Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2025 22:46 Joe Burrow er meiddur í stóru tánni. Ric Tapia/Getty Images Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í NFL deildinni, þarf að gangast undir aðgerð á tánni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Jacksonville Jaguars í gærkvöldi. Burrow haltraði af velli eftir tæklingu í öðrum leikhluta og var leystur af hólmi af reynsluboltanum Jake Browning, sem leiddi liðið til 31-27 sigurs og verður leikstjórnandi liðsins í næstu leikjum. Burrow þarf að fara í aðgerð til að laga svokallaða „turf toe“ sem hann er að glíma við, það er tognun í liðbandi stóru tánnar. Meiðsli sem má rekja til harðs undirlags á gervigrasi og gerast yfirleitt þegar fóturinn festist í grasinu. Hann er annar leikstjórnandinn sem lendir í slíkum meiðslum á tímabilinu. Brock Purdy var ekki með San Francisco 49ers um síðustu helgi eftir að hafa meiðst í tánni, en hans meiðsli eru ekki eins alvarleg og krefjast ekki aðgerðar. Óvíst er hversu lengi Burrow verður frá og þjálfari Bengals, Zac Taylor, vildi ekki lofa því að hann myndi snúa aftur á þessu tímabili. Þetta yrði í þriðja sinn sem tímabil Burrow myndi enda snemma. Hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2020 en sleit þá krossband í 11. umferð. Tveimur tímabilum síðar, eftir að hafa leitt Bengals í Ofurskálina, meiddist hann í úlnliðnum. Bengals hafa byrjað tímabilið vel og unnið fyrstu tvo leikina. Liðið mun nú leita að öðrum leikstjórnanda til að sitja á bekknum í stað Jake Browning, sem tekur byrjunarliðssætið af Burrow. Önnur umferð NFL deildarinnar klárast í kvöld. Lokasóknin gerir umferðina svo upp á Sýn Sport 2 klukkan 21:10 á morgun. NFL Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Sjá meira
Burrow haltraði af velli eftir tæklingu í öðrum leikhluta og var leystur af hólmi af reynsluboltanum Jake Browning, sem leiddi liðið til 31-27 sigurs og verður leikstjórnandi liðsins í næstu leikjum. Burrow þarf að fara í aðgerð til að laga svokallaða „turf toe“ sem hann er að glíma við, það er tognun í liðbandi stóru tánnar. Meiðsli sem má rekja til harðs undirlags á gervigrasi og gerast yfirleitt þegar fóturinn festist í grasinu. Hann er annar leikstjórnandinn sem lendir í slíkum meiðslum á tímabilinu. Brock Purdy var ekki með San Francisco 49ers um síðustu helgi eftir að hafa meiðst í tánni, en hans meiðsli eru ekki eins alvarleg og krefjast ekki aðgerðar. Óvíst er hversu lengi Burrow verður frá og þjálfari Bengals, Zac Taylor, vildi ekki lofa því að hann myndi snúa aftur á þessu tímabili. Þetta yrði í þriðja sinn sem tímabil Burrow myndi enda snemma. Hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2020 en sleit þá krossband í 11. umferð. Tveimur tímabilum síðar, eftir að hafa leitt Bengals í Ofurskálina, meiddist hann í úlnliðnum. Bengals hafa byrjað tímabilið vel og unnið fyrstu tvo leikina. Liðið mun nú leita að öðrum leikstjórnanda til að sitja á bekknum í stað Jake Browning, sem tekur byrjunarliðssætið af Burrow. Önnur umferð NFL deildarinnar klárast í kvöld. Lokasóknin gerir umferðina svo upp á Sýn Sport 2 klukkan 21:10 á morgun.
NFL Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Sjá meira