Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Bjarki Sigurðsson skrifar 19. september 2025 21:20 Daði Hreinsson er framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. Vísir/Ívar Fannar Formaður Félags heyrnarlausra harmar að glæpahópar reyni að hafa fé af fólki í nafni félagsins. Raunverulegir sjálfboðaliðar séu ávallt einkennisklæddir og vinni eftir ströngum siðareglum. Í gær varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við svikahröppum sem þykjast vera að safna pening fyrir hönd Félags heyrnarlausra. Um er að ræða erlenda ríkisborgara sem þykjast vera heyrnarlausir og þykja ansi ýtnir. Hefur áhrif á raunverulega sjálfboðaliða Þessi aðferð svikahrappanna hefur haft áhrif á söfnun sjálfboðaliða sem eru í raun og veru á vegum Félags heyrnarlausra. Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir leiðinlegt þegar svona mál koma upp inn á milli. „Þetta skapar vissulega neikvæða umræðu og viðhorf gagnvart félaginu. Sérstaklega í ljósi þess að við erum í fjáröflun en alls ekki á þennan hátt sem þetta fólk er gera,“ segir Daði. Vegna þessara svikamála hefur það reglulega komið fyrir að fólk telji raunverulega sjálfboðaliða félagsins vera svikahrappa. Daði bendir á mikill meirihluti fjáröflunar félagsins fari fram með happdrættismiðasölu í heimahúsum. Það sé afar sjaldgæft að söfnun eigi sér stað á almannafæri. „Þeir eru náttúrulega með posa og allar greiðslur eru merktar Félagi heyrnarlausra. Miðarnir prentaðir og númeraðir þannig það er ansi langsótt að fara að falsa slíka starfsemi,“ segir Daði. Það sé auðvelt fyrir svikahrappa að þykjast vera heyrnarlausir. „Þú berð ekkert heyrnarleysið utan á þér. Þannig það er mjög auðvelt að þykjast vera heyrnarlaus. Það er bara þekkt um alla Evrópu að þessir hópar fara um allt og stunda þessa iðju, nákvæmlega eins og gert er hér,“ segir Daði. Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Í gær varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við svikahröppum sem þykjast vera að safna pening fyrir hönd Félags heyrnarlausra. Um er að ræða erlenda ríkisborgara sem þykjast vera heyrnarlausir og þykja ansi ýtnir. Hefur áhrif á raunverulega sjálfboðaliða Þessi aðferð svikahrappanna hefur haft áhrif á söfnun sjálfboðaliða sem eru í raun og veru á vegum Félags heyrnarlausra. Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir leiðinlegt þegar svona mál koma upp inn á milli. „Þetta skapar vissulega neikvæða umræðu og viðhorf gagnvart félaginu. Sérstaklega í ljósi þess að við erum í fjáröflun en alls ekki á þennan hátt sem þetta fólk er gera,“ segir Daði. Vegna þessara svikamála hefur það reglulega komið fyrir að fólk telji raunverulega sjálfboðaliða félagsins vera svikahrappa. Daði bendir á mikill meirihluti fjáröflunar félagsins fari fram með happdrættismiðasölu í heimahúsum. Það sé afar sjaldgæft að söfnun eigi sér stað á almannafæri. „Þeir eru náttúrulega með posa og allar greiðslur eru merktar Félagi heyrnarlausra. Miðarnir prentaðir og númeraðir þannig það er ansi langsótt að fara að falsa slíka starfsemi,“ segir Daði. Það sé auðvelt fyrir svikahrappa að þykjast vera heyrnarlausir. „Þú berð ekkert heyrnarleysið utan á þér. Þannig það er mjög auðvelt að þykjast vera heyrnarlaus. Það er bara þekkt um alla Evrópu að þessir hópar fara um allt og stunda þessa iðju, nákvæmlega eins og gert er hér,“ segir Daði.
Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira