„Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. september 2025 22:53 Taxý hönter, fyrrverandi leigubílstjóri sem hefur sinnt eigin eftirliti með leigubílstjórum landsins, uppnefnir Saint Paul Edeh „Dýrlinginn“. Saint Paul Edeh er aftur kominn með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri eftir að þau voru tímabundið dregin til baka í ágúst síðastliðnum. Myndband fór í mikla dreifingu í síðasta mánuði þar sem Edeh sást öskurrífast við mexíkóska ferðamenn og loka skotti á höfuð annars þeirra. Á lista Samgöngustofu yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri má nú aftur finna nafnið Saint Paul Edeh, sem ekur nú í sjálfstæðum rekstri, ekki skráður á leigubílastöð. Tuttugasta ágúst síðastliðinn birti Vísir myndband þar sem Edeh sást hnakkrífast við tvo mexíkóska ferðamenn, sem hann hafði ekið í Bláa lónið. Konurnar tvær töldu Edeh ofrukka sig og neituðu að borga, og í hönd fóru snörp orðaskipti. Á myndbandinu sást Edeh loka skottinu á höfuð annarrar konunnar, þegar hún ætlaði að sækja farangur sinn án þess að borga. Skömmu seinna var greint frá því að Edeh væri ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri. Edeh segir í samtali við fréttastofu að það hafi aðeins verið tímabundið, hann hafi ekki verið sviptur réttindum. Hann hafi verið beðinn um að skila inn gögnum til Samgöngustofu á meðan verið væri að rannsaka málið. „Ég sýndi bara fram á það að ég hefði ekki gert neitt rangt, og ég fékk leyfið aftur 4. september síðastliðinn.“ „Ég sýndi þeim myndbandsupptökur frá bílferðinni og allt sem þau báðu um að sjá. Við vorum að hnakkrífast en það breytir engu um staðreyndir málsins,“ segir Edeh. Í samtali við fréttastofu ítrekaði Edeh fyrri afstöðu sína um að hann hefði ekki gert neitt rangt í umtöluðu myndbandi. Hann hafi einfaldlega rukkað það sem var í mælinum, og hefði þar að auki ekki lokað skottinu á höfuð konunnar. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Leigubílar Ferðaþjónusta Tengdar fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. 20. ágúst 2025 17:30 Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23. ágúst 2025 09:32 Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. 12. ágúst 2025 14:42 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Á lista Samgöngustofu yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri má nú aftur finna nafnið Saint Paul Edeh, sem ekur nú í sjálfstæðum rekstri, ekki skráður á leigubílastöð. Tuttugasta ágúst síðastliðinn birti Vísir myndband þar sem Edeh sást hnakkrífast við tvo mexíkóska ferðamenn, sem hann hafði ekið í Bláa lónið. Konurnar tvær töldu Edeh ofrukka sig og neituðu að borga, og í hönd fóru snörp orðaskipti. Á myndbandinu sást Edeh loka skottinu á höfuð annarrar konunnar, þegar hún ætlaði að sækja farangur sinn án þess að borga. Skömmu seinna var greint frá því að Edeh væri ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri. Edeh segir í samtali við fréttastofu að það hafi aðeins verið tímabundið, hann hafi ekki verið sviptur réttindum. Hann hafi verið beðinn um að skila inn gögnum til Samgöngustofu á meðan verið væri að rannsaka málið. „Ég sýndi bara fram á það að ég hefði ekki gert neitt rangt, og ég fékk leyfið aftur 4. september síðastliðinn.“ „Ég sýndi þeim myndbandsupptökur frá bílferðinni og allt sem þau báðu um að sjá. Við vorum að hnakkrífast en það breytir engu um staðreyndir málsins,“ segir Edeh. Í samtali við fréttastofu ítrekaði Edeh fyrri afstöðu sína um að hann hefði ekki gert neitt rangt í umtöluðu myndbandi. Hann hafi einfaldlega rukkað það sem var í mælinum, og hefði þar að auki ekki lokað skottinu á höfuð konunnar. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“
Leigubílar Ferðaþjónusta Tengdar fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. 20. ágúst 2025 17:30 Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23. ágúst 2025 09:32 Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. 12. ágúst 2025 14:42 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
„Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. 20. ágúst 2025 17:30
Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23. ágúst 2025 09:32
Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. 12. ágúst 2025 14:42