Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. september 2025 13:34 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Stærsti hluti fjárveitinga dómsmálaráðuneytisins mun fara í öryggismál samkvæmt fjárlögum ársins 2026. Þá er gert ráð fyrir rúmlega þrjátíu prósent lækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Heildarfjárframlög sem heyra undir dómsmálaráðuneytið nema rúmum 73 milljörðum króna, eða um 4,5 prósent af áætluðum útgjöldum ríkissjóðs. Stór skref Haft er eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra að öryggi landsmanna sé forgangsmál. Undir öryggismál falla lögregla, Landhelgisgæsla, ákæruvald og fangelsismál, þar sem útgjöld nema rúmum fimmtíu milljörðum króna. Það er 12,7 prósent hækkun frá fjárlögum ársins 2025. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir um þriðjungslækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Fjárveitingar í málaflokknum verða 6,5 milljarðar árið 2026, samanborið við 9,5 milljarða á árinu 2025. „Við erum að stíga stór skref til að ná útgjöldum niður. Nú er gert ráð fyrir 6,5 milljörðum árið 2026 í þessum málaflokki sem er 30 prósent lækkun frá fjárlögum 2025, og næstum 60 prósent lækkun frá raunkostnaði síðasta árs. Þetta gerist ekki að sjálfu sér, þetta gerist með skýrri stefnu og með því að hafa stjórn á aðstæðum,“ er haft eftir Þorbjörgu. Brottfararstöð og fleiri lögreglumenn Þorbjörg kynnti í sumar aðgerðir í útlendingamálum í kjölfar ítarlegrar greiningar ráðuneytisins á stöðu dvalarleyfa á Íslandi. Þorbjörg ráðgerir að leggja fram fimm frumvörp á nýju þingi í málaflokknum. Meðal annars um hert skilyrði vegna umsókna um dvalarleyfi ásamt frumvarpi sem gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem framið hafa alvarleg eða ítrekuð brot, sem og þeirra sem ógna öryggi ríkisins. Loks segir í tilkynningu að meðal helstu verkefna fram undan séu fjölgun lögreglumanna um fimmtíu og stofnun brottfararstöðvar sem verði notuð sem lokaúrræði þegar brottvísa á útlendingi sem neitar samvinnu. Þá sé gert ráð fyrir viðbótarfjárframlagi til Fangelsismálastofnunar upp á 230 milljónir króna, meðal annars til að tryggja aukið öryggi starfsfólks og fanga. Innflytjendamál Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Heildarfjárframlög sem heyra undir dómsmálaráðuneytið nema rúmum 73 milljörðum króna, eða um 4,5 prósent af áætluðum útgjöldum ríkissjóðs. Stór skref Haft er eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra að öryggi landsmanna sé forgangsmál. Undir öryggismál falla lögregla, Landhelgisgæsla, ákæruvald og fangelsismál, þar sem útgjöld nema rúmum fimmtíu milljörðum króna. Það er 12,7 prósent hækkun frá fjárlögum ársins 2025. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir um þriðjungslækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Fjárveitingar í málaflokknum verða 6,5 milljarðar árið 2026, samanborið við 9,5 milljarða á árinu 2025. „Við erum að stíga stór skref til að ná útgjöldum niður. Nú er gert ráð fyrir 6,5 milljörðum árið 2026 í þessum málaflokki sem er 30 prósent lækkun frá fjárlögum 2025, og næstum 60 prósent lækkun frá raunkostnaði síðasta árs. Þetta gerist ekki að sjálfu sér, þetta gerist með skýrri stefnu og með því að hafa stjórn á aðstæðum,“ er haft eftir Þorbjörgu. Brottfararstöð og fleiri lögreglumenn Þorbjörg kynnti í sumar aðgerðir í útlendingamálum í kjölfar ítarlegrar greiningar ráðuneytisins á stöðu dvalarleyfa á Íslandi. Þorbjörg ráðgerir að leggja fram fimm frumvörp á nýju þingi í málaflokknum. Meðal annars um hert skilyrði vegna umsókna um dvalarleyfi ásamt frumvarpi sem gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem framið hafa alvarleg eða ítrekuð brot, sem og þeirra sem ógna öryggi ríkisins. Loks segir í tilkynningu að meðal helstu verkefna fram undan séu fjölgun lögreglumanna um fimmtíu og stofnun brottfararstöðvar sem verði notuð sem lokaúrræði þegar brottvísa á útlendingi sem neitar samvinnu. Þá sé gert ráð fyrir viðbótarfjárframlagi til Fangelsismálastofnunar upp á 230 milljónir króna, meðal annars til að tryggja aukið öryggi starfsfólks og fanga.
Innflytjendamál Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira