Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. september 2025 23:02 Ásgeir segir lögregluna alltaf taka vel í hugmyndir um hvernig mega bæta starf hennar. Hann hafi mestar áhyggjur af mönnun. Vísir/Vilhelm Aðstoðarlögreglustjóra hugnast ekki hugmyndir borgarfulltrúa um hverfislögreglustöð í Breiðholti. Fjöldi lögreglustöðva á höfuðborgarsvæðinu sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum, mikilvægara sé að fjölga lögreglumönnum. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu á borgarstjórnarfundi um að hverfislögreglustöð í Breiðholti í Mjódd yrði opnuð á ný en samþykkt var að fresta afgreiðslu málsins í borgarstjórn. Stöðinni var lokað árið 2009 vegna skipulagsbreytinga en Kjartan segir íbúa í efra Breiðholti reglulega kvarta yfir viðbragðstíma lögreglu. Bráðavandinn snúi að mönnun Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir stuttan útkallstíma í fremsta forgangi, lögreglan komi þar vel út í alþjóðlegum samanburði. Þar skipti mönnun lykilmáli frekar en fjöldi lögreglustöðva. „Bráðavandi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sá að hér vantar auðvitað tvær áhafnir að minnsta kosti til að leysa bráðavandann, tvær áhafnir á vakt allan sólarhringinn. Það auðvitað bara kostar fullt af peningum, það kostar þrjátíu lögreglumenn því það tekur fimmtán lögreglumenn að manna eina áhöfn með öllu því sem fylgir á ársgrundvelli.“ Styttri útkallstími en áður Lögreglumennirnir í Mjódd á sínum tíma hafi unnið gríðarlega gott starf en starf þeirra hafi ekki einungis falist í að sinna útköllum, hluti starfsins hafi falið í sér viðveru á skrifstofu. Breiðholtið hafi 2009 færst til lögreglustöðvarinnar á Dalvegi en meginlögreglustöðin hafi áður verið á Hverfisgötu. „Lögreglustöðin við Dalveg er nú nánast alveg í útjaðri Breiðholtsins þannig þessi venjulegi útkallstími var að mínu mati styttri heldur en áður.“ Lögregla hafi fengið fjárveitingu á síðasta ári til að bæta samfélagslöggæslu, forvarnarstarf fyrir ungmenni og tengsl við íbúa. Ásgeir bendir á að fjöldi lögreglustöðva hérlendis sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum en Reykjavík sé hinsvegar verst mannaða höfuðborgin í Evrópu. „Svo þarf alltaf að taka umræðuna um það hvað þú eyðir miklum peningum í steypu og lögreglumenn sem eru þá bara að manna þessa steypu, eða þá hvort þú viljir hafa lögreglumennina úti meðal fólksins, það er önnur umræða en bara mjög mikilvæg.“ Lögreglan Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu á borgarstjórnarfundi um að hverfislögreglustöð í Breiðholti í Mjódd yrði opnuð á ný en samþykkt var að fresta afgreiðslu málsins í borgarstjórn. Stöðinni var lokað árið 2009 vegna skipulagsbreytinga en Kjartan segir íbúa í efra Breiðholti reglulega kvarta yfir viðbragðstíma lögreglu. Bráðavandinn snúi að mönnun Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir stuttan útkallstíma í fremsta forgangi, lögreglan komi þar vel út í alþjóðlegum samanburði. Þar skipti mönnun lykilmáli frekar en fjöldi lögreglustöðva. „Bráðavandi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sá að hér vantar auðvitað tvær áhafnir að minnsta kosti til að leysa bráðavandann, tvær áhafnir á vakt allan sólarhringinn. Það auðvitað bara kostar fullt af peningum, það kostar þrjátíu lögreglumenn því það tekur fimmtán lögreglumenn að manna eina áhöfn með öllu því sem fylgir á ársgrundvelli.“ Styttri útkallstími en áður Lögreglumennirnir í Mjódd á sínum tíma hafi unnið gríðarlega gott starf en starf þeirra hafi ekki einungis falist í að sinna útköllum, hluti starfsins hafi falið í sér viðveru á skrifstofu. Breiðholtið hafi 2009 færst til lögreglustöðvarinnar á Dalvegi en meginlögreglustöðin hafi áður verið á Hverfisgötu. „Lögreglustöðin við Dalveg er nú nánast alveg í útjaðri Breiðholtsins þannig þessi venjulegi útkallstími var að mínu mati styttri heldur en áður.“ Lögregla hafi fengið fjárveitingu á síðasta ári til að bæta samfélagslöggæslu, forvarnarstarf fyrir ungmenni og tengsl við íbúa. Ásgeir bendir á að fjöldi lögreglustöðva hérlendis sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum en Reykjavík sé hinsvegar verst mannaða höfuðborgin í Evrópu. „Svo þarf alltaf að taka umræðuna um það hvað þú eyðir miklum peningum í steypu og lögreglumenn sem eru þá bara að manna þessa steypu, eða þá hvort þú viljir hafa lögreglumennina úti meðal fólksins, það er önnur umræða en bara mjög mikilvæg.“
Lögreglan Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira