Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 16. september 2025 15:32 Í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur stendur til að skerða stuðning til mikilvægra sjálfseignarstofnanna um hálfan milljarð króna. Þar er ráðist harðast að Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem greinist með krabbamein, en skera á niður stuðning til Ljóssins um 200 milljónir króna. Kaldar kveðjur inn í bleikan október. Ljósið er einstök heilbrigðisstofnun sem þúsundir Íslendinga og aðstandendur þeirra hafa nýtt sér til stuðnings og endurhæfingar. Ljósið einblínir ekki bara á krabbameinsgreinda heldur hjálpar það einnig nánustu aðstandendum og leggur sömuleiðis mikla áherslu á að fá fleiri karlmenn til að leita sér aðstoðar, en ekki hefur verið vanþörf á. Í Ljósinu fá krabbameinsgreindir andlegan og líkamlegan stuðning til að komast í gegnum veikindin og að komast aftur á fætur eftir glímuna við þennan illvíga sjúkdóm. Þannig kemst fólk fyrr út á vinnumarkaðinn og færist nær eðlilegu og daglegu lífi. Það liggur því alveg í augum uppi að þessar 200 milljónir skila sér margfalt til baka. Það er löngu viðurkennt í nútímaheilbrigðiskerfi að skapandi iðja, hreyfing og félagslegur stuðningur í endurhæfingu bæta bæði líkamlega og andlega líðan. Rannsóknir hér heima og erlendis hafa sýnt fram á það og í skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar kemur fram að slík nálgun geti jafnvel dregið úr heildarkostnaði heilbrigðiskerfisins. Einkaframtakið virðist því miður vera sem þyrnir í augum heilbrigðisráðherra en það yrði skelfilegt ef jafnmikilvæg stofnun og Ljósið yrði fyrst undir niðurskurðarhnífinn vegna skilningsleysis heilbrigðisráðherra á starfsemi þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur stendur til að skerða stuðning til mikilvægra sjálfseignarstofnanna um hálfan milljarð króna. Þar er ráðist harðast að Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem greinist með krabbamein, en skera á niður stuðning til Ljóssins um 200 milljónir króna. Kaldar kveðjur inn í bleikan október. Ljósið er einstök heilbrigðisstofnun sem þúsundir Íslendinga og aðstandendur þeirra hafa nýtt sér til stuðnings og endurhæfingar. Ljósið einblínir ekki bara á krabbameinsgreinda heldur hjálpar það einnig nánustu aðstandendum og leggur sömuleiðis mikla áherslu á að fá fleiri karlmenn til að leita sér aðstoðar, en ekki hefur verið vanþörf á. Í Ljósinu fá krabbameinsgreindir andlegan og líkamlegan stuðning til að komast í gegnum veikindin og að komast aftur á fætur eftir glímuna við þennan illvíga sjúkdóm. Þannig kemst fólk fyrr út á vinnumarkaðinn og færist nær eðlilegu og daglegu lífi. Það liggur því alveg í augum uppi að þessar 200 milljónir skila sér margfalt til baka. Það er löngu viðurkennt í nútímaheilbrigðiskerfi að skapandi iðja, hreyfing og félagslegur stuðningur í endurhæfingu bæta bæði líkamlega og andlega líðan. Rannsóknir hér heima og erlendis hafa sýnt fram á það og í skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar kemur fram að slík nálgun geti jafnvel dregið úr heildarkostnaði heilbrigðiskerfisins. Einkaframtakið virðist því miður vera sem þyrnir í augum heilbrigðisráðherra en það yrði skelfilegt ef jafnmikilvæg stofnun og Ljósið yrði fyrst undir niðurskurðarhnífinn vegna skilningsleysis heilbrigðisráðherra á starfsemi þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar