Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. september 2025 13:34 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Stærsti hluti fjárveitinga dómsmálaráðuneytisins mun fara í öryggismál samkvæmt fjárlögum ársins 2026. Þá er gert ráð fyrir rúmlega þrjátíu prósent lækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Heildarfjárframlög sem heyra undir dómsmálaráðuneytið nema rúmum 73 milljörðum króna, eða um 4,5 prósent af áætluðum útgjöldum ríkissjóðs. Stór skref Haft er eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra að öryggi landsmanna sé forgangsmál. Undir öryggismál falla lögregla, Landhelgisgæsla, ákæruvald og fangelsismál, þar sem útgjöld nema rúmum fimmtíu milljörðum króna. Það er 12,7 prósent hækkun frá fjárlögum ársins 2025. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir um þriðjungslækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Fjárveitingar í málaflokknum verða 6,5 milljarðar árið 2026, samanborið við 9,5 milljarða á árinu 2025. „Við erum að stíga stór skref til að ná útgjöldum niður. Nú er gert ráð fyrir 6,5 milljörðum árið 2026 í þessum málaflokki sem er 30 prósent lækkun frá fjárlögum 2025, og næstum 60 prósent lækkun frá raunkostnaði síðasta árs. Þetta gerist ekki að sjálfu sér, þetta gerist með skýrri stefnu og með því að hafa stjórn á aðstæðum,“ er haft eftir Þorbjörgu. Brottfararstöð og fleiri lögreglumenn Þorbjörg kynnti í sumar aðgerðir í útlendingamálum í kjölfar ítarlegrar greiningar ráðuneytisins á stöðu dvalarleyfa á Íslandi. Þorbjörg ráðgerir að leggja fram fimm frumvörp á nýju þingi í málaflokknum. Meðal annars um hert skilyrði vegna umsókna um dvalarleyfi ásamt frumvarpi sem gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem framið hafa alvarleg eða ítrekuð brot, sem og þeirra sem ógna öryggi ríkisins. Loks segir í tilkynningu að meðal helstu verkefna fram undan séu fjölgun lögreglumanna um fimmtíu og stofnun brottfararstöðvar sem verði notuð sem lokaúrræði þegar brottvísa á útlendingi sem neitar samvinnu. Þá sé gert ráð fyrir viðbótarfjárframlagi til Fangelsismálastofnunar upp á 230 milljónir króna, meðal annars til að tryggja aukið öryggi starfsfólks og fanga. Innflytjendamál Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Heildarfjárframlög sem heyra undir dómsmálaráðuneytið nema rúmum 73 milljörðum króna, eða um 4,5 prósent af áætluðum útgjöldum ríkissjóðs. Stór skref Haft er eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra að öryggi landsmanna sé forgangsmál. Undir öryggismál falla lögregla, Landhelgisgæsla, ákæruvald og fangelsismál, þar sem útgjöld nema rúmum fimmtíu milljörðum króna. Það er 12,7 prósent hækkun frá fjárlögum ársins 2025. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir um þriðjungslækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Fjárveitingar í málaflokknum verða 6,5 milljarðar árið 2026, samanborið við 9,5 milljarða á árinu 2025. „Við erum að stíga stór skref til að ná útgjöldum niður. Nú er gert ráð fyrir 6,5 milljörðum árið 2026 í þessum málaflokki sem er 30 prósent lækkun frá fjárlögum 2025, og næstum 60 prósent lækkun frá raunkostnaði síðasta árs. Þetta gerist ekki að sjálfu sér, þetta gerist með skýrri stefnu og með því að hafa stjórn á aðstæðum,“ er haft eftir Þorbjörgu. Brottfararstöð og fleiri lögreglumenn Þorbjörg kynnti í sumar aðgerðir í útlendingamálum í kjölfar ítarlegrar greiningar ráðuneytisins á stöðu dvalarleyfa á Íslandi. Þorbjörg ráðgerir að leggja fram fimm frumvörp á nýju þingi í málaflokknum. Meðal annars um hert skilyrði vegna umsókna um dvalarleyfi ásamt frumvarpi sem gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem framið hafa alvarleg eða ítrekuð brot, sem og þeirra sem ógna öryggi ríkisins. Loks segir í tilkynningu að meðal helstu verkefna fram undan séu fjölgun lögreglumanna um fimmtíu og stofnun brottfararstöðvar sem verði notuð sem lokaúrræði þegar brottvísa á útlendingi sem neitar samvinnu. Þá sé gert ráð fyrir viðbótarfjárframlagi til Fangelsismálastofnunar upp á 230 milljónir króna, meðal annars til að tryggja aukið öryggi starfsfólks og fanga.
Innflytjendamál Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?