Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Árni Sæberg skrifar 16. september 2025 13:40 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa rænt bíl af manni í veiðivötnum og ekið undir áhrifum áfengis og kannabisefna af vettvangi. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir manninum, sem kveðinn var upp í gær, segir að hann hafi verið ákærður fyrir rán með því að hafa þriðjudaginn 1. ágúst 2023, í Veiðivötnum við Stóra Fossvatn í Rangárþingi ytra, með líkamlegu ofbeldi og hótunum um líkamlegt ofbeldi þvingað mann til að afhenda honum bíl og lykla að bílnum. Nánar tiltekið hafi hann tekið með hægri hendi í hálskraga á jakka sem maðurinn klæddist, hrinda honum, kreppa vinstri hnefa og endurtekið hóta honum barsmíðum ef hann afhenti honum ekki lyklana, og síðan þegar það hafð tekist ekið bifreiðinni þaðan á brott. Undir áhrifum Þá hafi hann verið ákærður fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa í kjölfar ránsins ekið bílnum undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna uns lögregla stöðvaði aksturinn á Þjórsárdalsvegi suður af Hrauneyjum í Rangárþingi ytra. Í blóðsýni hafi vínandamagn mælst 0,75 prómill og tetrahýdrókannabínól 5,3 nanógrömm í millilítra. Játaði og sagðist iðrast Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust. Hann hafi sagst iðrast gjörða sinna og sagt að um einstakt tilvik hefði verið að ræða, hann legði slíka háttsemi ekki í vana sinn. Með hliðsjón af játningu mannsins hafi refsing hans hæfilega verið ákveðin hálfs árs skilorðsbundin fangelsisvist. Þá skyldi hann greiða 300 þúsund króna sekt í ríkissjóð og allan sakarkostnað, samtals rúmlega 500 þúsund krónur. Dómsmál Rangárþing ytra Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir manninum, sem kveðinn var upp í gær, segir að hann hafi verið ákærður fyrir rán með því að hafa þriðjudaginn 1. ágúst 2023, í Veiðivötnum við Stóra Fossvatn í Rangárþingi ytra, með líkamlegu ofbeldi og hótunum um líkamlegt ofbeldi þvingað mann til að afhenda honum bíl og lykla að bílnum. Nánar tiltekið hafi hann tekið með hægri hendi í hálskraga á jakka sem maðurinn klæddist, hrinda honum, kreppa vinstri hnefa og endurtekið hóta honum barsmíðum ef hann afhenti honum ekki lyklana, og síðan þegar það hafð tekist ekið bifreiðinni þaðan á brott. Undir áhrifum Þá hafi hann verið ákærður fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa í kjölfar ránsins ekið bílnum undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna uns lögregla stöðvaði aksturinn á Þjórsárdalsvegi suður af Hrauneyjum í Rangárþingi ytra. Í blóðsýni hafi vínandamagn mælst 0,75 prómill og tetrahýdrókannabínól 5,3 nanógrömm í millilítra. Játaði og sagðist iðrast Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust. Hann hafi sagst iðrast gjörða sinna og sagt að um einstakt tilvik hefði verið að ræða, hann legði slíka háttsemi ekki í vana sinn. Með hliðsjón af játningu mannsins hafi refsing hans hæfilega verið ákveðin hálfs árs skilorðsbundin fangelsisvist. Þá skyldi hann greiða 300 þúsund króna sekt í ríkissjóð og allan sakarkostnað, samtals rúmlega 500 þúsund krónur.
Dómsmál Rangárþing ytra Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira