Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Bjarki Sigurðsson skrifar 19. september 2025 21:20 Daði Hreinsson er framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. Vísir/Ívar Fannar Formaður Félags heyrnarlausra harmar að glæpahópar reyni að hafa fé af fólki í nafni félagsins. Raunverulegir sjálfboðaliðar séu ávallt einkennisklæddir og vinni eftir ströngum siðareglum. Í gær varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við svikahröppum sem þykjast vera að safna pening fyrir hönd Félags heyrnarlausra. Um er að ræða erlenda ríkisborgara sem þykjast vera heyrnarlausir og þykja ansi ýtnir. Hefur áhrif á raunverulega sjálfboðaliða Þessi aðferð svikahrappanna hefur haft áhrif á söfnun sjálfboðaliða sem eru í raun og veru á vegum Félags heyrnarlausra. Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir leiðinlegt þegar svona mál koma upp inn á milli. „Þetta skapar vissulega neikvæða umræðu og viðhorf gagnvart félaginu. Sérstaklega í ljósi þess að við erum í fjáröflun en alls ekki á þennan hátt sem þetta fólk er gera,“ segir Daði. Vegna þessara svikamála hefur það reglulega komið fyrir að fólk telji raunverulega sjálfboðaliða félagsins vera svikahrappa. Daði bendir á mikill meirihluti fjáröflunar félagsins fari fram með happdrættismiðasölu í heimahúsum. Það sé afar sjaldgæft að söfnun eigi sér stað á almannafæri. „Þeir eru náttúrulega með posa og allar greiðslur eru merktar Félagi heyrnarlausra. Miðarnir prentaðir og númeraðir þannig það er ansi langsótt að fara að falsa slíka starfsemi,“ segir Daði. Það sé auðvelt fyrir svikahrappa að þykjast vera heyrnarlausir. „Þú berð ekkert heyrnarleysið utan á þér. Þannig það er mjög auðvelt að þykjast vera heyrnarlaus. Það er bara þekkt um alla Evrópu að þessir hópar fara um allt og stunda þessa iðju, nákvæmlega eins og gert er hér,“ segir Daði. Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Í gær varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við svikahröppum sem þykjast vera að safna pening fyrir hönd Félags heyrnarlausra. Um er að ræða erlenda ríkisborgara sem þykjast vera heyrnarlausir og þykja ansi ýtnir. Hefur áhrif á raunverulega sjálfboðaliða Þessi aðferð svikahrappanna hefur haft áhrif á söfnun sjálfboðaliða sem eru í raun og veru á vegum Félags heyrnarlausra. Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir leiðinlegt þegar svona mál koma upp inn á milli. „Þetta skapar vissulega neikvæða umræðu og viðhorf gagnvart félaginu. Sérstaklega í ljósi þess að við erum í fjáröflun en alls ekki á þennan hátt sem þetta fólk er gera,“ segir Daði. Vegna þessara svikamála hefur það reglulega komið fyrir að fólk telji raunverulega sjálfboðaliða félagsins vera svikahrappa. Daði bendir á mikill meirihluti fjáröflunar félagsins fari fram með happdrættismiðasölu í heimahúsum. Það sé afar sjaldgæft að söfnun eigi sér stað á almannafæri. „Þeir eru náttúrulega með posa og allar greiðslur eru merktar Félagi heyrnarlausra. Miðarnir prentaðir og númeraðir þannig það er ansi langsótt að fara að falsa slíka starfsemi,“ segir Daði. Það sé auðvelt fyrir svikahrappa að þykjast vera heyrnarlausir. „Þú berð ekkert heyrnarleysið utan á þér. Þannig það er mjög auðvelt að þykjast vera heyrnarlaus. Það er bara þekkt um alla Evrópu að þessir hópar fara um allt og stunda þessa iðju, nákvæmlega eins og gert er hér,“ segir Daði.
Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira