Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. september 2025 17:16 Á bolunum stendur Frelsi sem er vísun í bolinn sem Charlie Kirk var í er hann var skotinn til bana fyrr í mánuðinum. Samsett Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson greiddi fyrir umdeilda boli sem Samband ungra Sjálfstæðismanna hyggst gefa þeim sem skrá sig á sambandsþing þeirra í október. Bolirnir eru vísun í bolinn sem Charlie Kirk, hægrisinnaður áhrifavaldur, klæddist er hann var skotinn til bana. Þetta staðfestir Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í samtali við fréttastofu en Heimildin greindi fyrst frá. Hann segir að ónefndur stjórnarmaður hafi stungið upp á framleiðslu bolanna á fundi en Stefán Einar hafi upprunalega stungið upp á að framleiða umrædda boli í samtali við stjórnarmanninn. Hann bauðst þá einnig til að greiða fyrir bolina. „Ég veit ekki hvort að vinnan detti á mig að fara og framleiða þetta en þetta verður alla veganna í boði á þinginu,“ segir Viktor Pétur og hlær. „Við erum alltaf í fjáröflun og maður er alltaf að reyna að láta detta sér í hug eitthvað nýtt til að setja í sölu. Við erum búin að framleiða fjöldann allan af sokkum og glösum og þess háttar. Svo kemur þessi hugmynd að við förum að framleiða þetta og þetta er nefnt við mig að gera þessa boli. Þá vissi ég ekki að þetta væri frá honum. Svo seinna er mér sagt að hugmyndin sé frá [Stefáni Einari] og að hann ætli að bjóðast til að gefa þeim sem mæta á sambandsþingið,“ segir Viktor Pétur. Fyrst að þau ætli að framleiða bolina til að byrja með fyrir þingið er það til skoðunar hjá stjórn SUS að selja einnig bolina í fjáröflunarskyni. Bolirnir þýði ekki að hann sé sammála öllum skoðunum Kirk Viktor Pétur segir viðbrögð almennings við bolaframleiðslunni ekki koma á óvart, enda endi allt sem sambandið geri á milli tannanna á fólki. „Það kemur svo sem ekki á óvart því að eiginlega, hingað til, allt sem að SUS vekur athygli. Maður sér alltaf að fólk á það til að skrifa statusa og hneyksla sig á því sama hvað SUS gerir. Þannig að nei, þetta kemur ekki á óvart.“ Viktor Pétur segist jafnframt ekki sammála öllum skoðunum Charlie Kirk, sem voru umdeildar. Hann sé til dæmis ekki sammála skoðunum Kirk um kvenfrelsi og fóstureyðingar en þrátt fyrir að vera ósammála honum réttlæti það ekki morðið á Kirk. Sjá nánar: Hver var Charlie Kirk? „Ég er fylgjandi því að það eigi að ræða hlutina og ég er fylgjandi þeirri hugmynd hans að það eigi að ræða við fólk sem er ósammála manni um hina ýmsu hluti. Ég er fylgjandi því og því tjáningar- og málfrelsi sem að hann talaði fyrir. En hins vegar get ég ekki sagt að allar hans skoðanir séu mínar eða að allar hans skoðanir séu skoðanir SUS,“ segir hann. „Við fordæmum ofbeldi hvar sem það birtist og viljum að fólk geti rætt saman málefnalega um hugsanir og hugmyndir.“ Skilaboðin með bolunum eru að sýna að SUS séu á móti öllu ofbeldi, í sama hvaða mynd sem það er. Skoðanir Kirk sé ekki meginstefið með framleiðslu bolanna heldur eigi þeir að standa fyrir rétti fólks til að tjá sig. Sjálfstæðisflokkurinn Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þetta staðfestir Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í samtali við fréttastofu en Heimildin greindi fyrst frá. Hann segir að ónefndur stjórnarmaður hafi stungið upp á framleiðslu bolanna á fundi en Stefán Einar hafi upprunalega stungið upp á að framleiða umrædda boli í samtali við stjórnarmanninn. Hann bauðst þá einnig til að greiða fyrir bolina. „Ég veit ekki hvort að vinnan detti á mig að fara og framleiða þetta en þetta verður alla veganna í boði á þinginu,“ segir Viktor Pétur og hlær. „Við erum alltaf í fjáröflun og maður er alltaf að reyna að láta detta sér í hug eitthvað nýtt til að setja í sölu. Við erum búin að framleiða fjöldann allan af sokkum og glösum og þess háttar. Svo kemur þessi hugmynd að við förum að framleiða þetta og þetta er nefnt við mig að gera þessa boli. Þá vissi ég ekki að þetta væri frá honum. Svo seinna er mér sagt að hugmyndin sé frá [Stefáni Einari] og að hann ætli að bjóðast til að gefa þeim sem mæta á sambandsþingið,“ segir Viktor Pétur. Fyrst að þau ætli að framleiða bolina til að byrja með fyrir þingið er það til skoðunar hjá stjórn SUS að selja einnig bolina í fjáröflunarskyni. Bolirnir þýði ekki að hann sé sammála öllum skoðunum Kirk Viktor Pétur segir viðbrögð almennings við bolaframleiðslunni ekki koma á óvart, enda endi allt sem sambandið geri á milli tannanna á fólki. „Það kemur svo sem ekki á óvart því að eiginlega, hingað til, allt sem að SUS vekur athygli. Maður sér alltaf að fólk á það til að skrifa statusa og hneyksla sig á því sama hvað SUS gerir. Þannig að nei, þetta kemur ekki á óvart.“ Viktor Pétur segist jafnframt ekki sammála öllum skoðunum Charlie Kirk, sem voru umdeildar. Hann sé til dæmis ekki sammála skoðunum Kirk um kvenfrelsi og fóstureyðingar en þrátt fyrir að vera ósammála honum réttlæti það ekki morðið á Kirk. Sjá nánar: Hver var Charlie Kirk? „Ég er fylgjandi því að það eigi að ræða hlutina og ég er fylgjandi þeirri hugmynd hans að það eigi að ræða við fólk sem er ósammála manni um hina ýmsu hluti. Ég er fylgjandi því og því tjáningar- og málfrelsi sem að hann talaði fyrir. En hins vegar get ég ekki sagt að allar hans skoðanir séu mínar eða að allar hans skoðanir séu skoðanir SUS,“ segir hann. „Við fordæmum ofbeldi hvar sem það birtist og viljum að fólk geti rætt saman málefnalega um hugsanir og hugmyndir.“ Skilaboðin með bolunum eru að sýna að SUS séu á móti öllu ofbeldi, í sama hvaða mynd sem það er. Skoðanir Kirk sé ekki meginstefið með framleiðslu bolanna heldur eigi þeir að standa fyrir rétti fólks til að tjá sig.
Sjálfstæðisflokkurinn Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira