Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2025 10:07 Tinna, Júlíus og Anton Berg. Júlíus Viggó Ólafsson gefur kost á sér til formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á 48. þingi sambandsins sem fer fram í Reykjavík dagana 3. til 5. október. Júlíus, sem var lykilmaður í kosningabaráttu Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns flokksins, segir kominn tíma á alvöru hægri stefnu hjá sambandinu. Taka þurfi til hendinni í útlendingamálum og berjast gegn inngöngu í Evrópusambandið. Júlíus Viggó er 24 ára hagfræðinemi við Háskóla Íslands, uppalinn í Sandgerði. Hann var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, frá 2023 til 2025 og hefur setið í stjórn SUS frá árinu 2021, þar sem hann sinnir nú starfi markaðsstjóra í framkvæmdastjórn sambandsins. Hann hefur víðtæka reynslu af félags- og stjórnmálastarfi, meðal annars sem oddviti Vöku og stúdentaráðsliði, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands, kosningastjóri D-listans í Suðurnesjabæ í sveitarstjórnarkosningunum 2022 og forseti sambands íslenskra framhaldsskólanema. Þá skipaði hann 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu alþingiskosningum. Júlíus Viggó kynnti Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann flokksins til leiks á framboðsfundi hennar í Salnum í Kópavogi í upphafi árs. „Nú er kominn tími til að SUS setji alvöru hægristefnu á dagskrá, og tali óhrætt fyrir raunverulegum lausnum fyrir ungt fólk. SUS hefur lengi verið kallað samviska flokksins og til þess þarf sambandið að þora að láta í sér heyra. SUS á að vera óhrætt við að ræða málin eins og þau eru, standa vörð um gildi okkar – frelsi einstaklingsins, fullveldið og þá ábyrgð sem því fylgir – og vera leiðandi í miðlun sjálfstæðisstefnunnar út í samfélagið. Þetta framboð boðar sjálfstæði fyrir nýja tíma,” segir Júlíus Viggó í tilkynningu. Hann tilkynnti um framboðið á Facebook í morgun þar sem hann greindi frá áherslum sínum sem frambjóðandi til formennsku og þeim málum sem hann telur skipta máli að SUS taki á á komandi tímum. Bjóða sig fram í fyrsta og annan varaformann Tinna Eyvindardóttir býður sig fram í embætti fyrsta varaformanns SUS. Tinna er 24 ára gömul, uppalin í Grafarvogi og hefur lokið BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hún sat í stjórn Heimdallar og stjórn Vöku árin 2023 til 2025 og sinnti stöðu markaðsstjóra hjá báðum félögum. Þar að auki sat hún í stúdentaráði fyrir Vöku sem oddviti heilbrigðisvísindasviðs, var varaforseti Stúdentasjóðs og sat í jafnréttisnefnd SHÍ. Tinna hefur mikla reynslu af framleiðslu samfélagsmiðlaefnis og sinnti slíkri framleiðslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu alþingiskosningum. Tinna Eyvindardóttir býður sig fram í embætti fyrsta varaformanns SUS. Anton Berg Sævarsson býður sig fram í embætti annars varaformanns SUS. Anton er 21 árs gamall viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík sem er uppalinn á Eskifirði. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði með viðbótarstúdentsprófi frá Verkmenntaskóla Austurlands. Anton er formaður Hávarrs, félags ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð, gegnir formennsku í kjördæmisráði ungra sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi og tók sæti í stjórn SUS í ár. Anton hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi sem og á landsvísu, en hann heldur einnig úti eigin rekstri í skemmtanahaldi. Eftirfarandi ungir sjálfstæðismenn bjóða sig fram til stjórnar SUS ásamt Júlíusi, Tinnu og Antoni: Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir Alda María Þórðardóttir Atli Dagur Guðmundsson Berglind Haraldsdóttir Birkir Ólafsson Birkir Óli Gunnarsson Birkir Örn Þorsteinsson Björn Gunnar Jónsson Bríet Magnúsdóttir Daníel Hjörvar Guðmundsson Dóra Tómasdóttir Einar Arnalds Laxdal Einar Freyr Guðmundsson Embla Kristín Blöndal Ásgeirsdóttir Franklín Ernir Kristjánsson Geir Zoega Guðni Kjartansson Halla Margrét Hilmarsdóttir Halldór Lárusson Helgi Rafn Bergþórsson Hermann Borgar Jakobsson Hermann Nökkvi Gunnarsson Ísak Svavarsson Jóhann Daði Gíslason Kjartan Leifur Sigurðsson Kristín Alda Jörgensdóttir Logi Stefánsson Logi Þór Ágústsson Magnús Benediktsson Oddur Stefánsson Oliver Einar Nordquist Pétur Orri Pétursson Ragnheiður Arnarsdóttir Signý Pála Pálsdóttir Sóley Halldórsdóttir Sölvi Guðmundsson Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir Stephanie Sara Drífudóttir Telma Ósk Þórhallsdóttir Unnur Elín Sigursteinsdóttir Ærandi ástand á fasteignamarkaði „SUS finnur sig á einstökum tímum um þessar mundir. Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu og fram undan eru sveitarstjórnarkosningar og baráttan um fullveldið – gegn inngöngu í ESB,“ segir Júlíus Viggó. „Nú þegar sótt er að Sjálfstæðisflokknum úr öllum áttum, líkt og sjá má hjá systurflokkum okkar erlendis, er það mín skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að sækja meira til hægri. Við þurfum að sækja í og standa með grunngildum okkar. Ekki á yfirborðskenndan hátt, með því að flagga endurkomu gömlu sjálfstæðisstefnunnar án alls innihalds, heldur með alvöru, beinharðri pólitík. Ungt fólk hefur ekki áhuga á „ungmennapólitík.“ Ungt fólk hefur áhuga á pólitík.“ Anton Berg Sævarsson býður sig fram í embætti annars varaformanns SUS. Anton er 21 árs gamall viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík sem er uppalinn á Eskifirði. Ástandið á fasteignamarkaði sé orðið ærandi. „Vanhæfi stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarstjórnarstigs, til að takast á við vandann hefur valdið því að upp er runnið ófremdarástand sem nær engri átt. Heimabakaður lóðaskortur, opinber gjöld, of þungt regluverk og aðgerðir sem nánast einskorðast við eftirspurnarhliðina hafa valdið því að færri og færri ungir einstaklingar ná að eignast eigið heimili, þá sérstaklega þeir sem ekki geta fengið fjárhagslega aðstoð frá fjölskyldu sinni. Ríkið á að víkja af fasteignamarkaði og hætta að vera fyrir. Leyfið okkur að byggja og látið okkur í friði svo að við getum eignast heimili.“ Eins og allir sjái séu útlendingamál komin í ógöngur á Íslandi. „Með gríðarlegri fólksfjölgun erlendra ríkisborgara hér á landi undanfarna áratugi. Þessi þróun bætir auðvitað þrýstingi undir hækkandi húsnæðisverð, en henni fylgja líka önnur vandamál sem flestir eru farnir að kannast við. Áfangasigrum hefur verið náð á undanförnum árum, sem t.d. má sjá á fækkun þeirra sem sækja hér um hæli, en það vita allir að ríkisstjórnin ætlar því miður ekki að ganga nógu langt. Herða þarf eftirlit á landamærum, fækka eða jafnvel frysta hælisveitingar, loka glufum líkt og finna má í Háskóla Íslands og senda úr landi þá sem hingað koma og brjóta af sér.“ „Standa þurfi vörð um fullveldi Íslands og berjast gegn inngöngu þjóðarinnar í Evrópusambandið. Enginn er hagur okkar að ganga inn í batterí þar sem atvinnuleysi ungs fólks er hátt og hagvöxtur hefur staðnað undanfarna tvo áratugi. Við munum ekki falla fyrir gylliboðum um vaxtakjör og peningagreiðslur frá Brussel, og jafnvel ef um heiðarleg tilboð væri að ræða þá er fullveldi lýðveldisins dýrmætari en svo að við seljum það fyrir skammtímaágóða.“ Sem formaður ætli hann að setja þessi mál og fleiri á oddinn. „Listinn er auðvitað ekki tæmandi og má t.d. einnig nefna grafalvarlega stöðu í menntakerfinu sem og í ríkisfjármálunum. Með mér býður sig fram úrvalslisti ungra sjálfstæðismanna. Tinna Eyvindardóttir og Anton Berg Sævarsson sækjast eftir því að mynda forystu sambandsins með mér, sem fyrsti og annar varaformaður. Ég er ótrúlega heppinn að hafa þessa liðsfélaga mér við hlið. En þar að auki býður sig fram með okkur fjöldin allur af öflugum ungum sjálfstæðismönnum af öllu landinu. Sameinaður hópur sem er tilbúinn að ganga til verka. Við ætlum okkur mikið og við ætlum okkur að tala um alvöru pólitík. Litlu frelsismálin munu áfram skipta miklu máli, en við áttum okkur á því að það eru stóru málin sem hreyfa nálina. Við óskum eftir stuðningi ungra sjálfstæðismanna til að veita okkur brautargengi á komandi sambandsþingi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Júlíus Viggó er 24 ára hagfræðinemi við Háskóla Íslands, uppalinn í Sandgerði. Hann var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, frá 2023 til 2025 og hefur setið í stjórn SUS frá árinu 2021, þar sem hann sinnir nú starfi markaðsstjóra í framkvæmdastjórn sambandsins. Hann hefur víðtæka reynslu af félags- og stjórnmálastarfi, meðal annars sem oddviti Vöku og stúdentaráðsliði, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands, kosningastjóri D-listans í Suðurnesjabæ í sveitarstjórnarkosningunum 2022 og forseti sambands íslenskra framhaldsskólanema. Þá skipaði hann 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu alþingiskosningum. Júlíus Viggó kynnti Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann flokksins til leiks á framboðsfundi hennar í Salnum í Kópavogi í upphafi árs. „Nú er kominn tími til að SUS setji alvöru hægristefnu á dagskrá, og tali óhrætt fyrir raunverulegum lausnum fyrir ungt fólk. SUS hefur lengi verið kallað samviska flokksins og til þess þarf sambandið að þora að láta í sér heyra. SUS á að vera óhrætt við að ræða málin eins og þau eru, standa vörð um gildi okkar – frelsi einstaklingsins, fullveldið og þá ábyrgð sem því fylgir – og vera leiðandi í miðlun sjálfstæðisstefnunnar út í samfélagið. Þetta framboð boðar sjálfstæði fyrir nýja tíma,” segir Júlíus Viggó í tilkynningu. Hann tilkynnti um framboðið á Facebook í morgun þar sem hann greindi frá áherslum sínum sem frambjóðandi til formennsku og þeim málum sem hann telur skipta máli að SUS taki á á komandi tímum. Bjóða sig fram í fyrsta og annan varaformann Tinna Eyvindardóttir býður sig fram í embætti fyrsta varaformanns SUS. Tinna er 24 ára gömul, uppalin í Grafarvogi og hefur lokið BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hún sat í stjórn Heimdallar og stjórn Vöku árin 2023 til 2025 og sinnti stöðu markaðsstjóra hjá báðum félögum. Þar að auki sat hún í stúdentaráði fyrir Vöku sem oddviti heilbrigðisvísindasviðs, var varaforseti Stúdentasjóðs og sat í jafnréttisnefnd SHÍ. Tinna hefur mikla reynslu af framleiðslu samfélagsmiðlaefnis og sinnti slíkri framleiðslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu alþingiskosningum. Tinna Eyvindardóttir býður sig fram í embætti fyrsta varaformanns SUS. Anton Berg Sævarsson býður sig fram í embætti annars varaformanns SUS. Anton er 21 árs gamall viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík sem er uppalinn á Eskifirði. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði með viðbótarstúdentsprófi frá Verkmenntaskóla Austurlands. Anton er formaður Hávarrs, félags ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð, gegnir formennsku í kjördæmisráði ungra sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi og tók sæti í stjórn SUS í ár. Anton hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi sem og á landsvísu, en hann heldur einnig úti eigin rekstri í skemmtanahaldi. Eftirfarandi ungir sjálfstæðismenn bjóða sig fram til stjórnar SUS ásamt Júlíusi, Tinnu og Antoni: Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir Alda María Þórðardóttir Atli Dagur Guðmundsson Berglind Haraldsdóttir Birkir Ólafsson Birkir Óli Gunnarsson Birkir Örn Þorsteinsson Björn Gunnar Jónsson Bríet Magnúsdóttir Daníel Hjörvar Guðmundsson Dóra Tómasdóttir Einar Arnalds Laxdal Einar Freyr Guðmundsson Embla Kristín Blöndal Ásgeirsdóttir Franklín Ernir Kristjánsson Geir Zoega Guðni Kjartansson Halla Margrét Hilmarsdóttir Halldór Lárusson Helgi Rafn Bergþórsson Hermann Borgar Jakobsson Hermann Nökkvi Gunnarsson Ísak Svavarsson Jóhann Daði Gíslason Kjartan Leifur Sigurðsson Kristín Alda Jörgensdóttir Logi Stefánsson Logi Þór Ágústsson Magnús Benediktsson Oddur Stefánsson Oliver Einar Nordquist Pétur Orri Pétursson Ragnheiður Arnarsdóttir Signý Pála Pálsdóttir Sóley Halldórsdóttir Sölvi Guðmundsson Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir Stephanie Sara Drífudóttir Telma Ósk Þórhallsdóttir Unnur Elín Sigursteinsdóttir Ærandi ástand á fasteignamarkaði „SUS finnur sig á einstökum tímum um þessar mundir. Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu og fram undan eru sveitarstjórnarkosningar og baráttan um fullveldið – gegn inngöngu í ESB,“ segir Júlíus Viggó. „Nú þegar sótt er að Sjálfstæðisflokknum úr öllum áttum, líkt og sjá má hjá systurflokkum okkar erlendis, er það mín skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að sækja meira til hægri. Við þurfum að sækja í og standa með grunngildum okkar. Ekki á yfirborðskenndan hátt, með því að flagga endurkomu gömlu sjálfstæðisstefnunnar án alls innihalds, heldur með alvöru, beinharðri pólitík. Ungt fólk hefur ekki áhuga á „ungmennapólitík.“ Ungt fólk hefur áhuga á pólitík.“ Anton Berg Sævarsson býður sig fram í embætti annars varaformanns SUS. Anton er 21 árs gamall viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík sem er uppalinn á Eskifirði. Ástandið á fasteignamarkaði sé orðið ærandi. „Vanhæfi stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarstjórnarstigs, til að takast á við vandann hefur valdið því að upp er runnið ófremdarástand sem nær engri átt. Heimabakaður lóðaskortur, opinber gjöld, of þungt regluverk og aðgerðir sem nánast einskorðast við eftirspurnarhliðina hafa valdið því að færri og færri ungir einstaklingar ná að eignast eigið heimili, þá sérstaklega þeir sem ekki geta fengið fjárhagslega aðstoð frá fjölskyldu sinni. Ríkið á að víkja af fasteignamarkaði og hætta að vera fyrir. Leyfið okkur að byggja og látið okkur í friði svo að við getum eignast heimili.“ Eins og allir sjái séu útlendingamál komin í ógöngur á Íslandi. „Með gríðarlegri fólksfjölgun erlendra ríkisborgara hér á landi undanfarna áratugi. Þessi þróun bætir auðvitað þrýstingi undir hækkandi húsnæðisverð, en henni fylgja líka önnur vandamál sem flestir eru farnir að kannast við. Áfangasigrum hefur verið náð á undanförnum árum, sem t.d. má sjá á fækkun þeirra sem sækja hér um hæli, en það vita allir að ríkisstjórnin ætlar því miður ekki að ganga nógu langt. Herða þarf eftirlit á landamærum, fækka eða jafnvel frysta hælisveitingar, loka glufum líkt og finna má í Háskóla Íslands og senda úr landi þá sem hingað koma og brjóta af sér.“ „Standa þurfi vörð um fullveldi Íslands og berjast gegn inngöngu þjóðarinnar í Evrópusambandið. Enginn er hagur okkar að ganga inn í batterí þar sem atvinnuleysi ungs fólks er hátt og hagvöxtur hefur staðnað undanfarna tvo áratugi. Við munum ekki falla fyrir gylliboðum um vaxtakjör og peningagreiðslur frá Brussel, og jafnvel ef um heiðarleg tilboð væri að ræða þá er fullveldi lýðveldisins dýrmætari en svo að við seljum það fyrir skammtímaágóða.“ Sem formaður ætli hann að setja þessi mál og fleiri á oddinn. „Listinn er auðvitað ekki tæmandi og má t.d. einnig nefna grafalvarlega stöðu í menntakerfinu sem og í ríkisfjármálunum. Með mér býður sig fram úrvalslisti ungra sjálfstæðismanna. Tinna Eyvindardóttir og Anton Berg Sævarsson sækjast eftir því að mynda forystu sambandsins með mér, sem fyrsti og annar varaformaður. Ég er ótrúlega heppinn að hafa þessa liðsfélaga mér við hlið. En þar að auki býður sig fram með okkur fjöldin allur af öflugum ungum sjálfstæðismönnum af öllu landinu. Sameinaður hópur sem er tilbúinn að ganga til verka. Við ætlum okkur mikið og við ætlum okkur að tala um alvöru pólitík. Litlu frelsismálin munu áfram skipta miklu máli, en við áttum okkur á því að það eru stóru málin sem hreyfa nálina. Við óskum eftir stuðningi ungra sjálfstæðismanna til að veita okkur brautargengi á komandi sambandsþingi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira