Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. september 2025 17:16 Á bolunum stendur Frelsi sem er vísun í bolinn sem Charlie Kirk var í er hann var skotinn til bana fyrr í mánuðinum. Samsett Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson greiddi fyrir umdeilda boli sem Samband ungra Sjálfstæðismanna hyggst gefa þeim sem skrá sig á sambandsþing þeirra í október. Bolirnir eru vísun í bolinn sem Charlie Kirk, hægrisinnaður áhrifavaldur, klæddist er hann var skotinn til bana. Þetta staðfestir Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í samtali við fréttastofu en Heimildin greindi fyrst frá. Hann segir að ónefndur stjórnarmaður hafi stungið upp á framleiðslu bolanna á fundi en Stefán Einar hafi upprunalega stungið upp á að framleiða umrædda boli í samtali við stjórnarmanninn. Hann bauðst þá einnig til að greiða fyrir bolina. „Ég veit ekki hvort að vinnan detti á mig að fara og framleiða þetta en þetta verður alla veganna í boði á þinginu,“ segir Viktor Pétur og hlær. „Við erum alltaf í fjáröflun og maður er alltaf að reyna að láta detta sér í hug eitthvað nýtt til að setja í sölu. Við erum búin að framleiða fjöldann allan af sokkum og glösum og þess háttar. Svo kemur þessi hugmynd að við förum að framleiða þetta og þetta er nefnt við mig að gera þessa boli. Þá vissi ég ekki að þetta væri frá honum. Svo seinna er mér sagt að hugmyndin sé frá [Stefáni Einari] og að hann ætli að bjóðast til að gefa þeim sem mæta á sambandsþingið,“ segir Viktor Pétur. Fyrst að þau ætli að framleiða bolina til að byrja með fyrir þingið er það til skoðunar hjá stjórn SUS að selja einnig bolina í fjáröflunarskyni. Bolirnir þýði ekki að hann sé sammála öllum skoðunum Kirk Viktor Pétur segir viðbrögð almennings við bolaframleiðslunni ekki koma á óvart, enda endi allt sem sambandið geri á milli tannanna á fólki. „Það kemur svo sem ekki á óvart því að eiginlega, hingað til, allt sem að SUS vekur athygli. Maður sér alltaf að fólk á það til að skrifa statusa og hneyksla sig á því sama hvað SUS gerir. Þannig að nei, þetta kemur ekki á óvart.“ Viktor Pétur segist jafnframt ekki sammála öllum skoðunum Charlie Kirk, sem voru umdeildar. Hann sé til dæmis ekki sammála skoðunum Kirk um kvenfrelsi og fóstureyðingar en þrátt fyrir að vera ósammála honum réttlæti það ekki morðið á Kirk. Sjá nánar: Hver var Charlie Kirk? „Ég er fylgjandi því að það eigi að ræða hlutina og ég er fylgjandi þeirri hugmynd hans að það eigi að ræða við fólk sem er ósammála manni um hina ýmsu hluti. Ég er fylgjandi því og því tjáningar- og málfrelsi sem að hann talaði fyrir. En hins vegar get ég ekki sagt að allar hans skoðanir séu mínar eða að allar hans skoðanir séu skoðanir SUS,“ segir hann. „Við fordæmum ofbeldi hvar sem það birtist og viljum að fólk geti rætt saman málefnalega um hugsanir og hugmyndir.“ Skilaboðin með bolunum eru að sýna að SUS séu á móti öllu ofbeldi, í sama hvaða mynd sem það er. Skoðanir Kirk sé ekki meginstefið með framleiðslu bolanna heldur eigi þeir að standa fyrir rétti fólks til að tjá sig. Sjálfstæðisflokkurinn Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Þetta staðfestir Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í samtali við fréttastofu en Heimildin greindi fyrst frá. Hann segir að ónefndur stjórnarmaður hafi stungið upp á framleiðslu bolanna á fundi en Stefán Einar hafi upprunalega stungið upp á að framleiða umrædda boli í samtali við stjórnarmanninn. Hann bauðst þá einnig til að greiða fyrir bolina. „Ég veit ekki hvort að vinnan detti á mig að fara og framleiða þetta en þetta verður alla veganna í boði á þinginu,“ segir Viktor Pétur og hlær. „Við erum alltaf í fjáröflun og maður er alltaf að reyna að láta detta sér í hug eitthvað nýtt til að setja í sölu. Við erum búin að framleiða fjöldann allan af sokkum og glösum og þess háttar. Svo kemur þessi hugmynd að við förum að framleiða þetta og þetta er nefnt við mig að gera þessa boli. Þá vissi ég ekki að þetta væri frá honum. Svo seinna er mér sagt að hugmyndin sé frá [Stefáni Einari] og að hann ætli að bjóðast til að gefa þeim sem mæta á sambandsþingið,“ segir Viktor Pétur. Fyrst að þau ætli að framleiða bolina til að byrja með fyrir þingið er það til skoðunar hjá stjórn SUS að selja einnig bolina í fjáröflunarskyni. Bolirnir þýði ekki að hann sé sammála öllum skoðunum Kirk Viktor Pétur segir viðbrögð almennings við bolaframleiðslunni ekki koma á óvart, enda endi allt sem sambandið geri á milli tannanna á fólki. „Það kemur svo sem ekki á óvart því að eiginlega, hingað til, allt sem að SUS vekur athygli. Maður sér alltaf að fólk á það til að skrifa statusa og hneyksla sig á því sama hvað SUS gerir. Þannig að nei, þetta kemur ekki á óvart.“ Viktor Pétur segist jafnframt ekki sammála öllum skoðunum Charlie Kirk, sem voru umdeildar. Hann sé til dæmis ekki sammála skoðunum Kirk um kvenfrelsi og fóstureyðingar en þrátt fyrir að vera ósammála honum réttlæti það ekki morðið á Kirk. Sjá nánar: Hver var Charlie Kirk? „Ég er fylgjandi því að það eigi að ræða hlutina og ég er fylgjandi þeirri hugmynd hans að það eigi að ræða við fólk sem er ósammála manni um hina ýmsu hluti. Ég er fylgjandi því og því tjáningar- og málfrelsi sem að hann talaði fyrir. En hins vegar get ég ekki sagt að allar hans skoðanir séu mínar eða að allar hans skoðanir séu skoðanir SUS,“ segir hann. „Við fordæmum ofbeldi hvar sem það birtist og viljum að fólk geti rætt saman málefnalega um hugsanir og hugmyndir.“ Skilaboðin með bolunum eru að sýna að SUS séu á móti öllu ofbeldi, í sama hvaða mynd sem það er. Skoðanir Kirk sé ekki meginstefið með framleiðslu bolanna heldur eigi þeir að standa fyrir rétti fólks til að tjá sig.
Sjálfstæðisflokkurinn Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira