Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2025 13:02 Hulda Hjartardóttir er yfirlæknir fæðingateymis Landspítala. Sýn Yfirmaður fæðingarteymis Landspítalans segir ekkert nýtt hafa komið fram sem bendi til tengsla milli neyslu á verkjalyfinu parasetamól og einhverfu barna. Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að slæmt væri að óléttar konur tækju lyfið, og sagði læknum að hætta að láta þær hafa það. Læknum í Bandaríkjunum verður hér eftir ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti sjálfur í Hvíta húsinu í gærkvöldi og rökstuddi ákvörðun sína með umdeildum rannsóknum sem sagðar eru tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Robert Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, virðist einnig hafa tröllatrú á tengingunni þarna á milli. „Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það. Það er ekki gott,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær. Skoðanir Trumps á skjön við stórar og vandaðar rannsóknir Yfirlæknir fæðingarteymis á Landspítalanum segir yfirlýsingarnar koma sér spánskt fyrir sjónir. „Vegna þess að það er ekkert nýtt sem hefur komið fram sem bendir til þess að notkun á parasetamóli á meðgöngu tengist einhverfu eftir fæðingu,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingateymis á Landspítalanum. „Við byggjum okkar álit á því að það sé öruggt að nota parasetamól á mjög stórum og vönduðum vísindarannsóknum.“ Bandarísku fæðingarlæknasamtökin styðji áframhaldandi notkun parasetamóls á meðgöngu. Í ljósi þessa, hvað finnst þér um þessar yfirlýsingar forsetans og heilbrigðisráðherrans? „Ég hef áhyggjur af þeim vegna þess að parasetamól er það lyf sem við notum allra helst á meðgöngu.“ Sitji uppi með verki og sektarkennd Parasetamól sé bæði notað til að lækka hita og meðhöndla verki á meðgöngu. „Ef það er gert tortryggilegt þá eru fá lyf eftir sem ófrískar konur geta notað í meðgöngu. Við sitjum þá uppi með ómeðhöndlaða verki eða einhvers konar sektarkennd hjá konum, yfir að vera að nota lyf sem nánast allir fæðingarlæknar sem ég þekki til eru meðmæltir.“ Þannig að þú myndir segja að það væri öruggt fyrir konur að taka parasetamól á meðgöngu? „Já, við höldum hiklaust áfram að mæla með því sem hitalækkandi og verkjastillandi í meðgöngu ef þörf er á.“ Lyf Heilbrigðismál Bandaríkin Landspítalinn Meðganga Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
Læknum í Bandaríkjunum verður hér eftir ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti sjálfur í Hvíta húsinu í gærkvöldi og rökstuddi ákvörðun sína með umdeildum rannsóknum sem sagðar eru tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Robert Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, virðist einnig hafa tröllatrú á tengingunni þarna á milli. „Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það. Það er ekki gott,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær. Skoðanir Trumps á skjön við stórar og vandaðar rannsóknir Yfirlæknir fæðingarteymis á Landspítalanum segir yfirlýsingarnar koma sér spánskt fyrir sjónir. „Vegna þess að það er ekkert nýtt sem hefur komið fram sem bendir til þess að notkun á parasetamóli á meðgöngu tengist einhverfu eftir fæðingu,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingateymis á Landspítalanum. „Við byggjum okkar álit á því að það sé öruggt að nota parasetamól á mjög stórum og vönduðum vísindarannsóknum.“ Bandarísku fæðingarlæknasamtökin styðji áframhaldandi notkun parasetamóls á meðgöngu. Í ljósi þessa, hvað finnst þér um þessar yfirlýsingar forsetans og heilbrigðisráðherrans? „Ég hef áhyggjur af þeim vegna þess að parasetamól er það lyf sem við notum allra helst á meðgöngu.“ Sitji uppi með verki og sektarkennd Parasetamól sé bæði notað til að lækka hita og meðhöndla verki á meðgöngu. „Ef það er gert tortryggilegt þá eru fá lyf eftir sem ófrískar konur geta notað í meðgöngu. Við sitjum þá uppi með ómeðhöndlaða verki eða einhvers konar sektarkennd hjá konum, yfir að vera að nota lyf sem nánast allir fæðingarlæknar sem ég þekki til eru meðmæltir.“ Þannig að þú myndir segja að það væri öruggt fyrir konur að taka parasetamól á meðgöngu? „Já, við höldum hiklaust áfram að mæla með því sem hitalækkandi og verkjastillandi í meðgöngu ef þörf er á.“
Lyf Heilbrigðismál Bandaríkin Landspítalinn Meðganga Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira