olíu á eftir Kína og Indlandi, sem þó eru ekki aðilar að NATO. Önnur NATO-ríki sem hafa keypt rússneska olíu eru Ungverjaland og Slóvakía. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lofað því að hann geti bundið enda á stríðið þótt honum hafi reyndar enn ekki tekist að binda enda á allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Hann hefur engu að síður haldið því staðfastlega fram að innrásin hefði ekki átt sér stað ef hann hefði verið forseti þegar hún hófst og telur sig geta stöðvað hana. „Þetta er ekki stríð Trumps (það hefði aldrei byrjað ef ég væri forseti),“ skrifar forsetinn um sjálfan sig í þriðju persónu. „Þetta er stríð Bidens og Selenskís. Ég er aðeins hér til að hjálpa til við að stöðva það og bjarga þúsundum rússneskra og úkraínskra mannslífa.“ Í síðasta mánuði tók Trump á móti starfsbróður sínum, Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í Alaska þar sem þeir héldu viðræður sem báru þó lítinn árangur. „Ef NATO gerir það sem ég segi mun STRÍÐINU ljúka fljótt,“ skrifar hann og bætir við að þá yrði fjölda mannslífa bjargað. „Ef ekki, eruð þið bara að sóa tímanum mínum og tíma, orku og peningum Bandaríkjanna.“ Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Bandaríkjaforseti skrifar á Truth Social að það sé „átakanlegt“ að sjá að sum bandalagsríki NATO kaupi enn olíu af Rússum. Sagði hann það „veikja verulega“ samningsstöðu NATO gagnvart Rússlandi. Hann skorar á öll NATO-ríki að hætta að kaupa olíu úr Rússlandi og hótar Kína 50 til 100 prósenta tollum vegna olíukaupa þeirra af Rússum. „Kína hefur mikla stjórn, og jafnvel tangarhald, á Rússlandi og þessir öflugu tollar munu brjóta það tangarhald,“ skrifar Trump á sinn Truth Social í dag. Hann telur að skuldbinding NATO til að vinna stríðið „hafi verið mun minni en 100%“. Forseti Bandaríkjanna ávarpaði þá NATO-þjóðir beint: „Það veikir verulega samningsstöðu ykkar og samningsvald gagnvart Rússlandi.“ Frá árinu 2023 hefur Tyrkland, sem er aðildarríki í NATO, verið þriðji stærsti kaupandi rússneskrar olíu á eftir Kína og Indlandi, sem þó eru ekki aðilar að NATO. Önnur NATO-ríki sem hafa keypt rússneska olíu eru Ungverjaland og Slóvakía. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lofað því að hann geti bundið enda á stríðið þótt honum hafi reyndar enn ekki tekist að binda enda á allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Hann hefur engu að síður haldið því staðfastlega fram að innrásin hefði ekki átt sér stað ef hann hefði verið forseti þegar hún hófst og telur sig geta stöðvað hana. „Þetta er ekki stríð Trumps (það hefði aldrei byrjað ef ég væri forseti),“ skrifar forsetinn um sjálfan sig í þriðju persónu. „Þetta er stríð Bidens og Selenskís. Ég er aðeins hér til að hjálpa til við að stöðva það og bjarga þúsundum rússneskra og úkraínskra mannslífa.“ Í síðasta mánuði tók Trump á móti starfsbróður sínum, Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í Alaska þar sem þeir héldu viðræður sem báru þó lítinn árangur. „Ef NATO gerir það sem ég segi mun STRÍÐINU ljúka fljótt,“ skrifar hann og bætir við að þá yrði fjölda mannslífa bjargað. „Ef ekki, eruð þið bara að sóa tímanum mínum og tíma, orku og peningum Bandaríkjanna.“
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira