Fótbolti

Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið

Sindri Sverrisson skrifar
Daníel Tristan Guðjohnsen lék sína fyrstu A-landsleiki og skoraði svo tvö mörk í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Daníel Tristan Guðjohnsen lék sína fyrstu A-landsleiki og skoraði svo tvö mörk í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Getty/Alex Nicodim

Daníel Tristan Guðjohnsen, nýjasti A-landsliðsmaður Íslands, skoraði bæði mörk Malmö í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Elfsborg á útivelli. Mörkin má sjá í greininni.

Daníel skoraði fyrra markið sitt á 8. mínútu úr vítaspyrnu og fagnaði með því að benda á Guðjohnsen-nafnið, á vellinum sem bróðir hans Sveinn Aron Guðjohnsen lék á þegar hann var leikmaður Elfsborg.

Daníel bætti svo við öðru marki með laglegu skoti á 33. mínútu sem sjá má hér að neðan.

Staðan var 2-0 þar til að tuttugu mínútur voru til leiksloka en þá minnkaði Elfsborg muninn með marki frá Besfort Zeneli og Rasmus Wikstrom skoraði svo skömmu síðar jöfnunarmarkið.

Daníel var svo skipt af velli og Arnór Sigurðsson hafði farið meiddur af velli á 30. mínútu, rétt áður en Daníel skoraði seinna markið sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×