Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. september 2025 07:02 Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn að lögum mun það hafa í för með sér að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið í gegnum aðildina að EES-samningnum, verði lögum samkvæmt að eins konar yfirlöggjöf hér á landi sem allt annað sem Alþingi samþykkir verður að rúmast innan. Til verður þannig ný forgangsregla í íslenzkum rétti sem felur í sér að innleitt regluverk frá sambandinu gangi framar íslenzkri lagasetningu af þeirri einu ástæðu að það kemur þaðan. Fyrir vikið er vart að furða að virtir lögspekingar hafi varað við því að bókunin, eins og til standi að innleiða hana með frumvarpi Þorgerðar, fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þar á meðal bæði lögspekingar sem telja rétt að bókunin verði innleidd með þeim hætti, en telja að standa þurfi þá rétt að málum og breyta fyrst stjórnarskránni, og sem eru því andvígir. Málið er í bezta falli umdeilt í röðum lögspekinga og fyrir vikið hlýtur að vera rétt að fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar njóti vafans. Fyrsta skrefið í þeim efnum er vitanlega að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. Meðal þeirra sem varað hafa við því árekstri við stjórnarskrána er Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar í afmælisriti EFTA-dómstólsins árið 2014: „Staðreyndin er hins vegar sú að ekki var mögulegt að ganga lengra [varðandi bókun 35] innan þess ramma sem stjórnarskrá Íslands setur. Stjórnarskráin gerir hvorki ráð fyrir því að takmarka megi fullveldi lýðveldisins með framsali löggjafarvalds til alþjóðastofnana né að landslög, sem byggjast á alþjóðlegum skuldbindingum eins og EES-samningnum, geti eingöngu af þeim sökum öðlast ríkari stöðu en önnur almenn löggjöf.“ Skrif Markúsar bera það með sér að sjálfur sé hann hlynntur því að bókun 35 verði innleidd með þeim hætti sem frumvarp Þorgerðar felur í sér en telji hins vegar að standa verði þá lögformlega rétt að málum. Með því að breyta fyrst stjórnarskránni. Frumvarpið felur í sér fullkomna uppgjöf í málinu án þess að fyrst sé látið reyna á það fyrir EFTA-dómstólnum. Fari málið fyrir EFTA-dómstólinn er að minnsta kosti möguleiki á því að niðurstaðan verði Íslandi hagfelld en verði frumvarpið hins vegar samþykkt verður sá möguleiki ljóslega að engu gerður. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram enn eina ferðina og verður rætt á Alþingi strax í dag. Málið er eina málið á dagskrá þingfundar dagsins. Keyra á málið í gegn um þingið eins og fjallað var um í fréttum í síðustu viku. Það er ekki í fyrsta skiptið sem það er reynt. Markmiðið er sem fyrr að reyna að lágmarka umræðu um það. Einkum í þjóðfélaginu. Skoðanakönnun sem gerð var síðasta haust sýndi meirihluta þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti andvíga frumvarpinu. Þar á meðal mikinn meirihluta stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fjölmörg mál hafa farið fyrir EFTA-dómstólinn varðandi Ísland í gegnum tíðina sem varðað hafa einstakar lagagerðir frá Evrópusambandinu og afmarkaða hagsmuni. Full ástæða er til þess að fá niðurstöðu EFTA-dómstólsins í þessu stóra máli sem varðar ekki aðeins einstakar lagagerðir heldur allt regluverkið sem komið hefur og mun koma frá sambandinu í gegnum EES-samninginn. Full ástæða er til þess að taka aftur upp varnir í málinu eins og íslenzk stjórnvöld höfðu uppi lengst af. Við höfum góðan málstað að verja. Stöndum með fullveldisákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Bókun 35 Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn að lögum mun það hafa í för með sér að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið í gegnum aðildina að EES-samningnum, verði lögum samkvæmt að eins konar yfirlöggjöf hér á landi sem allt annað sem Alþingi samþykkir verður að rúmast innan. Til verður þannig ný forgangsregla í íslenzkum rétti sem felur í sér að innleitt regluverk frá sambandinu gangi framar íslenzkri lagasetningu af þeirri einu ástæðu að það kemur þaðan. Fyrir vikið er vart að furða að virtir lögspekingar hafi varað við því að bókunin, eins og til standi að innleiða hana með frumvarpi Þorgerðar, fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þar á meðal bæði lögspekingar sem telja rétt að bókunin verði innleidd með þeim hætti, en telja að standa þurfi þá rétt að málum og breyta fyrst stjórnarskránni, og sem eru því andvígir. Málið er í bezta falli umdeilt í röðum lögspekinga og fyrir vikið hlýtur að vera rétt að fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar njóti vafans. Fyrsta skrefið í þeim efnum er vitanlega að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. Meðal þeirra sem varað hafa við því árekstri við stjórnarskrána er Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar í afmælisriti EFTA-dómstólsins árið 2014: „Staðreyndin er hins vegar sú að ekki var mögulegt að ganga lengra [varðandi bókun 35] innan þess ramma sem stjórnarskrá Íslands setur. Stjórnarskráin gerir hvorki ráð fyrir því að takmarka megi fullveldi lýðveldisins með framsali löggjafarvalds til alþjóðastofnana né að landslög, sem byggjast á alþjóðlegum skuldbindingum eins og EES-samningnum, geti eingöngu af þeim sökum öðlast ríkari stöðu en önnur almenn löggjöf.“ Skrif Markúsar bera það með sér að sjálfur sé hann hlynntur því að bókun 35 verði innleidd með þeim hætti sem frumvarp Þorgerðar felur í sér en telji hins vegar að standa verði þá lögformlega rétt að málum. Með því að breyta fyrst stjórnarskránni. Frumvarpið felur í sér fullkomna uppgjöf í málinu án þess að fyrst sé látið reyna á það fyrir EFTA-dómstólnum. Fari málið fyrir EFTA-dómstólinn er að minnsta kosti möguleiki á því að niðurstaðan verði Íslandi hagfelld en verði frumvarpið hins vegar samþykkt verður sá möguleiki ljóslega að engu gerður. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram enn eina ferðina og verður rætt á Alþingi strax í dag. Málið er eina málið á dagskrá þingfundar dagsins. Keyra á málið í gegn um þingið eins og fjallað var um í fréttum í síðustu viku. Það er ekki í fyrsta skiptið sem það er reynt. Markmiðið er sem fyrr að reyna að lágmarka umræðu um það. Einkum í þjóðfélaginu. Skoðanakönnun sem gerð var síðasta haust sýndi meirihluta þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti andvíga frumvarpinu. Þar á meðal mikinn meirihluta stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fjölmörg mál hafa farið fyrir EFTA-dómstólinn varðandi Ísland í gegnum tíðina sem varðað hafa einstakar lagagerðir frá Evrópusambandinu og afmarkaða hagsmuni. Full ástæða er til þess að fá niðurstöðu EFTA-dómstólsins í þessu stóra máli sem varðar ekki aðeins einstakar lagagerðir heldur allt regluverkið sem komið hefur og mun koma frá sambandinu í gegnum EES-samninginn. Full ástæða er til þess að taka aftur upp varnir í málinu eins og íslenzk stjórnvöld höfðu uppi lengst af. Við höfum góðan málstað að verja. Stöndum með fullveldisákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun