Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. september 2025 08:58 Fimmtán hundruð lögreglumenn voru ræstir út vegna mótmælanna. EPA Tuttugu og sex lögreglumenn voru særðir á 150 þúsund manna mótmælafundi gegn innflytjendum í miðborg Lundúna í gær, þar af fjórir alvarlega. Þá voru 25 mótmælendur handteknir vegna ofbeldisbrota á viðburðinum. Fjarhægrimaðurinn Tommy Robinson skipulagði mótmælafundinn, sem nefndist „sameinum konungsríkið“. Á fundinum var straumi innflytjenda og aðgerðaleysi breskra stjórnvalda í þeim málum mótmælt. Þá virðist tjáningarfrelsi hafa verið meðal baráttumála viðstaddra. Á fundinum flutti auðjöfurinn Elon Musk ávarp í gegn um fjarfundarbúnað. Musk hefur tekið skýra afstöðu í innflytjendamálum, og kom til að mynda fram á samkomu þýsku fjarhægrisamtakanna AfD fyrr á árinu. Í ávarpinu ræddi Musk um „stjórnlausan straum innflytjenda“ og kallaði eftir nýrri ríkisstjórn. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi.EPA „Eitthvað þarf að gerast. Það er nauðsynlegt að rjúfa þing og efna til þingkosninga,“ sagði hann meðal annars. Þá sagði hann vinstrimenn „flokk morðingja,“ og skírskotaði til morðsins á fjarhægrimanninum Charlie Kirk í vikunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig sagt vinstrið ábyrgt fyrir morðinu. Þó er fátt vitað um stjórnmálaskoðanir hins grunaða morðingja í málinu, að öðru leyti en að foreldrar hans eru repúblikanar. Auk Musk flutti Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump, ávarp. Á sama tíma mótmæltu um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mótmælafundinum. Þegar á leið aðskildi lögregla fundina tvo til að koma í veg fyrir átök. Mótmælandi heldur uppi skilti af fjarhægrimanninum Charlie Kirk heitnum með orðinu hugrekki. EPA Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins segir að þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglumanna hafi mótmælendur brugðið á það ráð að kasta flöskum og öðrum lausamunum í lögreglumenn. Um 1500 lögreglumenn sinntu löggæslu á fundinum. Miðillinn hefur eftir lögreglufulltrúa að heilahristingur, brotnar tennur, grunur um nefbrot og áverkar á höfði og hryggjarliðum séu meðal meiðsla sem lögreglumenn hlutu í átökum við mótmælendur. Samtök andrasista stóðu fyrir gagnmótmælum á sama tíma. EPA Robinson, skipuleggjandi mótmælanna ávarpaði sjálfur fundinn og lofaði öðrum slíkum í náinni framtíð. Sjálfur hélt hann því fram að milljónir manna hefðu mætt á mótmælin. Fyrr á þessu ári losnaði hann úr fangelsi en hann sat inni fyrir brot á samþykkt um að hætta að hafa uppi ærumeiðingar um sýrlenskan innflytjanda. Sýnt var frá mótmælunum í kvöldfréttum Sýnar. Bretland Innflytjendamál England Elon Musk Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Fjarhægrimaðurinn Tommy Robinson skipulagði mótmælafundinn, sem nefndist „sameinum konungsríkið“. Á fundinum var straumi innflytjenda og aðgerðaleysi breskra stjórnvalda í þeim málum mótmælt. Þá virðist tjáningarfrelsi hafa verið meðal baráttumála viðstaddra. Á fundinum flutti auðjöfurinn Elon Musk ávarp í gegn um fjarfundarbúnað. Musk hefur tekið skýra afstöðu í innflytjendamálum, og kom til að mynda fram á samkomu þýsku fjarhægrisamtakanna AfD fyrr á árinu. Í ávarpinu ræddi Musk um „stjórnlausan straum innflytjenda“ og kallaði eftir nýrri ríkisstjórn. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi.EPA „Eitthvað þarf að gerast. Það er nauðsynlegt að rjúfa þing og efna til þingkosninga,“ sagði hann meðal annars. Þá sagði hann vinstrimenn „flokk morðingja,“ og skírskotaði til morðsins á fjarhægrimanninum Charlie Kirk í vikunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig sagt vinstrið ábyrgt fyrir morðinu. Þó er fátt vitað um stjórnmálaskoðanir hins grunaða morðingja í málinu, að öðru leyti en að foreldrar hans eru repúblikanar. Auk Musk flutti Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump, ávarp. Á sama tíma mótmæltu um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mótmælafundinum. Þegar á leið aðskildi lögregla fundina tvo til að koma í veg fyrir átök. Mótmælandi heldur uppi skilti af fjarhægrimanninum Charlie Kirk heitnum með orðinu hugrekki. EPA Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins segir að þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglumanna hafi mótmælendur brugðið á það ráð að kasta flöskum og öðrum lausamunum í lögreglumenn. Um 1500 lögreglumenn sinntu löggæslu á fundinum. Miðillinn hefur eftir lögreglufulltrúa að heilahristingur, brotnar tennur, grunur um nefbrot og áverkar á höfði og hryggjarliðum séu meðal meiðsla sem lögreglumenn hlutu í átökum við mótmælendur. Samtök andrasista stóðu fyrir gagnmótmælum á sama tíma. EPA Robinson, skipuleggjandi mótmælanna ávarpaði sjálfur fundinn og lofaði öðrum slíkum í náinni framtíð. Sjálfur hélt hann því fram að milljónir manna hefðu mætt á mótmælin. Fyrr á þessu ári losnaði hann úr fangelsi en hann sat inni fyrir brot á samþykkt um að hætta að hafa uppi ærumeiðingar um sýrlenskan innflytjanda. Sýnt var frá mótmælunum í kvöldfréttum Sýnar.
Bretland Innflytjendamál England Elon Musk Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira